Ljón í vegi rafvæðingar bílaflota Evrópu og Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2021 10:44 Hraðhleðslustöð fyrir rafbíla í Manchester á Englandi. Ráðast þarf í mikla innviðauppbyggingu fyrir rafbíla á næstu árum enda stendur víða til að banna nýja bensín- og dísilbíla. Vísir/Getty Aðeins rúmlega 1.500 hleðslustöðvar eru fyrir rafbíla í New York þrátt fyrir að allir nýir fólksbílar þar eigi að vera vistvænir fyrir árið 2035. Innviðauppbygging hefur ekki haldið í við vaxandi sölu rafbíla í Evrópu og Bandaríkjunum og krefst hún gífurlegrar fjárfestingar á næstu árum. Fjöldi ríkja hefur sett sér markmið um að banna nýjar bifreiðar sem eru knúnar jarðefnaeldsneyti á næstu árum og áratugum enda þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Sala á rafbílum hefur stóraukist í Evrópu og Bandaríkjunum. Reuters-fréttastofan segir að frekari rafvæðing vegasamgangna geti strandað á hversu hægt ríkjum gengur að byggja upp innviði fyrir rafbílana. Milljónir bíleigenda eru ekki með eigin bílastæði þar sem þeir geta komist í hleðslu. Á fáum stöðum er búið að koma upp nægilega mörgum hleðslustöðvum til að anna fyrirsjáanlegri eftirspurn. Sveitarfélög búa víða við þröngan kost og hafa ekki efni á að ráðast í slíka innviðauppbyggingu. Flókið og kostnaðarsamt er fyrir einkafyrirtæki að koma upp hleðslustöðvum í götum og því hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs að styrkja uppbygginguna. Í Bretlandi greiða stjórnvöld niður um 75% af kostnaði við uppsetningu á hleðslustöðvum. Áætlað hefur verið að þar þurfi að setja upp um hálfa milljón hleðslustöðva í götum fyrir árið 2030 en þá á helmingur allra bíla á götunum að vera rafbílar. Fyrirtækið Ubitricity, dótturfélag olíurisans Shell, setur upp hleðslustöðvar í ljósastaurum í Bretlandi. Það áætlar að um 60% bíleigenda í Evrópu þurfi að komast í götuhleðslu. Lex Hartman, forstjóri fyrirtækisins, segir að koma þurfi upp hleðslustöðvum alls staðar. „Ef innivðirnir eru ekki til staðar hikar fólk við að kaupa rafbíla nema það neyðist til þess,“ segir hann. Hann bendir á að um níutíu milljónir ljósastaura séu í Evrópu. Hægt verði að nota milljónir þeirra til þess að hlaða rafbíla. Kostnaðurinn hleypur á tugum þúsunda milljarða Í New York-borg í Bandaríkjunum er ekki mikið svigrúm fyrir fjölgun rafbíla. Þar eru aðeins 1.580 hleðslustöðvar en um milljón bílar sem er lagt í almenn stæði í götum. Þrátt fyrir það stefnir New York-ríki á að allir nýir fólks- og sendiferðabílar verði vistvænir fyrir árið 2035. Borgaryfirvöld áætla að það gæti kostað um fimm hundruð milljarða dollara, jafnvirði meira en 65.000 milljarða íslenskra króna að rafvæða samgöngur. Vandamálið er ekki bundið við New York. Í London í Bretlandi er áætlað að um 76% þeirra fimm til tíu milljóna bíla sem eru í borginni sé lagt í götum. Opinberar tölur frá Bandaríkjunum benda til þess að 40% landsmanna búi ekki í einbýlishúsum með aðgang að bílskúr þar sem er hægt að hlaða rafbíl. Jafnvel í Noregi þar sem rafvæðing bílaflotans er lengst komin í heiminum er það áskorun að byggja upp innviðina. Borgaryfirvöld í Osló niðurgreiða hraðhleðslustöðvar og stærri hleðslustöðvar. Sú þróun er enn ekki nógu langt komin til að hægt sé að þjónusta þau 30% bíleigenda sem eiga ekki eigin bílastæði. „Það er gríðarlega mikilvægt að allir, óháð efnahagslegum bakgrunni, geti tekið þátt í þessari grænu umbreytingu. Þeir verða að vera það vegna þess að innan fárra ára þurfa þeir að selja dísilbílana sína,“ segir Sture Portvik sem stýrir uppbyggingu hleðslustöðva í Osló. Orkumál Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
Fjöldi ríkja hefur sett sér markmið um að banna nýjar bifreiðar sem eru knúnar jarðefnaeldsneyti á næstu árum og áratugum enda þarf að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda svo hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Sala á rafbílum hefur stóraukist í Evrópu og Bandaríkjunum. Reuters-fréttastofan segir að frekari rafvæðing vegasamgangna geti strandað á hversu hægt ríkjum gengur að byggja upp innviði fyrir rafbílana. Milljónir bíleigenda eru ekki með eigin bílastæði þar sem þeir geta komist í hleðslu. Á fáum stöðum er búið að koma upp nægilega mörgum hleðslustöðvum til að anna fyrirsjáanlegri eftirspurn. Sveitarfélög búa víða við þröngan kost og hafa ekki efni á að ráðast í slíka innviðauppbyggingu. Flókið og kostnaðarsamt er fyrir einkafyrirtæki að koma upp hleðslustöðvum í götum og því hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs að styrkja uppbygginguna. Í Bretlandi greiða stjórnvöld niður um 75% af kostnaði við uppsetningu á hleðslustöðvum. Áætlað hefur verið að þar þurfi að setja upp um hálfa milljón hleðslustöðva í götum fyrir árið 2030 en þá á helmingur allra bíla á götunum að vera rafbílar. Fyrirtækið Ubitricity, dótturfélag olíurisans Shell, setur upp hleðslustöðvar í ljósastaurum í Bretlandi. Það áætlar að um 60% bíleigenda í Evrópu þurfi að komast í götuhleðslu. Lex Hartman, forstjóri fyrirtækisins, segir að koma þurfi upp hleðslustöðvum alls staðar. „Ef innivðirnir eru ekki til staðar hikar fólk við að kaupa rafbíla nema það neyðist til þess,“ segir hann. Hann bendir á að um níutíu milljónir ljósastaura séu í Evrópu. Hægt verði að nota milljónir þeirra til þess að hlaða rafbíla. Kostnaðurinn hleypur á tugum þúsunda milljarða Í New York-borg í Bandaríkjunum er ekki mikið svigrúm fyrir fjölgun rafbíla. Þar eru aðeins 1.580 hleðslustöðvar en um milljón bílar sem er lagt í almenn stæði í götum. Þrátt fyrir það stefnir New York-ríki á að allir nýir fólks- og sendiferðabílar verði vistvænir fyrir árið 2035. Borgaryfirvöld áætla að það gæti kostað um fimm hundruð milljarða dollara, jafnvirði meira en 65.000 milljarða íslenskra króna að rafvæða samgöngur. Vandamálið er ekki bundið við New York. Í London í Bretlandi er áætlað að um 76% þeirra fimm til tíu milljóna bíla sem eru í borginni sé lagt í götum. Opinberar tölur frá Bandaríkjunum benda til þess að 40% landsmanna búi ekki í einbýlishúsum með aðgang að bílskúr þar sem er hægt að hlaða rafbíl. Jafnvel í Noregi þar sem rafvæðing bílaflotans er lengst komin í heiminum er það áskorun að byggja upp innviðina. Borgaryfirvöld í Osló niðurgreiða hraðhleðslustöðvar og stærri hleðslustöðvar. Sú þróun er enn ekki nógu langt komin til að hægt sé að þjónusta þau 30% bíleigenda sem eiga ekki eigin bílastæði. „Það er gríðarlega mikilvægt að allir, óháð efnahagslegum bakgrunni, geti tekið þátt í þessari grænu umbreytingu. Þeir verða að vera það vegna þess að innan fárra ára þurfa þeir að selja dísilbílana sína,“ segir Sture Portvik sem stýrir uppbyggingu hleðslustöðva í Osló.
Orkumál Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“