Fundurinn hefst klukkan 12:20 en beina útsendingu frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Á fundinum verða spár þjálfara, fyrirliða og formanna liða í úrvals- og 1. deildum karla og kvenna kynntar, ásamt spá fjölmiðla fyrir úrvalsdeildir karla og kvenna.
Í upphafi fundarins verður skrifað undir samning við nýjan styrktaraðila úrvalsdeildanna.
Keppni í úrvalsdeild kvenna hefst með fjórum leikjum annað kvöld. Tvær viðureignir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport; leikur Fjölnis og Breiðabliks klukkan 18:15 og leikur Hauka og Njarðvíkur klukkan 20:15.
Úrvalsdeild karla hefst svo með fjórum leikjum á fimmtudagskvöldið. Leikur Njarðvíkur og Þórs Þ. verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 18:15 og klukkan 20:15 er komið að leik Stjörnunnar og ÍR. Fyrstu umferðinni lýkur svo með tveimur leikjum á föstudagskvöldið. Leikur Tindastóls og Vals verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 20:15.