Tvö af þeim bestu í heimi fá tækifæri til að bæta fyrir vonbrigðin á EM í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2021 15:01 Samuel Umtiti fagnar sigurmarki Frakka á móti Belgíu í undanúrslitum HM 2018. Getty/Stefan Matzke Efsta lið heimslistans mætir heimsmeisturunum í seinni undanúrslitaleik Þjóðadeildarinnar í kvöld og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Spánverjum á sunnudaginn. Úrslitavika Þjóðadeildarinnar hófst í gær með því að hið unga lið Spánverja varð fyrsta landsliðið í þrjú ár til að vinna Evrópumeistara Ítala. Gestgjafarnir eru því úr leik í keppninni en spila um þriðja sætið á sunnudaginn. Belgía og Frakkland mætast í kvöld á heimavelli Juventus og ætla sér bæði að bæta fyrir vonbrigðin á EM í sumar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Nations League semi-final: Belgium v France Their first meeting since the World Cup in 2018 pic.twitter.com/4vJ9qbe5CO— Goal (@goal) October 7, 2021 Árið 2021 hefur ekki verið gott ár fyrir þessi frábæru knattspyrnulandslið og það sem ræður því er dapurt gengi, á þeirra mælikvarða, á Evrópumótinu í júní og júlí. Belgar duttu þar út á móti verðandi meisturum Ítala í átta liða úrslitunum en Frakkar komust ekki í gegnum Svisslendinga í sextán liða úrslitunum. Belgarnir eru því enn að bíða eftir fyrsta titli sínum en gullkynslóðin er að eldast og tíminn því að renna frá leikmönnum hennar. Frakkar mættu aftur á móti á Evrópumótið í sumar sem ríkjandi heimsmeistarar og því var tapið á móti Sviss ein allra óvæntustu úrslit mótsins. Liðin eru bæði meðal fjögurra efstu á heimslistanum og án efa tvö af bestu knattspyrnulandsliðum heims í langan tíma. Tonight at 20:45 CET in Turin... Who'll book their place in the final? #UNLFixtures | @bookingcom— UEFA Nations League (@EURO2024) October 7, 2021 Nú fá þau því tækifæri til að eyða út leiðinlegum minningum sumarsins 2021 með því að vinna Þjóðadeildina í fyrsta sinn. Frakkar hafa líka hikstað eftir Evrópumótið þrátt fyrir að þeir séu þó enn í efsta sæti riðilsins. Í síðasta glugga gerði liðið jafntefli á móti Bosníu og Úkraínu en náð að vinna Finnland á heimavelli. Belgar eru aftur á móti á toppi síns riðils í undankeppni EM með meira en tvöfalt fleiri stig en næsta þjóð í riðlinum. Belgar unnu alla þrjá leiki sína í septemberglugganum. Það sem meira er að þetta verður fyrsta viðureign Belga og Frakka síðan að Frakkland vann undanúrslitaleik þeirra á HM í Rússlandi 2018 á leið sinni að heimsmeistaratitlinum. Nú standa Frakkar aftur í vegi fyrir því að Belgarnir komist í úrslitaleik. Leikur Belgíu og Frakklands hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira
Úrslitavika Þjóðadeildarinnar hófst í gær með því að hið unga lið Spánverja varð fyrsta landsliðið í þrjú ár til að vinna Evrópumeistara Ítala. Gestgjafarnir eru því úr leik í keppninni en spila um þriðja sætið á sunnudaginn. Belgía og Frakkland mætast í kvöld á heimavelli Juventus og ætla sér bæði að bæta fyrir vonbrigðin á EM í sumar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Nations League semi-final: Belgium v France Their first meeting since the World Cup in 2018 pic.twitter.com/4vJ9qbe5CO— Goal (@goal) October 7, 2021 Árið 2021 hefur ekki verið gott ár fyrir þessi frábæru knattspyrnulandslið og það sem ræður því er dapurt gengi, á þeirra mælikvarða, á Evrópumótinu í júní og júlí. Belgar duttu þar út á móti verðandi meisturum Ítala í átta liða úrslitunum en Frakkar komust ekki í gegnum Svisslendinga í sextán liða úrslitunum. Belgarnir eru því enn að bíða eftir fyrsta titli sínum en gullkynslóðin er að eldast og tíminn því að renna frá leikmönnum hennar. Frakkar mættu aftur á móti á Evrópumótið í sumar sem ríkjandi heimsmeistarar og því var tapið á móti Sviss ein allra óvæntustu úrslit mótsins. Liðin eru bæði meðal fjögurra efstu á heimslistanum og án efa tvö af bestu knattspyrnulandsliðum heims í langan tíma. Tonight at 20:45 CET in Turin... Who'll book their place in the final? #UNLFixtures | @bookingcom— UEFA Nations League (@EURO2024) October 7, 2021 Nú fá þau því tækifæri til að eyða út leiðinlegum minningum sumarsins 2021 með því að vinna Þjóðadeildina í fyrsta sinn. Frakkar hafa líka hikstað eftir Evrópumótið þrátt fyrir að þeir séu þó enn í efsta sæti riðilsins. Í síðasta glugga gerði liðið jafntefli á móti Bosníu og Úkraínu en náð að vinna Finnland á heimavelli. Belgar eru aftur á móti á toppi síns riðils í undankeppni EM með meira en tvöfalt fleiri stig en næsta þjóð í riðlinum. Belgar unnu alla þrjá leiki sína í septemberglugganum. Það sem meira er að þetta verður fyrsta viðureign Belga og Frakka síðan að Frakkland vann undanúrslitaleik þeirra á HM í Rússlandi 2018 á leið sinni að heimsmeistaratitlinum. Nú standa Frakkar aftur í vegi fyrir því að Belgarnir komist í úrslitaleik. Leikur Belgíu og Frakklands hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira