Regnboginn í Vík í Mýrdal um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. október 2021 12:32 Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í Mýrdalshreppi alla helgina. Aðal hátíðarhöldin fara þó fram í Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Vík í Mýrdal og sveitunum þar í kring, ásamt gestum sínum ætla að skemmta sér saman um helgina því þar fer fram menningarhátíðin „Regnboginn – list í fögru umhverfi“. Menningarhátíð Mýrdælinga, „Regnboginn – list í fögru umhverfi“ hófst á fimmtudaginn og stendur alla helgina. Boðið er upp á mjög fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla aldurshópa. Þorbjörg Gísladóttir er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Það verður tónlist, tónleikar, það er ball, það eru myndlistarsýningar og við erum með alþjóðlegt matarsmakk, auk þess sem við skrifuðum undir samning við Landlækni um heilsueflandi samfélag í gær. Það er bara nóg af öllu á þessari flottu hátíð,“ segir Þorbjörg. Hún segir almennt góða þátttöku í hátíðinni, sem er haldin á hverju hausti. „Já, það hefur aukist núna aftur. Það var mjög góð þátttaka í fyrra og mér sýnist hún vera mjög góð ár. Núna sit ég heima hjá mér og er að smyrja heimabakað rúgbrauð frá Kerlingardal með reyktri bleikju frá Fagradal en það verður framlag sveitarstjórans og þessara tveggja bænda, íslenska framlagið á matarsmakkinu, þannig að það eru allir að gera eitthvað og undirbúa.“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem segir alla velkomna á hátíðina um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þorbjörg segist finna það mjög vel hvað fólk er þyrst í að gera eitthvað saman eftir allar samkomutakmarkanirnar vegna Covid. Þá sé hátíðin í Mýrdalshreppi flott framtak. „Já, þetta er mjög mikilvægt, fólk er allan jafnan mjög upptekið og allir á hlaupum og þessi einangrun hefur verið undanfarið ár, fólk hefur verið hvert í sínu horni og þá er þetta enn og frekar mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Þorbjörg. Hægt er að nálgast alla dagskrá helgarinnar inn á heimasíðu sveitarfélagsins, vik.is Mýrdalshreppur Menning Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Menningarhátíð Mýrdælinga, „Regnboginn – list í fögru umhverfi“ hófst á fimmtudaginn og stendur alla helgina. Boðið er upp á mjög fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla aldurshópa. Þorbjörg Gísladóttir er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Það verður tónlist, tónleikar, það er ball, það eru myndlistarsýningar og við erum með alþjóðlegt matarsmakk, auk þess sem við skrifuðum undir samning við Landlækni um heilsueflandi samfélag í gær. Það er bara nóg af öllu á þessari flottu hátíð,“ segir Þorbjörg. Hún segir almennt góða þátttöku í hátíðinni, sem er haldin á hverju hausti. „Já, það hefur aukist núna aftur. Það var mjög góð þátttaka í fyrra og mér sýnist hún vera mjög góð ár. Núna sit ég heima hjá mér og er að smyrja heimabakað rúgbrauð frá Kerlingardal með reyktri bleikju frá Fagradal en það verður framlag sveitarstjórans og þessara tveggja bænda, íslenska framlagið á matarsmakkinu, þannig að það eru allir að gera eitthvað og undirbúa.“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem segir alla velkomna á hátíðina um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þorbjörg segist finna það mjög vel hvað fólk er þyrst í að gera eitthvað saman eftir allar samkomutakmarkanirnar vegna Covid. Þá sé hátíðin í Mýrdalshreppi flott framtak. „Já, þetta er mjög mikilvægt, fólk er allan jafnan mjög upptekið og allir á hlaupum og þessi einangrun hefur verið undanfarið ár, fólk hefur verið hvert í sínu horni og þá er þetta enn og frekar mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Þorbjörg. Hægt er að nálgast alla dagskrá helgarinnar inn á heimasíðu sveitarfélagsins, vik.is
Mýrdalshreppur Menning Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira