Segir leikinn í kvöld hjálpa landsliðinu eftir tíu ár og rifjar upp sögu frá Hvolsvelli Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2021 13:01 Leikmenn Breiðabliks eru fyrirmyndir fyrir stelpur sem gætu tekið við af þeim sem landsliðskonur í framtíðinni. Hér eru Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Agla María Albertsdóttir, Karitas Tómasdóttir, Taylor Ziemer og fleiri á æfingu í gær. VÍSIR/VILHELM Ætli verðandi fulltrúar Íslands á HM 2031 í fótbolta verði meðal áhorfenda á Kópavogsvelli í kvöld? Úlfar Hinriksson, yfirmaður afreksþjálfunar hjá Breiðabliki, er í það minnsta sannfærður um að leikir Breiðabliks við PSG, Real Madrid og Kharkiv hjálpi íslenska kvennalandsliðinu í framtíðinni. Breiðablik mætir franska stórliðinu PSG á Kópavogsvelli klukkan 19 í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að íslensku bikarmeistararnir munu fá góðan stuðning því nánast er orðið uppselt á leikinn á tix.is. Vefmiðillinn vinsæli Goal.com fjallar um Breiðablik í aðdraganda leiksins og á meðal viðmælenda er Úlfar sem er sannfærður um að það reynist dýrmætt að ungir krakkar fái að sjá stórleiki. „Þetta mun hjálpa landsliðinu eftir tíu ár því þá fáum við að sjá leikmenn sem hafa eignast fyrirmyndir í Meistaradeildinni. Svona lagað hefur gerst áður,“ sagði Úlfar og rifjaði því til stuðnings upp þegar fjórar stelpur úr Knattspyrnufélagi Rangæinga mættu á æfingu hjá honum í U17-landsliðinu. Boltasækjararnir komust í landsliðið „Árið 2012 valdi ég fjórar stelpur [í U17-landsliðið] úr þremur ólíkum félögum, en þegar ég fór að tala við þær kom í ljós að þær voru allar frá sama 800 manna bænum á suðurlandi,“ sagði Úlfur og átti þar við Hvolsvöll. „Það er ótrúlegt. Þær voru allar saman í bekk,“ bætti Úlfar við. Stelpurnar sem um ræðir eru þær Hrafnhildur Hauksdóttir, Katrín Rúnarsdóttir, Bergrún Linda Björgvinsdóttir og Sabrína Lind Adolfsdóttir, allar fæddar 1996. „Það sem hafði líklega mest áhrif fyrir þær var að það voru spilaðir U17-landsleikir í bænum þeirra á sínum tíma. Hverjar voru boltasækjarar á leikjunum? Þú áttir kollgátuna,“ sagði Úlfar við Goal.com. KFR átti fjóra fulltrúa í U17-landsliðinu árið 2012 sem allar voru saman í bekk í Hvolsskóla. Þær voru boltasækjarar á leikjum Þýskalands og Noregs, og Þýskalands og Íslands, á Opna Norðurlandamóti U17 árið 2008.hvolsvollur.is Opna Norðurlandamótið hjá U17-landsliðum kvenna fór nefnilega að hluta til fram á Hvolsvelli sumarið 2008 þar sem Þýskaland og Noregur mættust sem og Þýskaland og Ísland. Samtals spiluðu boltasækjararnir fjórir 51 leik fyrir yngri landslið Íslands. Hrafnhildur var sú eina af þeim sem endaði á að spila fyrir A-landsliðið en hún lék fjóra leiki fyrir það. Núverandi A-landsliðskonan Karitas Tómasdóttir, einnig úr KFR, er svo ári eldri en hinar fjórar fyrrnefndu. Karitas, sem spilar með Blikum gegn PSG í kvöld, varð fyrr á þessu ári fimmti uppaldi leikmaður KFR til að spila fyrir A-landslið Íslands. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Breiðablik mætir franska stórliðinu PSG á Kópavogsvelli klukkan 19 í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að íslensku bikarmeistararnir munu fá góðan stuðning því nánast er orðið uppselt á leikinn á tix.is. Vefmiðillinn vinsæli Goal.com fjallar um Breiðablik í aðdraganda leiksins og á meðal viðmælenda er Úlfar sem er sannfærður um að það reynist dýrmætt að ungir krakkar fái að sjá stórleiki. „Þetta mun hjálpa landsliðinu eftir tíu ár því þá fáum við að sjá leikmenn sem hafa eignast fyrirmyndir í Meistaradeildinni. Svona lagað hefur gerst áður,“ sagði Úlfar og rifjaði því til stuðnings upp þegar fjórar stelpur úr Knattspyrnufélagi Rangæinga mættu á æfingu hjá honum í U17-landsliðinu. Boltasækjararnir komust í landsliðið „Árið 2012 valdi ég fjórar stelpur [í U17-landsliðið] úr þremur ólíkum félögum, en þegar ég fór að tala við þær kom í ljós að þær voru allar frá sama 800 manna bænum á suðurlandi,“ sagði Úlfur og átti þar við Hvolsvöll. „Það er ótrúlegt. Þær voru allar saman í bekk,“ bætti Úlfar við. Stelpurnar sem um ræðir eru þær Hrafnhildur Hauksdóttir, Katrín Rúnarsdóttir, Bergrún Linda Björgvinsdóttir og Sabrína Lind Adolfsdóttir, allar fæddar 1996. „Það sem hafði líklega mest áhrif fyrir þær var að það voru spilaðir U17-landsleikir í bænum þeirra á sínum tíma. Hverjar voru boltasækjarar á leikjunum? Þú áttir kollgátuna,“ sagði Úlfar við Goal.com. KFR átti fjóra fulltrúa í U17-landsliðinu árið 2012 sem allar voru saman í bekk í Hvolsskóla. Þær voru boltasækjarar á leikjum Þýskalands og Noregs, og Þýskalands og Íslands, á Opna Norðurlandamóti U17 árið 2008.hvolsvollur.is Opna Norðurlandamótið hjá U17-landsliðum kvenna fór nefnilega að hluta til fram á Hvolsvelli sumarið 2008 þar sem Þýskaland og Noregur mættust sem og Þýskaland og Ísland. Samtals spiluðu boltasækjararnir fjórir 51 leik fyrir yngri landslið Íslands. Hrafnhildur var sú eina af þeim sem endaði á að spila fyrir A-landsliðið en hún lék fjóra leiki fyrir það. Núverandi A-landsliðskonan Karitas Tómasdóttir, einnig úr KFR, er svo ári eldri en hinar fjórar fyrrnefndu. Karitas, sem spilar með Blikum gegn PSG í kvöld, varð fyrr á þessu ári fimmti uppaldi leikmaður KFR til að spila fyrir A-landslið Íslands.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira