Tvö af þeim bestu í heimi fá tækifæri til að bæta fyrir vonbrigðin á EM í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2021 15:01 Samuel Umtiti fagnar sigurmarki Frakka á móti Belgíu í undanúrslitum HM 2018. Getty/Stefan Matzke Efsta lið heimslistans mætir heimsmeisturunum í seinni undanúrslitaleik Þjóðadeildarinnar í kvöld og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Spánverjum á sunnudaginn. Úrslitavika Þjóðadeildarinnar hófst í gær með því að hið unga lið Spánverja varð fyrsta landsliðið í þrjú ár til að vinna Evrópumeistara Ítala. Gestgjafarnir eru því úr leik í keppninni en spila um þriðja sætið á sunnudaginn. Belgía og Frakkland mætast í kvöld á heimavelli Juventus og ætla sér bæði að bæta fyrir vonbrigðin á EM í sumar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Nations League semi-final: Belgium v France Their first meeting since the World Cup in 2018 pic.twitter.com/4vJ9qbe5CO— Goal (@goal) October 7, 2021 Árið 2021 hefur ekki verið gott ár fyrir þessi frábæru knattspyrnulandslið og það sem ræður því er dapurt gengi, á þeirra mælikvarða, á Evrópumótinu í júní og júlí. Belgar duttu þar út á móti verðandi meisturum Ítala í átta liða úrslitunum en Frakkar komust ekki í gegnum Svisslendinga í sextán liða úrslitunum. Belgarnir eru því enn að bíða eftir fyrsta titli sínum en gullkynslóðin er að eldast og tíminn því að renna frá leikmönnum hennar. Frakkar mættu aftur á móti á Evrópumótið í sumar sem ríkjandi heimsmeistarar og því var tapið á móti Sviss ein allra óvæntustu úrslit mótsins. Liðin eru bæði meðal fjögurra efstu á heimslistanum og án efa tvö af bestu knattspyrnulandsliðum heims í langan tíma. Tonight at 20:45 CET in Turin... Who'll book their place in the final? #UNLFixtures | @bookingcom— UEFA Nations League (@EURO2024) October 7, 2021 Nú fá þau því tækifæri til að eyða út leiðinlegum minningum sumarsins 2021 með því að vinna Þjóðadeildina í fyrsta sinn. Frakkar hafa líka hikstað eftir Evrópumótið þrátt fyrir að þeir séu þó enn í efsta sæti riðilsins. Í síðasta glugga gerði liðið jafntefli á móti Bosníu og Úkraínu en náð að vinna Finnland á heimavelli. Belgar eru aftur á móti á toppi síns riðils í undankeppni EM með meira en tvöfalt fleiri stig en næsta þjóð í riðlinum. Belgar unnu alla þrjá leiki sína í septemberglugganum. Það sem meira er að þetta verður fyrsta viðureign Belga og Frakka síðan að Frakkland vann undanúrslitaleik þeirra á HM í Rússlandi 2018 á leið sinni að heimsmeistaratitlinum. Nú standa Frakkar aftur í vegi fyrir því að Belgarnir komist í úrslitaleik. Leikur Belgíu og Frakklands hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Úrslitavika Þjóðadeildarinnar hófst í gær með því að hið unga lið Spánverja varð fyrsta landsliðið í þrjú ár til að vinna Evrópumeistara Ítala. Gestgjafarnir eru því úr leik í keppninni en spila um þriðja sætið á sunnudaginn. Belgía og Frakkland mætast í kvöld á heimavelli Juventus og ætla sér bæði að bæta fyrir vonbrigðin á EM í sumar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Nations League semi-final: Belgium v France Their first meeting since the World Cup in 2018 pic.twitter.com/4vJ9qbe5CO— Goal (@goal) October 7, 2021 Árið 2021 hefur ekki verið gott ár fyrir þessi frábæru knattspyrnulandslið og það sem ræður því er dapurt gengi, á þeirra mælikvarða, á Evrópumótinu í júní og júlí. Belgar duttu þar út á móti verðandi meisturum Ítala í átta liða úrslitunum en Frakkar komust ekki í gegnum Svisslendinga í sextán liða úrslitunum. Belgarnir eru því enn að bíða eftir fyrsta titli sínum en gullkynslóðin er að eldast og tíminn því að renna frá leikmönnum hennar. Frakkar mættu aftur á móti á Evrópumótið í sumar sem ríkjandi heimsmeistarar og því var tapið á móti Sviss ein allra óvæntustu úrslit mótsins. Liðin eru bæði meðal fjögurra efstu á heimslistanum og án efa tvö af bestu knattspyrnulandsliðum heims í langan tíma. Tonight at 20:45 CET in Turin... Who'll book their place in the final? #UNLFixtures | @bookingcom— UEFA Nations League (@EURO2024) October 7, 2021 Nú fá þau því tækifæri til að eyða út leiðinlegum minningum sumarsins 2021 með því að vinna Þjóðadeildina í fyrsta sinn. Frakkar hafa líka hikstað eftir Evrópumótið þrátt fyrir að þeir séu þó enn í efsta sæti riðilsins. Í síðasta glugga gerði liðið jafntefli á móti Bosníu og Úkraínu en náð að vinna Finnland á heimavelli. Belgar eru aftur á móti á toppi síns riðils í undankeppni EM með meira en tvöfalt fleiri stig en næsta þjóð í riðlinum. Belgar unnu alla þrjá leiki sína í septemberglugganum. Það sem meira er að þetta verður fyrsta viðureign Belga og Frakka síðan að Frakkland vann undanúrslitaleik þeirra á HM í Rússlandi 2018 á leið sinni að heimsmeistaratitlinum. Nú standa Frakkar aftur í vegi fyrir því að Belgarnir komist í úrslitaleik. Leikur Belgíu og Frakklands hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira