Patrekur: Að vinna á móti Haukum er ekki sjálfgefið Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 11. október 2021 22:05 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Sigurjón Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í handbolta var sáttur eftir sigur á Haukum í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Eftir erfiða byrjun komu Stjörnumenn til baka og unnu leikinn 30-28. „Mér líður frábærlega. Að vinna á móti Haukum er ekki sjálfgefið en við spiluðum vel og þrátt fyrir áföll sem við lentum í leiknum og fyrir leik þá er ég gríðarlega ánægður. Eins og ég sagði fyrir leik til þess að vinna Hauka þá þarftu að fara í keppni upp á hraðaupphlaup og við gerðum það og skorum 30 mörk og höldum þeim í 28 mörkum.“ Fyrsta stundarfjórðung leiksins voru Haukar algjörlega með tökin og kom 7 mínútna kafli þar sem Stjarnan skoraði ekki. „Ég var óánægður með okkur að Haukarnir skildu skora fjögur af fyrstu átta mörkunum úr seinni bylgju sem við vorum búnir að fara mjög vel yfir. Stundum er það þannig að þegar þú ert að spila á móti góðu liði og þeir gera hlutina vel líka. 13-13 í hálfleik, samt sem áður vorum við að fleygja boltanum útaf og ég sagði við strákana að við gætum spilað töluvert betur. Við skorum 17 mörk í seinni hálfleik á þeirra heimavelli, svo við gerðum þetta betur í seinni hálfleik.“ Jón Ásgeir Eyjólfsson braut á Ólaf Ægi og fékk að líta rauða spjaldið þegar um 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. „Þetta er ungur strákur og efnilegur. Hann skilst mér, samkvæmt dómurunum heldur eitthvað utan um hann og sleppir ekki. Þetta er ljúfur og góður drengur svo að ég held að þetta hafi ekki verið ásetningur.“ Dómararpar leiksins fór tvisvar sinnum í VAR-skjáinn eftir braut hjá Stjörnumönnum, aðspurður hvort spennustigið hafi verið hátt sagði Patrekur þetta: „Handbolti er frábær íþrótt. Það er spenna í þessu og menn eru að lifa sig inn í þetta. Það er eðlilegt að það sé spenna, það er gaman í handbolta.“ Næsti leikur er við KA og vill Patrekur halda áfram að undirbúa sig vel. „Ég vil að við höldum áfram að undirbúa okkur vel. Við gleðjumst yfir þessu núna í kvöld en síðan bara strax á morgun förum við að kíkja á það. Við fáum hörkulið sem styrktu sig vel fyrir þetta tímabil svo að það er bara næst erfiða verkefni.“ Stjarnan Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Stjarnan 28-30 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28 gestunum úr Garðabæ í vil í hörkuleik. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
„Mér líður frábærlega. Að vinna á móti Haukum er ekki sjálfgefið en við spiluðum vel og þrátt fyrir áföll sem við lentum í leiknum og fyrir leik þá er ég gríðarlega ánægður. Eins og ég sagði fyrir leik til þess að vinna Hauka þá þarftu að fara í keppni upp á hraðaupphlaup og við gerðum það og skorum 30 mörk og höldum þeim í 28 mörkum.“ Fyrsta stundarfjórðung leiksins voru Haukar algjörlega með tökin og kom 7 mínútna kafli þar sem Stjarnan skoraði ekki. „Ég var óánægður með okkur að Haukarnir skildu skora fjögur af fyrstu átta mörkunum úr seinni bylgju sem við vorum búnir að fara mjög vel yfir. Stundum er það þannig að þegar þú ert að spila á móti góðu liði og þeir gera hlutina vel líka. 13-13 í hálfleik, samt sem áður vorum við að fleygja boltanum útaf og ég sagði við strákana að við gætum spilað töluvert betur. Við skorum 17 mörk í seinni hálfleik á þeirra heimavelli, svo við gerðum þetta betur í seinni hálfleik.“ Jón Ásgeir Eyjólfsson braut á Ólaf Ægi og fékk að líta rauða spjaldið þegar um 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. „Þetta er ungur strákur og efnilegur. Hann skilst mér, samkvæmt dómurunum heldur eitthvað utan um hann og sleppir ekki. Þetta er ljúfur og góður drengur svo að ég held að þetta hafi ekki verið ásetningur.“ Dómararpar leiksins fór tvisvar sinnum í VAR-skjáinn eftir braut hjá Stjörnumönnum, aðspurður hvort spennustigið hafi verið hátt sagði Patrekur þetta: „Handbolti er frábær íþrótt. Það er spenna í þessu og menn eru að lifa sig inn í þetta. Það er eðlilegt að það sé spenna, það er gaman í handbolta.“ Næsti leikur er við KA og vill Patrekur halda áfram að undirbúa sig vel. „Ég vil að við höldum áfram að undirbúa okkur vel. Við gleðjumst yfir þessu núna í kvöld en síðan bara strax á morgun förum við að kíkja á það. Við fáum hörkulið sem styrktu sig vel fyrir þetta tímabil svo að það er bara næst erfiða verkefni.“
Stjarnan Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Stjarnan 28-30 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28 gestunum úr Garðabæ í vil í hörkuleik. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Stjarnan 28-30 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28 gestunum úr Garðabæ í vil í hörkuleik. 11. október 2021 21:15