Ben Simmons kom öllum á óvörum með því að mæta í vinnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2021 16:31 Samherjarnir Ben Simmons og Joel Embiid geta vonandi fundið góða lausn og spilað aftur saman. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Nú lítur allt í einu út fyrir það að Ben Simmons muni eftir allt saman spila með Philadelphia 76ers liðinu í NBA deildinni í körfubolta í vetur. Simmons var mjög ósáttur með að vera gerður að blóraböggli eftir ófarir 76ers liðsins í síðustu úrslitakeppni og hótaði því að spila aldrei aftur fyrir félagið. Sixers All-Star Ben Simmons has arrived in Philadelphia and took a Covid-19 test -- as required by NBA protocol, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) October 12, 2021 Það var sérstök hótun því Simmons á enn eftir fjögur ár af samningi sínum við 76ers og hann á að fá fyrir þau 147 milljónir dollara eða meira en nítján milljarða íslenskra króna. Simmons vildi Philadelphia skipti honum til annars félags í NBA deildinni. Simmons hafði lokað á öll samskipti við bæði forráðamenn og liðsfélaga hjá Philadelphia 76ers á haustmánuðum en félaginu gekk á sama tíma ekkert að finna ásættanleg leikmannaskipti. Ben Simmons er stjörnubakvörður sem var með 14,3 stig, 7,2 fráköst og 6,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en hann lækkaði reyndar í öllum þeim tölfræðiþáttum frá því á tímabilinu á undan. Hann er frábær varnarmaður og leikstjórnandi en skelfilegur skotmaður sem hefur orðið stórt vandamál þegar leikirnir verða mikilvægari í úrslitakeppninni. Um helgina fór það að leka út að Simmons væri að endurskoða afstöðu sína og í gærkvöldi mætti hann síðan óvænt í vinnuna. Philadelphia 76ers var þá að spila æfingaleik á móti Brooklyn Nets sem liðið vann 115-104. Ben Simmons and the 76ers have made progress on a resolution to bring him back to the team, per @wojespnPhiladelphia will still survey the league to trade him. pic.twitter.com/8elu8vN5gI— Bleacher Report (@BleacherReport) October 11, 2021 Simmons mætti í höllina rétt fyrir leik eftir flug frá Los Angeles og hóf endurkomuferlið sem hann þarf að fara gegnum vegna kórónuveirunnar. Simmons hafði þegar sleppt öllum æfingabúðum liðsins sem hafði þegar kostað hann yfir eina milljón dollara í sektir eða meira en 130 milljónir íslenskra króna. Það er samt ekki vitað hvað tekur við en í það minnsta geta aðilar byrjað að tala aftur saman og það er alltaf stórt skref í rétt átt. Simmons hefur látið sína skoðun skýrt í ljós en tekur vonandi sönsum og fer að mæta reglulega í vinnuna sína. The Sixers finding out Ben Simmons has returned to Philly from the text Hey, Ben is outside the building is laugh out loud funny. pic.twitter.com/GgsoEpYfKq— Barstool Philly (@BarstoolPhilly) October 12, 2021 NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Simmons var mjög ósáttur með að vera gerður að blóraböggli eftir ófarir 76ers liðsins í síðustu úrslitakeppni og hótaði því að spila aldrei aftur fyrir félagið. Sixers All-Star Ben Simmons has arrived in Philadelphia and took a Covid-19 test -- as required by NBA protocol, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) October 12, 2021 Það var sérstök hótun því Simmons á enn eftir fjögur ár af samningi sínum við 76ers og hann á að fá fyrir þau 147 milljónir dollara eða meira en nítján milljarða íslenskra króna. Simmons vildi Philadelphia skipti honum til annars félags í NBA deildinni. Simmons hafði lokað á öll samskipti við bæði forráðamenn og liðsfélaga hjá Philadelphia 76ers á haustmánuðum en félaginu gekk á sama tíma ekkert að finna ásættanleg leikmannaskipti. Ben Simmons er stjörnubakvörður sem var með 14,3 stig, 7,2 fráköst og 6,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð en hann lækkaði reyndar í öllum þeim tölfræðiþáttum frá því á tímabilinu á undan. Hann er frábær varnarmaður og leikstjórnandi en skelfilegur skotmaður sem hefur orðið stórt vandamál þegar leikirnir verða mikilvægari í úrslitakeppninni. Um helgina fór það að leka út að Simmons væri að endurskoða afstöðu sína og í gærkvöldi mætti hann síðan óvænt í vinnuna. Philadelphia 76ers var þá að spila æfingaleik á móti Brooklyn Nets sem liðið vann 115-104. Ben Simmons and the 76ers have made progress on a resolution to bring him back to the team, per @wojespnPhiladelphia will still survey the league to trade him. pic.twitter.com/8elu8vN5gI— Bleacher Report (@BleacherReport) October 11, 2021 Simmons mætti í höllina rétt fyrir leik eftir flug frá Los Angeles og hóf endurkomuferlið sem hann þarf að fara gegnum vegna kórónuveirunnar. Simmons hafði þegar sleppt öllum æfingabúðum liðsins sem hafði þegar kostað hann yfir eina milljón dollara í sektir eða meira en 130 milljónir íslenskra króna. Það er samt ekki vitað hvað tekur við en í það minnsta geta aðilar byrjað að tala aftur saman og það er alltaf stórt skref í rétt átt. Simmons hefur látið sína skoðun skýrt í ljós en tekur vonandi sönsum og fer að mæta reglulega í vinnuna sína. The Sixers finding out Ben Simmons has returned to Philly from the text Hey, Ben is outside the building is laugh out loud funny. pic.twitter.com/GgsoEpYfKq— Barstool Philly (@BarstoolPhilly) October 12, 2021
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti