Kennarinn er sérfræðingur Magnús Þór Jónsson skrifar 7. október 2021 12:00 Framundan eru formannskosningar í Kennarasambandi Íslands en þar er undir svo sannarlega stórt og mikilvægt hlutverk fyrir íslenskt samfélag! Kennarar er stétt sérfræðinga sem daglega vinna með tugþúsundum einstaklinga á skólastigunum þremur í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins og innan tónlistarskólanna. Kennarastarfið er sérfræðistarf á sviði uppeldis- og kennslufræða, starf þar sem viðkomandi einstaklingar hafa aflað sér þekkingar um það viðfangsefni og síðan öðlast reynslu til að koma þeirri þekkingu áfram til skjólstæðinga sinna sem munu jú stýra nútíð sem framtíð. Það að leiða hóp sérfræðinga krefst reynslu og það er afar mikilvægt að næsti formaður KÍ treysti sér í það verkefni að leiða á þann hátt að kennarar meti sig sem sérfræðingar í verkum sínum og mat samfélagsins alls spegli það. Skiptir þá engu hvaða sérfræðiþekkingar sem er krafist á mismunandi aldursstigum og til ólíkra verkefna. Íslenskt samfélag hefur á liðnum árum tekið stór skref í átt til þess að meta kennarastarfið sem sérfræðistarf en viðfangsefni formanns til næstu ára verður að sjá til þess að sérfræðihugtakið verði samfélaginu enn sýnilegra. Það að vera sérfræðingur krefst metnaðar og hugsjónar í senn þar sem verkefnin eru mörg. Eitt af því sem mikilvægt er í því ferli er að við kennarar rýnum reglulega í okkar störf, sækjum okkur stöðugt meiri þekkingu og miðlum henni áfram okkar á milli. Þannig styrkjum við þá ímynd um leið og við eflumst sem framlínufólk íslensks samfélags. Þá vinnu á formaður KÍ að leiða áfram, mig langar það mjög og tel minn starfsferil, mína færni og mína reynslu til þess fallna að gera það næstu fjögur árin. Á undanförnum árum hafa náðst margir áfangar innan aðildarfélaga KÍ þegar kemur að launa- og starfskjaramálum og er það vel. Öflug samningateymi aðildarfélaganna leiða það starf áfram líkt og skipulag Kennarasamband Íslands segir til um en að sjálfsögðu er formaður sambandsins þeirra sterkasti stuðningsmaður ef til þarf að koma, þar geta félögin sótt í langa reynslu mína úr starfi í samningamálum. Starfsánægja ræðst þó ekki einungis af útborguðum launum um hver mánaðamót. Þar skiptir máli að búa kennurum starfsaðstæður sem þeim líður vel í. Það er staðreynd að líðan er stærsta breyta í námi nemenda okkar og til að sú líðan verði góð þarf kennaranum sem leiðir það verkefni að líða vel. Þar er einfalt að benda á ótal þætti sem horfa þarf til. Ég nefni sem dæmi hópastærðir undir stjórn kennarans, húsnæði og aðbúnað, námsefni og kennslutæki en ekki síður það andrúmsloft sem ríkir í samfélagi hvers skóla. Aðstæður íslenskra skóla eru ótrúlega ólíkar. Það er þekkt staðreynd að við heyrum undir tvo vinnuveitendur. Annars vegar íslenska ríkið sem alfarið sér um umgjörð náms á öllum skólastigum með lögum og reglugerðum og er rekstraraðili framhaldsskólans og svo hins vegar sveitarfélögin sem reka leik-, grunn- og tónlistarskólana. Við greinum líka ólíka umgjörð mismunandi sveitarfélaga eða nærsamfélaga hverrar stofnunar. Öllu máli skiptir að fyrsta spurning allra skóla landsins sé hvernig starfsmönnum þeirra líði í störfum sínum. Áður er sagt að það er sjálfgefið að okkur ber að horfa til þess hjá nemendum okkar en við verðum líka að spyrja þessarar spurningar reglulega þegar kemur að kennurunum okkar og vera fullviss um það að lærdómssamfélag þeirra sé sameign kennara, stjórnenda og nærsamfélagsins. Ég hef fengið að vera hluti af mörgum slíkum lærdómssamfélögum á mínum starfsferli og mun beita mér fyrir því sem næsti formaður KÍ að líðan verði lykilhugtak í allri umræðu um íslensk skólamál. Líðan er lykill að ánægjuríku starfi skólakerfisins. Ég hlakka til næstu vikna og el þá von í brjósti að í kjölfar uppbyggilegrar baráttu um þann heiður sem fylgir embætti formanns KÍ hafi ég fengið það verkefni að leiða kennarastéttina á Íslandi til næstu áfanga á öflugri leið! Höfundur er skólastjóri Seljaskóla og býður sig fram til formannsembættis Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Félagasamtök Magnús Þór Jónsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Framundan eru formannskosningar í Kennarasambandi Íslands en þar er undir svo sannarlega stórt og mikilvægt hlutverk fyrir íslenskt samfélag! Kennarar er stétt sérfræðinga sem daglega vinna með tugþúsundum einstaklinga á skólastigunum þremur í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins og innan tónlistarskólanna. Kennarastarfið er sérfræðistarf á sviði uppeldis- og kennslufræða, starf þar sem viðkomandi einstaklingar hafa aflað sér þekkingar um það viðfangsefni og síðan öðlast reynslu til að koma þeirri þekkingu áfram til skjólstæðinga sinna sem munu jú stýra nútíð sem framtíð. Það að leiða hóp sérfræðinga krefst reynslu og það er afar mikilvægt að næsti formaður KÍ treysti sér í það verkefni að leiða á þann hátt að kennarar meti sig sem sérfræðingar í verkum sínum og mat samfélagsins alls spegli það. Skiptir þá engu hvaða sérfræðiþekkingar sem er krafist á mismunandi aldursstigum og til ólíkra verkefna. Íslenskt samfélag hefur á liðnum árum tekið stór skref í átt til þess að meta kennarastarfið sem sérfræðistarf en viðfangsefni formanns til næstu ára verður að sjá til þess að sérfræðihugtakið verði samfélaginu enn sýnilegra. Það að vera sérfræðingur krefst metnaðar og hugsjónar í senn þar sem verkefnin eru mörg. Eitt af því sem mikilvægt er í því ferli er að við kennarar rýnum reglulega í okkar störf, sækjum okkur stöðugt meiri þekkingu og miðlum henni áfram okkar á milli. Þannig styrkjum við þá ímynd um leið og við eflumst sem framlínufólk íslensks samfélags. Þá vinnu á formaður KÍ að leiða áfram, mig langar það mjög og tel minn starfsferil, mína færni og mína reynslu til þess fallna að gera það næstu fjögur árin. Á undanförnum árum hafa náðst margir áfangar innan aðildarfélaga KÍ þegar kemur að launa- og starfskjaramálum og er það vel. Öflug samningateymi aðildarfélaganna leiða það starf áfram líkt og skipulag Kennarasamband Íslands segir til um en að sjálfsögðu er formaður sambandsins þeirra sterkasti stuðningsmaður ef til þarf að koma, þar geta félögin sótt í langa reynslu mína úr starfi í samningamálum. Starfsánægja ræðst þó ekki einungis af útborguðum launum um hver mánaðamót. Þar skiptir máli að búa kennurum starfsaðstæður sem þeim líður vel í. Það er staðreynd að líðan er stærsta breyta í námi nemenda okkar og til að sú líðan verði góð þarf kennaranum sem leiðir það verkefni að líða vel. Þar er einfalt að benda á ótal þætti sem horfa þarf til. Ég nefni sem dæmi hópastærðir undir stjórn kennarans, húsnæði og aðbúnað, námsefni og kennslutæki en ekki síður það andrúmsloft sem ríkir í samfélagi hvers skóla. Aðstæður íslenskra skóla eru ótrúlega ólíkar. Það er þekkt staðreynd að við heyrum undir tvo vinnuveitendur. Annars vegar íslenska ríkið sem alfarið sér um umgjörð náms á öllum skólastigum með lögum og reglugerðum og er rekstraraðili framhaldsskólans og svo hins vegar sveitarfélögin sem reka leik-, grunn- og tónlistarskólana. Við greinum líka ólíka umgjörð mismunandi sveitarfélaga eða nærsamfélaga hverrar stofnunar. Öllu máli skiptir að fyrsta spurning allra skóla landsins sé hvernig starfsmönnum þeirra líði í störfum sínum. Áður er sagt að það er sjálfgefið að okkur ber að horfa til þess hjá nemendum okkar en við verðum líka að spyrja þessarar spurningar reglulega þegar kemur að kennurunum okkar og vera fullviss um það að lærdómssamfélag þeirra sé sameign kennara, stjórnenda og nærsamfélagsins. Ég hef fengið að vera hluti af mörgum slíkum lærdómssamfélögum á mínum starfsferli og mun beita mér fyrir því sem næsti formaður KÍ að líðan verði lykilhugtak í allri umræðu um íslensk skólamál. Líðan er lykill að ánægjuríku starfi skólakerfisins. Ég hlakka til næstu vikna og el þá von í brjósti að í kjölfar uppbyggilegrar baráttu um þann heiður sem fylgir embætti formanns KÍ hafi ég fengið það verkefni að leiða kennarastéttina á Íslandi til næstu áfanga á öflugri leið! Höfundur er skólastjóri Seljaskóla og býður sig fram til formannsembættis Kennarasambands Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun