Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Eiður Þór Árnason skrifar 8. október 2021 16:20 Arnar Gunnlaugsson og bróðir hans Bjarki Gunnlaugsson voru drifkrafturinn á bak við verkefnið. Samsett Skiptum er lokið í þrotabúi félagsins Ábyrg Spilamennska ehf. en engar eignir fundust í búinu. Félagið var stofnað af Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum auk Icelandair Hotels til að kanna möguleikann á því að opna löglegan spilasal eða casino hérlendis. Það var úrskurðað gjaldþrota þann 9. júní síðastliðinn. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu að skiptum hafi lokið 1. september án þess að greiðsla hafi fengist upp í lýstar kröfur sem námu rúmum sex milljónum króna. DV greindi fyrst frá. Fram kom í Morgunblaðinu árið 2011 að hugmyndin með félaginu væri að opna spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu, sem rekið er af Icelandair Hotels. Höfðu bræðurnir þá kynnt málið fyrir hagsmunasamtökum og alþingismönnum en lagabreytingu hefði þurft til að fyrirætlanirnar yrðu að veruleika. Nú er ljóst að lítið var úr draumum tvíburanna um opnun spilavítis en hugmyndir þeirra rúmast enn ekki innan ramma íslenskra laga. Meðal annars voru uppi hugmyndir um að eyrnamerkja hluta tekna ákveðnu góðgerðarverkefni eða átaki á borð við kynningu á vetrarferðum til Íslands. Ferðaþjónustan jákvæð en ekki heilbrigðisráðuneytið Ábyrg Spilamennska skilaði siðast ársreikningi árið 2016 og gefa síðustu ársreikningar til kynna að enginn rekstur hafi verið í félaginu. Einu skuldir félagsins voru rúmlega 5,5 milljón króna skuld við hluthafa þess. Í ljósi fyrirætlana tvíburana og Icelandair Hotels óskaði Katrín Júlíusdóttir, þáverandi ráðherra ferðamála, eftir óformlegum umsögnum árið 2010, meðal annars frá dómsmálaráðuneytinu, landlækni, lögreglu og ferðaþjónustunni. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar taldi ekkert athugavert við lögleiðinguna, svo framarlega sem góðar reglur yrði settar. Ferðamálastofa sagði viðskiptaleg rök vissulega vera fyrir hendi, en í svarinu kom einnig fram að ekki væri litið til annarra þátta, svo sem siðferðislegra og lögfræðilegra í þeirri niðurstöðu. Heilbrigðisráðuneytið lagðist alfarið gegn opnun spilavíta og vísaði til álits landlæknis sem taldi að opnun spilavíta gæti haft neikvæð áhrif á heilsu landsmanna. Gjaldþrot Fjárhættuspil Reykjavík Tengdar fréttir Fagnar aukinni umræðu um spilavíti „Menn mega ekki láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Þetta verður að vera fagleg umræða þar sem við metum kosti og galla," segir Arnar Gunnlaugsson aðspurður um álit heilbrigðisráðuneytisins um opnun spilavíta hér á landi. Hann fagnar aukinni umræðu um málefnið. 27. febrúar 2010 13:49 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Það var úrskurðað gjaldþrota þann 9. júní síðastliðinn. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu að skiptum hafi lokið 1. september án þess að greiðsla hafi fengist upp í lýstar kröfur sem námu rúmum sex milljónum króna. DV greindi fyrst frá. Fram kom í Morgunblaðinu árið 2011 að hugmyndin með félaginu væri að opna spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu, sem rekið er af Icelandair Hotels. Höfðu bræðurnir þá kynnt málið fyrir hagsmunasamtökum og alþingismönnum en lagabreytingu hefði þurft til að fyrirætlanirnar yrðu að veruleika. Nú er ljóst að lítið var úr draumum tvíburanna um opnun spilavítis en hugmyndir þeirra rúmast enn ekki innan ramma íslenskra laga. Meðal annars voru uppi hugmyndir um að eyrnamerkja hluta tekna ákveðnu góðgerðarverkefni eða átaki á borð við kynningu á vetrarferðum til Íslands. Ferðaþjónustan jákvæð en ekki heilbrigðisráðuneytið Ábyrg Spilamennska skilaði siðast ársreikningi árið 2016 og gefa síðustu ársreikningar til kynna að enginn rekstur hafi verið í félaginu. Einu skuldir félagsins voru rúmlega 5,5 milljón króna skuld við hluthafa þess. Í ljósi fyrirætlana tvíburana og Icelandair Hotels óskaði Katrín Júlíusdóttir, þáverandi ráðherra ferðamála, eftir óformlegum umsögnum árið 2010, meðal annars frá dómsmálaráðuneytinu, landlækni, lögreglu og ferðaþjónustunni. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar taldi ekkert athugavert við lögleiðinguna, svo framarlega sem góðar reglur yrði settar. Ferðamálastofa sagði viðskiptaleg rök vissulega vera fyrir hendi, en í svarinu kom einnig fram að ekki væri litið til annarra þátta, svo sem siðferðislegra og lögfræðilegra í þeirri niðurstöðu. Heilbrigðisráðuneytið lagðist alfarið gegn opnun spilavíta og vísaði til álits landlæknis sem taldi að opnun spilavíta gæti haft neikvæð áhrif á heilsu landsmanna.
Gjaldþrot Fjárhættuspil Reykjavík Tengdar fréttir Fagnar aukinni umræðu um spilavíti „Menn mega ekki láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Þetta verður að vera fagleg umræða þar sem við metum kosti og galla," segir Arnar Gunnlaugsson aðspurður um álit heilbrigðisráðuneytisins um opnun spilavíta hér á landi. Hann fagnar aukinni umræðu um málefnið. 27. febrúar 2010 13:49 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Fagnar aukinni umræðu um spilavíti „Menn mega ekki láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Þetta verður að vera fagleg umræða þar sem við metum kosti og galla," segir Arnar Gunnlaugsson aðspurður um álit heilbrigðisráðuneytisins um opnun spilavíta hér á landi. Hann fagnar aukinni umræðu um málefnið. 27. febrúar 2010 13:49