Erfiðast fyrir loðboltana að stíga fram Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. október 2021 12:00 Ingileif segist vonast til þess að þættirnir verði til þess að útrýma fordómum í garð einstaklinga sem lifa óhefðbundnum lífstíl. Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á Stöð 2 síðastliðinn miðvikudag. Er þar fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífstíll og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða „Flestir þættirnir snúast um eitthvað sem að hefur ekki verið fjallað um og mig langaði aðeins að draga það fram í dagsljósið, líka bara til að sýna að þrátt fyrir að við séum öll ólík þá er það bara allt í lagi,“ segir Ingileif um þættina í Íslandi í dag. Þættirnir eru átta talsins en í fyrsta þætti var fjallað um dúfusamfélagið á Íslandi sem telur um 50 manns. Um er að ræða hóp dúfnaáhugamanna sem leggja líf sitt og sál í sportið. „Það var mjög gaman að grafa inn í það allt saman því að ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri svona sena hérna á Íslandi,“ segir Ingileif en hún fylgdist meðal annars í fyrsta þættinum með keppni í sportinu. Vilja útrýma fordómum Í næstu þáttum verður fjallað um ýmis efni og samfélög fólks. Má þar til að mynda nefna svokallað kakósamfélag, LARP eða kvikspuna, BDSM, húðflúr og óhefðbundin fjölskylduform og húsakynni fólks sembýr við rætur Esjunnar. Þá verður einnig fjallað um hóp einstaklinga sem eiga í fleira en einu sambandi eða er í opnum samböndum en að sögn Ingileifar er um að ræða nokkuð stóran hóp. Margir hafi þó eflaust ekki talað um það út á við en í þættinum fær Ingileif meðal annars fólk sem hefur ekki talað um það áður. Að lokum verður síðan fjallað um senu sem kallast furries eða loðboltar, fólk sem hefur mikinn áhuga á dýrum með mannlega eiginleika. Ingileif sagðist ekki hafa talið í upphafi að það samfélag væri virkt hér á landi. Þá hafi það ekki verið skoðað áður í íslensku sjónvarpi. Aðspurð um hvort fólk hafi verið feimið að stíga fram í þáttunum segir Ingileif það hafa verið smá mál en það væri misjafnt eftir efninu að hverju sinni. Hún segir þó loðboltana hafa þurft meira rými heldur en aðrir við gerð þáttanna. „Við ræddum þetta fram og til baka, hvort þau vildu koma fram eða ekki, en ég held að það sem hafi líka bara hjálpað er að útgangspunkturinn er þessi; við erum að sýna þetta á fallegan hátt og varpa ljósi á eitthvað í þeirri von að útrýma fordómum og fyrir fram mótuðum hugmyndum fólks,“ segir Ingileif. Lítur á þættina sem fallega fræðslu Sjálf segist Ingileif ekki vera í stöðu til að dæma aðra og því hafi hún farið inn í verkefnið með opinn huga. „Það er fólk þarna úti sem skilur ekki minn veruleika, ég er samkynhneigð kona, og það er bara fullt af fólki sem finnst það skrýtið, eða finnst skrýtið að ég og konan mín höfum farið út í það ferli að eignast barn saman,“ segir Ingileif. „Þannig ég hugsa í hvaða stöðu er ég til að dæma aðra manneskju fyrir eitthvað sem hún eða hann eða hán gerir.“ Þannig þú ert einmitt ekki að gera grín að neinum heldur bara að upplýsa fólk? „Algjörlega, ég lít frekar á þetta sem fallega fræðslu að einhverju leiti en líka bara til að brjóta aðeins upp þetta norm, brjóta aðeins boxið, og gefa smá skít í það,“ segir Ingileif. „Við erum svolítið að segja bara; það skiptir ekki máli hvað næsti maður gerir svo lengi sem það er ekki að meiða mig eða annað fólk. Fögnum því frekar bara að fólk sé alls konar.“ Þættirnir eru átta talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum klukkan 19:10 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér. Ísland í dag Afbrigði Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fjölbreytileiki, fjölástir og loðboltar í sjónvarpsþáttunum Afbrigði „Það var ýmislegt sem kom mér á óvart. Kannski aðallega hvað við erum oft að reyna að fitta inn í eitthvað fyrirfram mótað norm sem við þorum ekki að stíga út fyrir, og hvað það er hressandi að gefa skít í það,“ segir Ingileif Friðriksdóttir í viðtali við Vísi. 29. september 2021 11:32 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
„Flestir þættirnir snúast um eitthvað sem að hefur ekki verið fjallað um og mig langaði aðeins að draga það fram í dagsljósið, líka bara til að sýna að þrátt fyrir að við séum öll ólík þá er það bara allt í lagi,“ segir Ingileif um þættina í Íslandi í dag. Þættirnir eru átta talsins en í fyrsta þætti var fjallað um dúfusamfélagið á Íslandi sem telur um 50 manns. Um er að ræða hóp dúfnaáhugamanna sem leggja líf sitt og sál í sportið. „Það var mjög gaman að grafa inn í það allt saman því að ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri svona sena hérna á Íslandi,“ segir Ingileif en hún fylgdist meðal annars í fyrsta þættinum með keppni í sportinu. Vilja útrýma fordómum Í næstu þáttum verður fjallað um ýmis efni og samfélög fólks. Má þar til að mynda nefna svokallað kakósamfélag, LARP eða kvikspuna, BDSM, húðflúr og óhefðbundin fjölskylduform og húsakynni fólks sembýr við rætur Esjunnar. Þá verður einnig fjallað um hóp einstaklinga sem eiga í fleira en einu sambandi eða er í opnum samböndum en að sögn Ingileifar er um að ræða nokkuð stóran hóp. Margir hafi þó eflaust ekki talað um það út á við en í þættinum fær Ingileif meðal annars fólk sem hefur ekki talað um það áður. Að lokum verður síðan fjallað um senu sem kallast furries eða loðboltar, fólk sem hefur mikinn áhuga á dýrum með mannlega eiginleika. Ingileif sagðist ekki hafa talið í upphafi að það samfélag væri virkt hér á landi. Þá hafi það ekki verið skoðað áður í íslensku sjónvarpi. Aðspurð um hvort fólk hafi verið feimið að stíga fram í þáttunum segir Ingileif það hafa verið smá mál en það væri misjafnt eftir efninu að hverju sinni. Hún segir þó loðboltana hafa þurft meira rými heldur en aðrir við gerð þáttanna. „Við ræddum þetta fram og til baka, hvort þau vildu koma fram eða ekki, en ég held að það sem hafi líka bara hjálpað er að útgangspunkturinn er þessi; við erum að sýna þetta á fallegan hátt og varpa ljósi á eitthvað í þeirri von að útrýma fordómum og fyrir fram mótuðum hugmyndum fólks,“ segir Ingileif. Lítur á þættina sem fallega fræðslu Sjálf segist Ingileif ekki vera í stöðu til að dæma aðra og því hafi hún farið inn í verkefnið með opinn huga. „Það er fólk þarna úti sem skilur ekki minn veruleika, ég er samkynhneigð kona, og það er bara fullt af fólki sem finnst það skrýtið, eða finnst skrýtið að ég og konan mín höfum farið út í það ferli að eignast barn saman,“ segir Ingileif. „Þannig ég hugsa í hvaða stöðu er ég til að dæma aðra manneskju fyrir eitthvað sem hún eða hann eða hán gerir.“ Þannig þú ert einmitt ekki að gera grín að neinum heldur bara að upplýsa fólk? „Algjörlega, ég lít frekar á þetta sem fallega fræðslu að einhverju leiti en líka bara til að brjóta aðeins upp þetta norm, brjóta aðeins boxið, og gefa smá skít í það,“ segir Ingileif. „Við erum svolítið að segja bara; það skiptir ekki máli hvað næsti maður gerir svo lengi sem það er ekki að meiða mig eða annað fólk. Fögnum því frekar bara að fólk sé alls konar.“ Þættirnir eru átta talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum klukkan 19:10 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Ísland í dag Afbrigði Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fjölbreytileiki, fjölástir og loðboltar í sjónvarpsþáttunum Afbrigði „Það var ýmislegt sem kom mér á óvart. Kannski aðallega hvað við erum oft að reyna að fitta inn í eitthvað fyrirfram mótað norm sem við þorum ekki að stíga út fyrir, og hvað það er hressandi að gefa skít í það,“ segir Ingileif Friðriksdóttir í viðtali við Vísi. 29. september 2021 11:32 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
Fjölbreytileiki, fjölástir og loðboltar í sjónvarpsþáttunum Afbrigði „Það var ýmislegt sem kom mér á óvart. Kannski aðallega hvað við erum oft að reyna að fitta inn í eitthvað fyrirfram mótað norm sem við þorum ekki að stíga út fyrir, og hvað það er hressandi að gefa skít í það,“ segir Ingileif Friðriksdóttir í viðtali við Vísi. 29. september 2021 11:32