Eftirlitsvélmenni á götum Singapúr: „Þetta minnir á Robocop“ Þorgils Jónsson skrifar 6. október 2021 12:02 Vélmennin sem yfirvöld í Singapúr sendu út á götur borgarinnar fyrir skemmstu vöktu nokkurn óhug. Sumum þykir þau minna óþyrmilega á kvikmyndirnar um Robocop. Nýjasta útspil yfirvalda í Singapúr til að tryggja löghlýðni og prúðmennsku á götum borgarinnar eru sjálfstýrð vélmenni sem aka um og áminna fólk sem sýnir af sér „óæskilega“ hegðun. Þar á meðal má telja meinta ósiði líkt og að hrækja á götuna, reykingar utan skilgreindra reykingasvæða, óvandaðan viðskilnað við reiðhjól og brot á sóttvarnarreglum um nálægð milli fólks. Um var að ræða tilraunaverkefni, en notkun vélmennanna, sem kallast Xavier, bætti enn í áhyggjur borgarbúa af yfirgripsmiklum og alltumlykjandi eftirlitsaðgerðum yfirvalda gegn íbúum sem telja um 5,5 milljónir. Í frétt Guardian segir að um 90 þúsund eftirlitsmyndavélar séu staðsettar víða um borgina auk þess sem gerðar hafi verið tilraunir með ljósastaura sem búnir eru andlitsauðkennisbúnaði til að bera kennsl á einstaklinga. Þá hafi borgarar lítið um það að segja hvernig farið er með persónugreinanleg gögn þeirra, til dæmis þau sem falla til vegna Covid-smitrakningar. Sagt er frá öðru af tveimur Xavier vélmennunum sem rúllaði upp að hópi eldri borgara sem var að fylgjast með skákviðureign utandyra, beindi að þeim myndavél og kallaði hátt og snjallt með sinni róbotaröddu: „Haldið meters fjarlægð. Ekki vera fleiri en fimm saman í hóp.“ Þá er haft eftir Frannie Teo, vegfaranda sem gekk fram á vélmenni í verslunarmiðstöð, að þau veki upp óþægilegar skírskotanir til dystópískrar framtíðarsýnar: „Þetta minnir á Robocop.“ Réttindafrömuðurinn Lee Yi Ting sagði að vélmennin væru enn ein lausnin sem yfirvöld notuðu til að hafa taumhald á þegnum sínum. „Þetta byggir allt undir þá tilfinningu að fólk þurfi að gæta að orðum sínum og gjörðum í Singapúr, langt umfram það sem viðgengst í öðrum löndum.“ Yfirvöld í Singapúr verja hins vegar þessar aðgerðir og bera fyrir sig manneklu. Vélmennin gætu vegið upp á móti skorti á lögreglufólki á götum borgarinnar. Singapúr Mannréttindi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Þar á meðal má telja meinta ósiði líkt og að hrækja á götuna, reykingar utan skilgreindra reykingasvæða, óvandaðan viðskilnað við reiðhjól og brot á sóttvarnarreglum um nálægð milli fólks. Um var að ræða tilraunaverkefni, en notkun vélmennanna, sem kallast Xavier, bætti enn í áhyggjur borgarbúa af yfirgripsmiklum og alltumlykjandi eftirlitsaðgerðum yfirvalda gegn íbúum sem telja um 5,5 milljónir. Í frétt Guardian segir að um 90 þúsund eftirlitsmyndavélar séu staðsettar víða um borgina auk þess sem gerðar hafi verið tilraunir með ljósastaura sem búnir eru andlitsauðkennisbúnaði til að bera kennsl á einstaklinga. Þá hafi borgarar lítið um það að segja hvernig farið er með persónugreinanleg gögn þeirra, til dæmis þau sem falla til vegna Covid-smitrakningar. Sagt er frá öðru af tveimur Xavier vélmennunum sem rúllaði upp að hópi eldri borgara sem var að fylgjast með skákviðureign utandyra, beindi að þeim myndavél og kallaði hátt og snjallt með sinni róbotaröddu: „Haldið meters fjarlægð. Ekki vera fleiri en fimm saman í hóp.“ Þá er haft eftir Frannie Teo, vegfaranda sem gekk fram á vélmenni í verslunarmiðstöð, að þau veki upp óþægilegar skírskotanir til dystópískrar framtíðarsýnar: „Þetta minnir á Robocop.“ Réttindafrömuðurinn Lee Yi Ting sagði að vélmennin væru enn ein lausnin sem yfirvöld notuðu til að hafa taumhald á þegnum sínum. „Þetta byggir allt undir þá tilfinningu að fólk þurfi að gæta að orðum sínum og gjörðum í Singapúr, langt umfram það sem viðgengst í öðrum löndum.“ Yfirvöld í Singapúr verja hins vegar þessar aðgerðir og bera fyrir sig manneklu. Vélmennin gætu vegið upp á móti skorti á lögreglufólki á götum borgarinnar.
Singapúr Mannréttindi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira