Aðeins fjórir þurft að leggjast inn eftir milljón ferðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2021 15:24 Hjalti Már Björnsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Vísir/baldur Fjórir hafa þurft að leggjast inn á Landspítala eftir slys á rafhlaupahjóli en almennt eru slys á slíkum fararskjótum ekki alvarleg. Yfirlæknir bráðamóttöku bendir á að fá slys verði á rafhlaupahjólum miðað við hversu margar ferðir eru farnar á þeim. 245 leituðu á bráðamóttöku Landspítala vegna rafhlaupahjólaslysa í júní, júlí og ágúst, sem er talsverð aukning miðað við sama tímabil í fyrra þegar 149 leituðu á bráðamóttökuna. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði frá bráðamóttökunni sem birt var í dag. „Mér finnst rétt að skoða það í samhengi við að það hefur orðið gríðarleg aukning í notkun á rafskútum. Þannig höfum við upplýsingar um það frá borgaryfirvöldum að skráðar ferðir hjá rafskútuleigum hafi verið tæplega 700 þúsund á höfuðborgarsvæðinu og við vitum að það er líka mikill fjöldi í einkaeigu,“ segir Hjalti Már Bjarnason, yfrlæknir á bráðamóttöku Landspítala. „Þannig að varlega áætlað getum við sagt að það séu væntanlega hátt í milljón ferðir á rafskútum í sumar. Þó að öll slys séu eitthvað sem við viljum forðast þá eru 245 slys í samhengi við gríðarlegan fjölda ferða hugsanlega ekki mjög hátt.“ Wind er ein nokkurra rafhlaupahjólaleiga á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/vilhelm Sumarið 2020 hafi 40 prósent fullorðinna sem leituðu á bráðamóttöku vegna rafskútuslysa verið undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa. „Við sjáum það núna í sumar að fjölgunin er fyrst og fremst að verða um helgar og einkum í kringum miðnætti, og það er mjög sterk vísbending um að áfengi eigi stóran þátt í þessum slysum,“ segir Hjalti. Almennt séu slysin ekki alvarleg. „Það voru fjórir einstaklingar sem þurftu að leggjast inn á spítalann og því miður hafa orðið alvarleg slys út af notkun á rafskútum en í flestum tilfellum eru þetta áverkar sem teljast minniháttar í heilbrigðiskerfinu en geta að sjálfsögðu haft talsverðar afleiðingar fyrir þann sem fyrir slysinu verður,“ segir Hjalti. Sökum þess hversu fáir hafi hlotið alvarlega áverka eftir rafskútuslys geti hann ekki farið út í það í smáatriðum hvernig alvarlegustu tilfellin lýsi sér. „Það má segja að algengast séu beinbrot og það er ekki óalgengt að fólk hljóti andlitsáverka við að detta á andlitið á þessum farartækjum.“ Niðurstöðurnar eftir sumarið komi ekki á óvart. Þær sýni hversu slæm hugmynd það sé að ferðast ölvaður á rafskútu og að fræða eigi betur um hættur sem af því stafa. „Ég held það ætti líka að skoða leiðir eins og að efla næturstrætó eða almenningssamgöngur á næturnar til að fækka þeim sem kjósa þennan fararmáta undir áhrifum áfengis. En síðan finnst mér líka áberandi að fólk er að detta í fyrsta sinn sem þeir prófa þetta,“ segir Hjalti. „Aðalmálið er að vera ekki fullur og fimmtugur á föstudagskvöldi að prófa þetta í fyrsta skipti. Það endar oft ekki vel.“ Rafhlaupahjól Heilbrigðismál Samgönguslys Landspítalinn Tengdar fréttir Segja að ekki eigi að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis 245 einstaklingar leituðu á bráðamóttöku Landspítala vegna rafhlaupahjólaslysa í júní, júlí og ágúst. Sama tímabil í fyrra var fjöldinn 149. Meðalfjöldi þeirra sem þurfti að leita á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjóla fór úr 1,6 sumarið 2020 í 2,7 nú í sumar. 6. október 2021 13:37 Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. 5. október 2021 17:43 Að kaupa rafmagnshjól ein besta ákvörðun sem hann hefur tekið Námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl segir það hafa verið eina bestu ákvörðun sem hann hafi tekið að losa sig við bílinn og fjárfesta í rafmagnshjóli, sem hann hefur nú farið nær allra sinna ferða á í tvö ár. Bíllausi dagurinn er haldinn í dag og höfuðborgarbúum býðst frítt í Strætó. 22. september 2021 12:57 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
245 leituðu á bráðamóttöku Landspítala vegna rafhlaupahjólaslysa í júní, júlí og ágúst, sem er talsverð aukning miðað við sama tímabil í fyrra þegar 149 leituðu á bráðamóttökuna. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði frá bráðamóttökunni sem birt var í dag. „Mér finnst rétt að skoða það í samhengi við að það hefur orðið gríðarleg aukning í notkun á rafskútum. Þannig höfum við upplýsingar um það frá borgaryfirvöldum að skráðar ferðir hjá rafskútuleigum hafi verið tæplega 700 þúsund á höfuðborgarsvæðinu og við vitum að það er líka mikill fjöldi í einkaeigu,“ segir Hjalti Már Bjarnason, yfrlæknir á bráðamóttöku Landspítala. „Þannig að varlega áætlað getum við sagt að það séu væntanlega hátt í milljón ferðir á rafskútum í sumar. Þó að öll slys séu eitthvað sem við viljum forðast þá eru 245 slys í samhengi við gríðarlegan fjölda ferða hugsanlega ekki mjög hátt.“ Wind er ein nokkurra rafhlaupahjólaleiga á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/vilhelm Sumarið 2020 hafi 40 prósent fullorðinna sem leituðu á bráðamóttöku vegna rafskútuslysa verið undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa. „Við sjáum það núna í sumar að fjölgunin er fyrst og fremst að verða um helgar og einkum í kringum miðnætti, og það er mjög sterk vísbending um að áfengi eigi stóran þátt í þessum slysum,“ segir Hjalti. Almennt séu slysin ekki alvarleg. „Það voru fjórir einstaklingar sem þurftu að leggjast inn á spítalann og því miður hafa orðið alvarleg slys út af notkun á rafskútum en í flestum tilfellum eru þetta áverkar sem teljast minniháttar í heilbrigðiskerfinu en geta að sjálfsögðu haft talsverðar afleiðingar fyrir þann sem fyrir slysinu verður,“ segir Hjalti. Sökum þess hversu fáir hafi hlotið alvarlega áverka eftir rafskútuslys geti hann ekki farið út í það í smáatriðum hvernig alvarlegustu tilfellin lýsi sér. „Það má segja að algengast séu beinbrot og það er ekki óalgengt að fólk hljóti andlitsáverka við að detta á andlitið á þessum farartækjum.“ Niðurstöðurnar eftir sumarið komi ekki á óvart. Þær sýni hversu slæm hugmynd það sé að ferðast ölvaður á rafskútu og að fræða eigi betur um hættur sem af því stafa. „Ég held það ætti líka að skoða leiðir eins og að efla næturstrætó eða almenningssamgöngur á næturnar til að fækka þeim sem kjósa þennan fararmáta undir áhrifum áfengis. En síðan finnst mér líka áberandi að fólk er að detta í fyrsta sinn sem þeir prófa þetta,“ segir Hjalti. „Aðalmálið er að vera ekki fullur og fimmtugur á föstudagskvöldi að prófa þetta í fyrsta skipti. Það endar oft ekki vel.“
Rafhlaupahjól Heilbrigðismál Samgönguslys Landspítalinn Tengdar fréttir Segja að ekki eigi að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis 245 einstaklingar leituðu á bráðamóttöku Landspítala vegna rafhlaupahjólaslysa í júní, júlí og ágúst. Sama tímabil í fyrra var fjöldinn 149. Meðalfjöldi þeirra sem þurfti að leita á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjóla fór úr 1,6 sumarið 2020 í 2,7 nú í sumar. 6. október 2021 13:37 Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. 5. október 2021 17:43 Að kaupa rafmagnshjól ein besta ákvörðun sem hann hefur tekið Námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl segir það hafa verið eina bestu ákvörðun sem hann hafi tekið að losa sig við bílinn og fjárfesta í rafmagnshjóli, sem hann hefur nú farið nær allra sinna ferða á í tvö ár. Bíllausi dagurinn er haldinn í dag og höfuðborgarbúum býðst frítt í Strætó. 22. september 2021 12:57 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Segja að ekki eigi að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis 245 einstaklingar leituðu á bráðamóttöku Landspítala vegna rafhlaupahjólaslysa í júní, júlí og ágúst. Sama tímabil í fyrra var fjöldinn 149. Meðalfjöldi þeirra sem þurfti að leita á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjóla fór úr 1,6 sumarið 2020 í 2,7 nú í sumar. 6. október 2021 13:37
Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. 5. október 2021 17:43
Að kaupa rafmagnshjól ein besta ákvörðun sem hann hefur tekið Námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl segir það hafa verið eina bestu ákvörðun sem hann hafi tekið að losa sig við bílinn og fjárfesta í rafmagnshjóli, sem hann hefur nú farið nær allra sinna ferða á í tvö ár. Bíllausi dagurinn er haldinn í dag og höfuðborgarbúum býðst frítt í Strætó. 22. september 2021 12:57
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent