Bjórostur kynntur í Hveragerði á bjórhátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. október 2021 13:15 Um 300 manns starfa við íslenska bjórframleiðslu á einn eða annan hátt hjá handverksbrugghúsum út um allt land. Aðsend Unnendur íslensk bjórs geta farið að láta sér hlakka til því nú er í undirbúningi risa bjórhátíð í Hveragerði í gróðurhúsi þar sem nýr bjórostur verður meðal annars kynntur. Í dag eru tuttugu og fimm brugghús á Íslandi, sem veita um 300 manns atvinnu. Það er Ölverk brugghús í Hveragerði, sem stendur að bjórhátíðinni sem fer fram í stóru gróðurhúsi miðsvæðis í Hveragerði dagana 22. og 23. október. Nú þegar hafa yfir tuttugu íslenskir bjórframleiðendur skráð sig til þátttöku á hátíðinni. Laufey Sif Lárusdóttir hjá Ölverki er í forsvari fyrir hátíðina en hún er jafnframt formaður íslenskra handverksbrugghúsa. „Þetta er svo afbrigðilega vinalegur geiri öll brugghúsin á Íslandi. Við erum bara ein stór fjölskylda og brugghúsin sem koma á bjórhátíð Ölverks eru alls staðar af landinu. Þau koma frá Siglufirði, Húsavík, Reykjavík, Garðinum, Breiðdalsvík, Borgarfirði Eystri, Vík í Mýrdal, Vestmannaeyjum og fleiri og fleiri stöðum. Við verðum með hátíðina í mjög stóru gróðurhúsi miðsvæðis í Hveragerði þar sem við stillum hitann í 25 til 30 gráður,“ segir Laufey. Skálað í íslenskum bjór.Aðsend Laufey segir að gestum hátíðarinnar muni gefast tækifæri á því að smakka á hinum ýmsu vörutegundum frá framleiðendum en mikil spenna sé fyrir nýjum bjór frá Mjólkursamsölunni en það er bjórostur. Einnig verða tónlistaratriði bæði kvöldin, meðal annars með Bjartmari Guðlaugssyni og hljómsveitinni Hjálmum. Tuttugu og fimm handverksbrugghús eru í landinu og fer þeim sífellt fjölgandi. Þau skapa fjölmörg störf. „Við teljum að í kringum, svona afleitt störf af brugghúsum séu um 300 talsins“, segir Laufey. Laufey segir erlenda ferðamenn hafa mjög mikinn áhuga á íslenskum bjór. „Já, við sjáum mikinn vöxt í erlendum gestum sem koma gagngert til Íslands til þess að skoða íslensk handverksbrugghús og eru með stóran tékklista og fara hringinn til að hitta öll þessi brugghús og fá að smakka og framleiðslunni hjá þeim og sannarlega væri þá ánægjulegt ef að þessum handverksbrugghúsum væri leyfilegt að selja sína framleiðslu í einhverju magni til þessara ferðamanna.“ Laufey Sif Lárusdóttir í Hveragerði, sem rekur þar Ölverk brugghús með manni sínum, Elvari Þrastarsyni. Laufey er jafnframt formaður íslenskra handverksbrugghúsa.Aðsend Hveragerði Menning Garðyrkja Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Það er Ölverk brugghús í Hveragerði, sem stendur að bjórhátíðinni sem fer fram í stóru gróðurhúsi miðsvæðis í Hveragerði dagana 22. og 23. október. Nú þegar hafa yfir tuttugu íslenskir bjórframleiðendur skráð sig til þátttöku á hátíðinni. Laufey Sif Lárusdóttir hjá Ölverki er í forsvari fyrir hátíðina en hún er jafnframt formaður íslenskra handverksbrugghúsa. „Þetta er svo afbrigðilega vinalegur geiri öll brugghúsin á Íslandi. Við erum bara ein stór fjölskylda og brugghúsin sem koma á bjórhátíð Ölverks eru alls staðar af landinu. Þau koma frá Siglufirði, Húsavík, Reykjavík, Garðinum, Breiðdalsvík, Borgarfirði Eystri, Vík í Mýrdal, Vestmannaeyjum og fleiri og fleiri stöðum. Við verðum með hátíðina í mjög stóru gróðurhúsi miðsvæðis í Hveragerði þar sem við stillum hitann í 25 til 30 gráður,“ segir Laufey. Skálað í íslenskum bjór.Aðsend Laufey segir að gestum hátíðarinnar muni gefast tækifæri á því að smakka á hinum ýmsu vörutegundum frá framleiðendum en mikil spenna sé fyrir nýjum bjór frá Mjólkursamsölunni en það er bjórostur. Einnig verða tónlistaratriði bæði kvöldin, meðal annars með Bjartmari Guðlaugssyni og hljómsveitinni Hjálmum. Tuttugu og fimm handverksbrugghús eru í landinu og fer þeim sífellt fjölgandi. Þau skapa fjölmörg störf. „Við teljum að í kringum, svona afleitt störf af brugghúsum séu um 300 talsins“, segir Laufey. Laufey segir erlenda ferðamenn hafa mjög mikinn áhuga á íslenskum bjór. „Já, við sjáum mikinn vöxt í erlendum gestum sem koma gagngert til Íslands til þess að skoða íslensk handverksbrugghús og eru með stóran tékklista og fara hringinn til að hitta öll þessi brugghús og fá að smakka og framleiðslunni hjá þeim og sannarlega væri þá ánægjulegt ef að þessum handverksbrugghúsum væri leyfilegt að selja sína framleiðslu í einhverju magni til þessara ferðamanna.“ Laufey Sif Lárusdóttir í Hveragerði, sem rekur þar Ölverk brugghús með manni sínum, Elvari Þrastarsyni. Laufey er jafnframt formaður íslenskra handverksbrugghúsa.Aðsend
Hveragerði Menning Garðyrkja Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira