Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2021 20:00 Frá vettvangi sprengjuárásar á mosku í borginni Kunduz í norðurhluta Afganistan. ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni, þar sem 46 manns týndu lífi og fjöldi fólks særðist. AP/Abdullah Sahil Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. AP-fréttaveitan greinir frá því að mögulegt samstarf Bandaríkjamanna og Talibana gegn ISIS sé eitt þeirra atriða sem aðila greinir verulega á um í viðræðum sem nú fara fram í Doha, höfuðborg Katar, milli fulltrúa bandarískra stjórnvalda og Talibana. Haft er eftir talsmanni stjórnar Talibana, Suhail Shaheen, að enginn möguleiki væri á að til slíks samstarfs kæmi. „Við getum tekist á við [ISIS] sjálfir,“ sagði hann þegar hann var inntur eftir því hvort Talibanar gætu hugsað sér að vinna með Bandaríkjamönnum, sem höfðu þar til fyrr á þessu ári verið með fasta hernaðarviðveru í landinu í 20 ár. ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á fjölda árása í Afganistan á síðustu árum, en eru sögð vera að sækja í sig veðrið nú þegar Bandaríkjamanna nýtur ekki lengur við í landinu. Þannig féllu 46 manns í árás á mosku í borginni Kunduz á föstudag, og tugir særðust. Viðurkenni ekki völd Talibana Meðal annars sem til umræðu er í viðræðum aðila um helgina er friðarsamkomulag Talibana við bandarísk stjórnvöld, sem gert var á síðasta ári. Þar var kveðið á um brotthvarf bandaríska heraflans frá Afganistan, meðal annars að Talibanar skyldu hleypa útlendingum og innlendu samstarfsfólki erlendra aðila óhindrað úr landi. Er búist við því að bandaríska sendinefndin muni þrýsta á um að Talibanar virði þau fyrirheit, sem og að réttindi kvenna og stúlkna til náms og starfa verði virt, og að alþjóðlega hjálparstofnanir fái að starfa á svæðum þar sem fólk á um sárt að binda vegna skorts á mat og öðrum nauðsynjum. Heimildarmaður AP úr ranni Bandaríkjastjórnar lagði áherslu á að í viðræðunum fælist ekki viðurkenning á Talibönum sem lögmætum stjórnvöldum í Afganistan. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að mögulegt samstarf Bandaríkjamanna og Talibana gegn ISIS sé eitt þeirra atriða sem aðila greinir verulega á um í viðræðum sem nú fara fram í Doha, höfuðborg Katar, milli fulltrúa bandarískra stjórnvalda og Talibana. Haft er eftir talsmanni stjórnar Talibana, Suhail Shaheen, að enginn möguleiki væri á að til slíks samstarfs kæmi. „Við getum tekist á við [ISIS] sjálfir,“ sagði hann þegar hann var inntur eftir því hvort Talibanar gætu hugsað sér að vinna með Bandaríkjamönnum, sem höfðu þar til fyrr á þessu ári verið með fasta hernaðarviðveru í landinu í 20 ár. ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á fjölda árása í Afganistan á síðustu árum, en eru sögð vera að sækja í sig veðrið nú þegar Bandaríkjamanna nýtur ekki lengur við í landinu. Þannig féllu 46 manns í árás á mosku í borginni Kunduz á föstudag, og tugir særðust. Viðurkenni ekki völd Talibana Meðal annars sem til umræðu er í viðræðum aðila um helgina er friðarsamkomulag Talibana við bandarísk stjórnvöld, sem gert var á síðasta ári. Þar var kveðið á um brotthvarf bandaríska heraflans frá Afganistan, meðal annars að Talibanar skyldu hleypa útlendingum og innlendu samstarfsfólki erlendra aðila óhindrað úr landi. Er búist við því að bandaríska sendinefndin muni þrýsta á um að Talibanar virði þau fyrirheit, sem og að réttindi kvenna og stúlkna til náms og starfa verði virt, og að alþjóðlega hjálparstofnanir fái að starfa á svæðum þar sem fólk á um sárt að binda vegna skorts á mat og öðrum nauðsynjum. Heimildarmaður AP úr ranni Bandaríkjastjórnar lagði áherslu á að í viðræðunum fælist ekki viðurkenning á Talibönum sem lögmætum stjórnvöldum í Afganistan.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira