„Konur sem eiga ekki í nein hús að venda“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. október 2021 10:30 Hjúkrunarfræðingurinn og ljósmóðirin Elísabet Ósk Vigfúsdóttir segir að konur í fíknivanda þurfi mikla aðstoð og stuðning á meðgöngu, í fæðingu og eftir að barnið kemur í heiminn. Vísir/Vilhelm „Ég áttaði mig ekki á því að þetta vandamál væri yfir höfuð á Íslandi, að konur gætu verið í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu á meðgöngu,“ segir hjúkrunarfræðingurinn og ljósmóðirin Elísabet Ósk Vigfúsdóttir. Í dag er hún forstöðukona Urðarbrunns, sem er úrræði fyrir konur í þessari stöðu, ásamt því að vera í teyminu sem sinnir þessum hóp á Landspítalanum. „Við erum fjórar í þessu teymi inni á Landspítala í áhættumæðravernd,“ útskýrir Elísabet. „Við höfum séð að neyslan er orðin harðari. Við erum að díla við erfiðari félagslegri vanda og erfiðari neyslu.“ Elísabet ræddi við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar. Hún vann fyrst með konum í fíknivanda þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Danmörku og var hluti af teyminu sem var þeim innan handar á meðgöngu, í fæðingu og fyrstu árin í lífi barnsins. Hún vonar að einn daginn verði boðið upp á slíka fjölskyldugöngudeild fyrir þennan hóp hér á landi. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Elísabet segir að þungaðar konur í fíknivanda séu týndur hópur sem samfélagið virðist ekki hafa nægan áhuga á að hjálpa eða veita aðstoð. Staðreyndin er átakanleg, þessar konur verða fyrir fordómum vegna veikinda sinna og lítil börn þeirra finna fyrir afleiðingum þess. „Konur sem eiga ekki í nein hús að venda. Þær eru í þeirri stöðu að þær eru fara að eignast barn en þær búa á götunni. Þetta er ógeðslega sorglegt, því þarna eigum við að grípa þær,“ segir Elísabet. „Ég get fullyrt að ef þessar konur hafa athvarf þar sem er tekið á móti þeim, þær fá heimili og öruggt skjól, góðan mat, þjálfun, kennslu og stuðning í að halda sér edrú, þá eru miklu fleiri konur og miklu fleiri börn sem að koma miklu betur út sem manneskjur í framtíðinni.“ Elísabet Ósk Vigfúsdóttir stofnaði í frítíma sínum úrræði fyrir konur í barneignum sem eru í fíknivanda. Vísir/Vilhelm Hún viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að koma af stað þessu úrræði fyrir þennan hóp og líkir því við að vera í völundarhúsi. Húin hefur tekið íbúð á leigu og gert allt klárt og er komin með öll tilskilin leyfi en nú vantar fjármagn til þess að opna Urðarbrunn fyrir konur í fíknivanda sem eiga von á barni eða eru nýbúnar að eignast barn. „Svona úrræði kostar tíu milljónir á mánuði,“ segir Elísabet, sem gerir ráð fyrir því að geta haft þrjár konur í einu í úrræðinu til að byrja með. Hún telur að tíu til tuttugu konur á ári myndu nýta sér þessa sértæku þjónustu, með starfsfólk á vakt í húsinu allan sólarhringinn. „Þetta er ekki kostnaður, þetta er fjárfesting. Þetta er fjárfesting í einstaklingum. Ef við getum hjálpað og gert þessi litlu börn að einstaklingum framtíðarinnar þá erum við að ná langt.“ Elísabet segir að hún sé ákveðin að gefast ekki upp þó að hún komi að mörgum lokuðum dyrum varðandi fjármögnun. „Ég ætla að reyna allt hvað ég get.“ Hægt er að kynna sér verkefnið á síðunni Urðarbrunnur. Kviknar Kvenheilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Í dag er hún forstöðukona Urðarbrunns, sem er úrræði fyrir konur í þessari stöðu, ásamt því að vera í teyminu sem sinnir þessum hóp á Landspítalanum. „Við erum fjórar í þessu teymi inni á Landspítala í áhættumæðravernd,“ útskýrir Elísabet. „Við höfum séð að neyslan er orðin harðari. Við erum að díla við erfiðari félagslegri vanda og erfiðari neyslu.“ Elísabet ræddi við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar. Hún vann fyrst með konum í fíknivanda þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Danmörku og var hluti af teyminu sem var þeim innan handar á meðgöngu, í fæðingu og fyrstu árin í lífi barnsins. Hún vonar að einn daginn verði boðið upp á slíka fjölskyldugöngudeild fyrir þennan hóp hér á landi. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Elísabet segir að þungaðar konur í fíknivanda séu týndur hópur sem samfélagið virðist ekki hafa nægan áhuga á að hjálpa eða veita aðstoð. Staðreyndin er átakanleg, þessar konur verða fyrir fordómum vegna veikinda sinna og lítil börn þeirra finna fyrir afleiðingum þess. „Konur sem eiga ekki í nein hús að venda. Þær eru í þeirri stöðu að þær eru fara að eignast barn en þær búa á götunni. Þetta er ógeðslega sorglegt, því þarna eigum við að grípa þær,“ segir Elísabet. „Ég get fullyrt að ef þessar konur hafa athvarf þar sem er tekið á móti þeim, þær fá heimili og öruggt skjól, góðan mat, þjálfun, kennslu og stuðning í að halda sér edrú, þá eru miklu fleiri konur og miklu fleiri börn sem að koma miklu betur út sem manneskjur í framtíðinni.“ Elísabet Ósk Vigfúsdóttir stofnaði í frítíma sínum úrræði fyrir konur í barneignum sem eru í fíknivanda. Vísir/Vilhelm Hún viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að koma af stað þessu úrræði fyrir þennan hóp og líkir því við að vera í völundarhúsi. Húin hefur tekið íbúð á leigu og gert allt klárt og er komin með öll tilskilin leyfi en nú vantar fjármagn til þess að opna Urðarbrunn fyrir konur í fíknivanda sem eiga von á barni eða eru nýbúnar að eignast barn. „Svona úrræði kostar tíu milljónir á mánuði,“ segir Elísabet, sem gerir ráð fyrir því að geta haft þrjár konur í einu í úrræðinu til að byrja með. Hún telur að tíu til tuttugu konur á ári myndu nýta sér þessa sértæku þjónustu, með starfsfólk á vakt í húsinu allan sólarhringinn. „Þetta er ekki kostnaður, þetta er fjárfesting. Þetta er fjárfesting í einstaklingum. Ef við getum hjálpað og gert þessi litlu börn að einstaklingum framtíðarinnar þá erum við að ná langt.“ Elísabet segir að hún sé ákveðin að gefast ekki upp þó að hún komi að mörgum lokuðum dyrum varðandi fjármögnun. „Ég ætla að reyna allt hvað ég get.“ Hægt er að kynna sér verkefnið á síðunni Urðarbrunnur.
Kviknar Kvenheilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira