Jonna finnst fyndið að hans liði sé bara spáð fjórða sæti: Með miklu betra lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 16:31 Daniela Wallen er að fara að spila sitt þriðja tímabil í röð með Keflavíkurliðinu. Vísir/Bára Dröfn Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir Subway-deild kvenna í körfubolta sem fer af stað í kvöld. Keflavíkurkonur hafa misst öfluga leikmenn undanfarin ár og það hélt áfram í sumar. Þjálfari liðsins er þó hvergi banginn eins og sást í viðtali sem Kjartan Atli Kjartansson tók við hann. Kvennaliði Keflavíkur var spáð fjórða sæti í deildinni á eftir Haukum, Val og Fjölni en Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, skilur ekkert í þeirri spá. „Mér ótrúlega fyndið að okkur skuli vera spáð fjórða sæti því við erum miklu betri en það,“ sagði Jonni í samtali við Kjartan Atla Kjartansson, umsjónarmann Körfuboltakvölds. Kjartan sýndi viðtalið í upphafi umræðum um Keflavíkurkonur í vetur. „Ég spáði mér í fyrsta sætið og það var eina atkvæðið í sæti númer eitt,“ sagði Jón Halldór hlæjandi. „Hópurinn er betri en í fyrra. Þær eru ári þroskaðri en þær voru þá og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Jón sem heldur áfram hinum frábæra bandaríska leikmanni Daniela Wallen sem var með 25,2 stig og 16,2 fráköst í leik í fyrra. „Hún er stórkostleg í körfu og hún er í töluvert betra formi núna en hún var síðasta vetur. Nú erum við komin með „backup“ fyrir hana og ætti því að fá að njóta sín enn betur en hún gerði. Hún þarf ekki að vera með boltann í höndunum 95 prósent af tímanum eins og hún var oft á tíðum í fyrra,“ sagði Jón. „Við erum ótrúlega bjartsýnir og það er frábært að vera áfram með hana því þetta er þriðja tímabilið sem hún spilar með okkur. Ég er ótrúlega sáttur,“ sagði Jón en er þá verið að vanmeta Keflavíkurliðið í upphafi móts? „Sem betur fer,“ sagði Jón Halldór brosandi. Það má heyra umræðuna um Keflavíkurliðið í Körfuboltakvöldi hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavíkurliðið og viðbrögð þjálfarans við spánni Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Kvennaliði Keflavíkur var spáð fjórða sæti í deildinni á eftir Haukum, Val og Fjölni en Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, skilur ekkert í þeirri spá. „Mér ótrúlega fyndið að okkur skuli vera spáð fjórða sæti því við erum miklu betri en það,“ sagði Jonni í samtali við Kjartan Atla Kjartansson, umsjónarmann Körfuboltakvölds. Kjartan sýndi viðtalið í upphafi umræðum um Keflavíkurkonur í vetur. „Ég spáði mér í fyrsta sætið og það var eina atkvæðið í sæti númer eitt,“ sagði Jón Halldór hlæjandi. „Hópurinn er betri en í fyrra. Þær eru ári þroskaðri en þær voru þá og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Jón sem heldur áfram hinum frábæra bandaríska leikmanni Daniela Wallen sem var með 25,2 stig og 16,2 fráköst í leik í fyrra. „Hún er stórkostleg í körfu og hún er í töluvert betra formi núna en hún var síðasta vetur. Nú erum við komin með „backup“ fyrir hana og ætti því að fá að njóta sín enn betur en hún gerði. Hún þarf ekki að vera með boltann í höndunum 95 prósent af tímanum eins og hún var oft á tíðum í fyrra,“ sagði Jón. „Við erum ótrúlega bjartsýnir og það er frábært að vera áfram með hana því þetta er þriðja tímabilið sem hún spilar með okkur. Ég er ótrúlega sáttur,“ sagði Jón en er þá verið að vanmeta Keflavíkurliðið í upphafi móts? „Sem betur fer,“ sagði Jón Halldór brosandi. Það má heyra umræðuna um Keflavíkurliðið í Körfuboltakvöldi hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavíkurliðið og viðbrögð þjálfarans við spánni Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira