Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. október 2021 19:20 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóli Íslands. Vísir/Egill Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. Stúdentaráð Háskóla Íslands, sem hefur beitt sér mjög fyrir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa fékk formann Happdrættis Háskólans á fund með sér nú nýverið, þar sem hann lýsti því að lokun spilakassa myndi óhjákvæmilega leiða af sér skólagjöld, eða því sem nemur um 1,5 til 2 milljónum króna. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þessar hugmyndir ekki eiga við nein rök að styðjast. „Háskóli Íslands er opinber háskóli og hefur ekki leyfi til töku skólagjalda. Við höfum leyfi til að taka skrásetningargjöld að hámarki 75 þúsund krónur, en ég veit ekki hvaðan þessar hugmyndir koma,” segir Jón Atli. Að því sögðu standi ekki til að loka spilakössum. Fjármunir þeirra séu háskólanum mikilvægir og stuðli meðal annars að uppbyggingu innviða og viðhaldi. „Þetta er stórmál fyrir háskólann,” segir hann. Stendur háskólinn og fellur með fjármunum úr happdrættinu? „Ég myndi ekki segja það. Það er svolítið djúpt í árin tekið en þeir eru okkur gríðarlega mikilvægir.” Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir í skriflegu svari til fréttastofu að skólagjöld verði ekki hækkuð vegna málsins. Fram hafi komið að hún styðji auknar fjárveitingar til háskólans og að hún muni ekki leggjast gegn því að fundnar verði aðrar leiðir til að fjármagna háskólann. Aðspurður hvaða rök liggi þá að baki því að halda áfram rekstri, þegar stjórnvöld hyggist tryggja áframhaldandi fjárveitingar til skólans, segist Jón Atli þurfa að halda áfram samtali við stjórnvöld. „Við höfum ekki tekið þetta samtal, ég og menntamálaráðherra. Núna þegar nýtt kjörtímabil er hafið þá þurfum við bara að fara yfir þetta mál en ég vil ítreka að fjármögnunin er gríðarlega mikilvæg.” Fjárhættuspil Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Segir aðkomu HÍ að rekstri spilakassa á ábyrgð stjórnvalda og skólans Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa. Forseti Stúdentaráðs segir vandann aðallega felast í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa. 12. maí 2021 16:12 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands, sem hefur beitt sér mjög fyrir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa fékk formann Happdrættis Háskólans á fund með sér nú nýverið, þar sem hann lýsti því að lokun spilakassa myndi óhjákvæmilega leiða af sér skólagjöld, eða því sem nemur um 1,5 til 2 milljónum króna. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þessar hugmyndir ekki eiga við nein rök að styðjast. „Háskóli Íslands er opinber háskóli og hefur ekki leyfi til töku skólagjalda. Við höfum leyfi til að taka skrásetningargjöld að hámarki 75 þúsund krónur, en ég veit ekki hvaðan þessar hugmyndir koma,” segir Jón Atli. Að því sögðu standi ekki til að loka spilakössum. Fjármunir þeirra séu háskólanum mikilvægir og stuðli meðal annars að uppbyggingu innviða og viðhaldi. „Þetta er stórmál fyrir háskólann,” segir hann. Stendur háskólinn og fellur með fjármunum úr happdrættinu? „Ég myndi ekki segja það. Það er svolítið djúpt í árin tekið en þeir eru okkur gríðarlega mikilvægir.” Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir í skriflegu svari til fréttastofu að skólagjöld verði ekki hækkuð vegna málsins. Fram hafi komið að hún styðji auknar fjárveitingar til háskólans og að hún muni ekki leggjast gegn því að fundnar verði aðrar leiðir til að fjármagna háskólann. Aðspurður hvaða rök liggi þá að baki því að halda áfram rekstri, þegar stjórnvöld hyggist tryggja áframhaldandi fjárveitingar til skólans, segist Jón Atli þurfa að halda áfram samtali við stjórnvöld. „Við höfum ekki tekið þetta samtal, ég og menntamálaráðherra. Núna þegar nýtt kjörtímabil er hafið þá þurfum við bara að fara yfir þetta mál en ég vil ítreka að fjármögnunin er gríðarlega mikilvæg.”
Fjárhættuspil Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Segir aðkomu HÍ að rekstri spilakassa á ábyrgð stjórnvalda og skólans Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa. Forseti Stúdentaráðs segir vandann aðallega felast í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa. 12. maí 2021 16:12 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Segir aðkomu HÍ að rekstri spilakassa á ábyrgð stjórnvalda og skólans Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa. Forseti Stúdentaráðs segir vandann aðallega felast í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa. 12. maí 2021 16:12