Wind dregur saman seglin og fer úr landi Eiður Þór Árnason skrifar 11. október 2021 15:35 Gulu hjólin hafa fram að þessu verið áberandi víðs vegar um borgina. Vísir/Vilhelm Rafhlaupahjólaleigan Wind hefur hætt starfsemi hér á landi en rúmt ár er síðan þýska fyrirtækið opnaði þjónustu sína í Reykjavík. Notendur Wind hafa átt í miklum vandræðum að nálgast rafhlaupahjól leigunnar að undanförnu. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, starfandi samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að fulltrúar Wind hafi tilkynnt borginni fyrr í haust að fyrirtækið hygðist hætta að þjónusta Reykjavík. „Það eina sem við í rauninni fengum að vita var að þetta hafði ekkert með Reykjavík að gera eða samskipti við okkur heldur hafi þetta bara verið ákvörðun sem hafi verið tekin af stjórnendum fyrirtækisins.“ Leiga á rafhlaupahjólum er leyfisskyld starfsemi í Reykjavík og þurfa fyrirtæki að viðhalda ákveðinni hjólanýtingu til að viðhalda starfsleyfinu. Guðbjörg segir að Wind hafi ekki átt í vandræðum með að ná því lágmarki. Var strax stærsti aðilinn á markaði „Við viljum upplýsa þig um að þjónustu okkar hefur verið lokað á Íslandi og getur þú þar af leiðandi ekki lengur leigt rafhlaupahjólin okkar. Að svo stöddu liggja ekki fyrir upplýsingar um endurkomu okkar en við þökkum þér fyrir að velja WIND og vera tryggur viðskiptavinur,“ segir í svari Wind til viðskiptavinar. Þá kemur fram að notendur sem eigi enn ónotaða inneign hjá Wind fái hana endurgreidda á næstu vikum en einnig sé hægt að óska eftir fljótari afgreiðslu. Minni eftirspurn yfir vetrarmánuðina Wind segir í svari við fyrirspurn Vísis að rafhlaupahjólin hafi notið mikilla vinsælda í Reykjavík yfir sumartímann en ákveðið hafi verið að stöðva þjónustuna nú þegar veturinn nálgast. Ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort Wind snúi aftur í borgina næsta sumar. Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segist ekki missa svefn yfir brotthvarfi gulu hjólanna. „Þessi markaður er mjög frjór og maður hefur ekki miklar áhyggjur af þessu. Ég er líklega búinn að ganga framhjá svona fimmtán hjólum á meðan ég fór núna upp Laugaveginn.“ Wind kom með krafti inn á íslenskan rafhlaupahjólamarkað þann 5. september 2020 og var frá fyrsta degi með tvöfalt fleiri hjól en næsti samkeppnisaðili, eða alls 600 talsins. Ókey, eruð þið ekki að grínast með þennan sturlaða fjölda af gulum rafmagnshlaupahjólum? Þetta er alls staðar!— Stefán Pálsson (@Stebbip) September 12, 2020 Gulu hjólin, einkennismerki Wind, nutu þó nokkurra vinsælda og voru strax mjög áberandi í Reykjavík. Rétt rúmu ári síðan hafði sú staða skyndilega breyst. Hvað eru öll wind hjólin? pic.twitter.com/nhUi7Ug8hI— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) October 9, 2021 Wind Mobility var stofnað árið 2017 og starfrækir hjóla- og rafhlaupahjólaleigur í minnst sex öðrum ríkjum en Írland bættist í hópinn í ágúst síðastliðnum. Vísir hefur verið uppfærð. Rafhlaupahjól Reykjavík Tengdar fréttir Áfengi og hlaupahjól fari ekki saman: „Og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur“ Áfengi á allt of stóran þátt í slysum á rafhlaupahjólum að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítala, en slíkum slysum fjölgar á milli ára. Hann telur að taka ætti upp næturstrætó að nýju svo fólk komist heim af djamminu með öruggum hætti. 6. október 2021 20:31 Aðeins fjórir þurft að leggjast inn eftir milljón ferðir Fjórir hafa þurft að leggjast inn á Landspítala eftir slys á rafhlaupahjóli en almennt eru slys á slíkum fararskjótum ekki alvarleg. Yfirlæknir bráðamóttöku bendir á að fá slys verði á rafhlaupahjólum miðað við hversu margar ferðir eru farnar á þeim. 6. október 2021 15:24 Hljóðlát bylting í Reykjavík Hlaupahjólaleigur spretta upp í Reykjavík. Um 1100 rafhlaupahjól verða í boði innan skamms. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, starfandi samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að fulltrúar Wind hafi tilkynnt borginni fyrr í haust að fyrirtækið hygðist hætta að þjónusta Reykjavík. „Það eina sem við í rauninni fengum að vita var að þetta hafði ekkert með Reykjavík að gera eða samskipti við okkur heldur hafi þetta bara verið ákvörðun sem hafi verið tekin af stjórnendum fyrirtækisins.“ Leiga á rafhlaupahjólum er leyfisskyld starfsemi í Reykjavík og þurfa fyrirtæki að viðhalda ákveðinni hjólanýtingu til að viðhalda starfsleyfinu. Guðbjörg segir að Wind hafi ekki átt í vandræðum með að ná því lágmarki. Var strax stærsti aðilinn á markaði „Við viljum upplýsa þig um að þjónustu okkar hefur verið lokað á Íslandi og getur þú þar af leiðandi ekki lengur leigt rafhlaupahjólin okkar. Að svo stöddu liggja ekki fyrir upplýsingar um endurkomu okkar en við þökkum þér fyrir að velja WIND og vera tryggur viðskiptavinur,“ segir í svari Wind til viðskiptavinar. Þá kemur fram að notendur sem eigi enn ónotaða inneign hjá Wind fái hana endurgreidda á næstu vikum en einnig sé hægt að óska eftir fljótari afgreiðslu. Minni eftirspurn yfir vetrarmánuðina Wind segir í svari við fyrirspurn Vísis að rafhlaupahjólin hafi notið mikilla vinsælda í Reykjavík yfir sumartímann en ákveðið hafi verið að stöðva þjónustuna nú þegar veturinn nálgast. Ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort Wind snúi aftur í borgina næsta sumar. Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segist ekki missa svefn yfir brotthvarfi gulu hjólanna. „Þessi markaður er mjög frjór og maður hefur ekki miklar áhyggjur af þessu. Ég er líklega búinn að ganga framhjá svona fimmtán hjólum á meðan ég fór núna upp Laugaveginn.“ Wind kom með krafti inn á íslenskan rafhlaupahjólamarkað þann 5. september 2020 og var frá fyrsta degi með tvöfalt fleiri hjól en næsti samkeppnisaðili, eða alls 600 talsins. Ókey, eruð þið ekki að grínast með þennan sturlaða fjölda af gulum rafmagnshlaupahjólum? Þetta er alls staðar!— Stefán Pálsson (@Stebbip) September 12, 2020 Gulu hjólin, einkennismerki Wind, nutu þó nokkurra vinsælda og voru strax mjög áberandi í Reykjavík. Rétt rúmu ári síðan hafði sú staða skyndilega breyst. Hvað eru öll wind hjólin? pic.twitter.com/nhUi7Ug8hI— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) October 9, 2021 Wind Mobility var stofnað árið 2017 og starfrækir hjóla- og rafhlaupahjólaleigur í minnst sex öðrum ríkjum en Írland bættist í hópinn í ágúst síðastliðnum. Vísir hefur verið uppfærð.
Rafhlaupahjól Reykjavík Tengdar fréttir Áfengi og hlaupahjól fari ekki saman: „Og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur“ Áfengi á allt of stóran þátt í slysum á rafhlaupahjólum að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítala, en slíkum slysum fjölgar á milli ára. Hann telur að taka ætti upp næturstrætó að nýju svo fólk komist heim af djamminu með öruggum hætti. 6. október 2021 20:31 Aðeins fjórir þurft að leggjast inn eftir milljón ferðir Fjórir hafa þurft að leggjast inn á Landspítala eftir slys á rafhlaupahjóli en almennt eru slys á slíkum fararskjótum ekki alvarleg. Yfirlæknir bráðamóttöku bendir á að fá slys verði á rafhlaupahjólum miðað við hversu margar ferðir eru farnar á þeim. 6. október 2021 15:24 Hljóðlát bylting í Reykjavík Hlaupahjólaleigur spretta upp í Reykjavík. Um 1100 rafhlaupahjól verða í boði innan skamms. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Áfengi og hlaupahjól fari ekki saman: „Og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur“ Áfengi á allt of stóran þátt í slysum á rafhlaupahjólum að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítala, en slíkum slysum fjölgar á milli ára. Hann telur að taka ætti upp næturstrætó að nýju svo fólk komist heim af djamminu með öruggum hætti. 6. október 2021 20:31
Aðeins fjórir þurft að leggjast inn eftir milljón ferðir Fjórir hafa þurft að leggjast inn á Landspítala eftir slys á rafhlaupahjóli en almennt eru slys á slíkum fararskjótum ekki alvarleg. Yfirlæknir bráðamóttöku bendir á að fá slys verði á rafhlaupahjólum miðað við hversu margar ferðir eru farnar á þeim. 6. október 2021 15:24
Hljóðlát bylting í Reykjavík Hlaupahjólaleigur spretta upp í Reykjavík. Um 1100 rafhlaupahjól verða í boði innan skamms. 15. september 2020 09:00