Heildarlaunagreiðslur dregist saman um 40 prósent á tólf árum Eiður Þór Árnason skrifar 5. október 2021 10:26 Starfandi fólki í listgreinum hefur farið fækkandi á seinustu árum. Getty/Jacobs Stock Photography Ltd Heildarlaunagreiðslur í atvinnugreinum menningar hafa dregist saman um 40% á árunum 2008 til 2020 og 25% samdráttur mælst í fjölda starfandi. Verulega tók að draga í sundur með menningargreinum og öðrum atvinnugreinum eftir árið 2013 og eru starfslaun listamanna með lægstu launum á markaði. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Bandalags háskólamanna (BHM) sem byggir á tölum úr menningarvísum Hagstofu Íslands og gögnum um kjör listamanna á Íslandi. Höfðu hrunið og heimsfaraldur kórónaveiru margfalt meiri áhrif á menningargreinar en aðrar atvinnugreinar. Yfir 40 prósent samdráttur í fjölmiðlum og kvikmyndagreinum Á árinu 2008 unnu tæplega 7.000 manns í atvinnugreinum menningar á Íslandi og heildarlaunagreiðslur í greinunum námu 55 milljörðum króna á launaverðlagi ársins 2020. Tólf árum síðar nema launagreiðslurnar 33 milljörðum króna og rúmlega 5.000 manns vinna í menningargreinum. Bendir þróunin til þess að umfang menningargreina hafi dregist verulega saman í íslenska hagkerfinu og að launastigið sé lægra en í öðrum atvinnugreinum. Fram kemur í samantekt BHM að einstaka menningargreinar hafi dregist verulega saman í umsvifum frá árinu 2017. Til að mynda hafa heildarlaunagreiðslur í fjölmiðlum dregist saman um 45%, 41% í kvikmyndagreinum og 26% í tónlist. Var samdráttur hafinn í mörgum greinum nokkuð fyrir heimsfaraldur en efnahagsáfall í kjölfar hans bætti gráu ofan á svart. Starfslaun ekki haldið í við launaþróun Í skýrslunni er jafnframt bent á að starfslaun listamanna hafi verið talsvert undir launum fullvinnandi verkafólks árið 2020 og dregist úr almennri launaþróun á undanförnum árum. Starfslaun listamanna er verktakagreiðsla sem ætlað er að standa undir 67% af heildarvinnu listamanns. „Á síðustu tíu árum hefur launavísitalan hækkað um 96% á meðan starfslaun listamanna hafa hækkað um 49%. Lág laun gætu skýrt hluta af samdrætti í einstaka greinum, meðal annars í útgáfu og framleiðslu íslenskra bóka. Árið 2019 voru gefnar út 3,4 íslenskar bækur á hverja þúsund íbúa samanborið við 5,2 bækur árið 2011,“ segir í tilkynningu frá BHM. Menning Vinnumarkaður Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Verulega tók að draga í sundur með menningargreinum og öðrum atvinnugreinum eftir árið 2013 og eru starfslaun listamanna með lægstu launum á markaði. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Bandalags háskólamanna (BHM) sem byggir á tölum úr menningarvísum Hagstofu Íslands og gögnum um kjör listamanna á Íslandi. Höfðu hrunið og heimsfaraldur kórónaveiru margfalt meiri áhrif á menningargreinar en aðrar atvinnugreinar. Yfir 40 prósent samdráttur í fjölmiðlum og kvikmyndagreinum Á árinu 2008 unnu tæplega 7.000 manns í atvinnugreinum menningar á Íslandi og heildarlaunagreiðslur í greinunum námu 55 milljörðum króna á launaverðlagi ársins 2020. Tólf árum síðar nema launagreiðslurnar 33 milljörðum króna og rúmlega 5.000 manns vinna í menningargreinum. Bendir þróunin til þess að umfang menningargreina hafi dregist verulega saman í íslenska hagkerfinu og að launastigið sé lægra en í öðrum atvinnugreinum. Fram kemur í samantekt BHM að einstaka menningargreinar hafi dregist verulega saman í umsvifum frá árinu 2017. Til að mynda hafa heildarlaunagreiðslur í fjölmiðlum dregist saman um 45%, 41% í kvikmyndagreinum og 26% í tónlist. Var samdráttur hafinn í mörgum greinum nokkuð fyrir heimsfaraldur en efnahagsáfall í kjölfar hans bætti gráu ofan á svart. Starfslaun ekki haldið í við launaþróun Í skýrslunni er jafnframt bent á að starfslaun listamanna hafi verið talsvert undir launum fullvinnandi verkafólks árið 2020 og dregist úr almennri launaþróun á undanförnum árum. Starfslaun listamanna er verktakagreiðsla sem ætlað er að standa undir 67% af heildarvinnu listamanns. „Á síðustu tíu árum hefur launavísitalan hækkað um 96% á meðan starfslaun listamanna hafa hækkað um 49%. Lág laun gætu skýrt hluta af samdrætti í einstaka greinum, meðal annars í útgáfu og framleiðslu íslenskra bóka. Árið 2019 voru gefnar út 3,4 íslenskar bækur á hverja þúsund íbúa samanborið við 5,2 bækur árið 2011,“ segir í tilkynningu frá BHM.
Menning Vinnumarkaður Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira