Kínverjar fámálir um fregnir af bandarískum hermönnum í Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2021 10:22 Frá æfingu taívanskra hermanna. EPA/RITCHIE B. TONGO Kínverjar kölluðu eftir því í morgun eftir því að Bandaríkin slitu hernaðarleg tengsl sín við Taívan. Það er eftir fréttaflutning um að bandarískir landgönguliðar og sérveitarmenn hafi verið staðsettir á Taívan í meira en ár. Þar eiga þeir að hafa verið að þjálfa hermenn Taívan og hjálpað við uppbyggingu varna Taívan gegn mögulegri innrás frá Kína. Wall Street Journal hafði eftir heimildarmönnum sínum í gær að á þriðja tug bandarískra hermanna hefðu verið á Taívan um nokkuð skeið. Ráðamann í Taívan neituðu að tjá sig um fregnirnar og það gerði talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna einnig. það eina sem hann vildi segja var að Bandaríkin stæðu við bakið á Taívan, samkvæmt frétt Guardian. Talsmaður utanríkisráðherra Kína vildi sömuleiðis lítið tjá sig um málið, samkvæmt frétt Washington Post. Hann ítrekaði að Bandaríkin þyrftu að hugsa um hve viðkvæmt málið væri og hætta hernaðarlegum samskiptum sínum við Taívan. Hann sagði einnig að Kína myndi taka öll nauðsynleg skref til að verja fullveldi sitt og landfræðilega einingu. Þessi mynd var tekin í vikunni í Suður-Kínahafi. Þarma má sjá herskip frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Kanada, Nýja-Sjálandi og Hollandi.AP/Gray Gibson Washington Post segir litla umræðu um fregnirnar hafa farið fram á samfélagsmiðlum í Kína, sem sé til marks um að ríkið sé að fjarlægja færslur af netinu. Nokkrar færslur hafi fundist þar sem Kínverjar sögðu meðal annars að gera ætti innrás í Taívan hið snarasta. Heita því að ná völdum í Taívan Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Taívan og í Bandaríkjunum hafa að undanförnu lýst yfir auknum áhyggjum af því að Kína geti gert innrás og tekið eyríkið með valdi. Þær áhyggjur hafa aukist samhliða mikilli nútímavæðingu í herafla Kína og aukinni hernaðarlegri getu. Varnarmálaráðherra Taívans sagði nýverið að spennan milli Taívans og Kína hefði ekki verið meiri í fjörutíu ár. Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Þar eiga þeir að hafa verið að þjálfa hermenn Taívan og hjálpað við uppbyggingu varna Taívan gegn mögulegri innrás frá Kína. Wall Street Journal hafði eftir heimildarmönnum sínum í gær að á þriðja tug bandarískra hermanna hefðu verið á Taívan um nokkuð skeið. Ráðamann í Taívan neituðu að tjá sig um fregnirnar og það gerði talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna einnig. það eina sem hann vildi segja var að Bandaríkin stæðu við bakið á Taívan, samkvæmt frétt Guardian. Talsmaður utanríkisráðherra Kína vildi sömuleiðis lítið tjá sig um málið, samkvæmt frétt Washington Post. Hann ítrekaði að Bandaríkin þyrftu að hugsa um hve viðkvæmt málið væri og hætta hernaðarlegum samskiptum sínum við Taívan. Hann sagði einnig að Kína myndi taka öll nauðsynleg skref til að verja fullveldi sitt og landfræðilega einingu. Þessi mynd var tekin í vikunni í Suður-Kínahafi. Þarma má sjá herskip frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Kanada, Nýja-Sjálandi og Hollandi.AP/Gray Gibson Washington Post segir litla umræðu um fregnirnar hafa farið fram á samfélagsmiðlum í Kína, sem sé til marks um að ríkið sé að fjarlægja færslur af netinu. Nokkrar færslur hafi fundist þar sem Kínverjar sögðu meðal annars að gera ætti innrás í Taívan hið snarasta. Heita því að ná völdum í Taívan Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Ráðamenn í Taívan og í Bandaríkjunum hafa að undanförnu lýst yfir auknum áhyggjum af því að Kína geti gert innrás og tekið eyríkið með valdi. Þær áhyggjur hafa aukist samhliða mikilli nútímavæðingu í herafla Kína og aukinni hernaðarlegri getu. Varnarmálaráðherra Taívans sagði nýverið að spennan milli Taívans og Kína hefði ekki verið meiri í fjörutíu ár.
Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira