Mótmæla aflífun dýra hverra eigendur hafa greinst með Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. október 2021 08:17 Parið hlóð öllum sínum veraldlegu eigum á mótorhjól og ferðaðist 280 km, með fimmtán hunda með sér. Pham Minh Hung Yfir 150 þúsund manns í Víetnam hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að þarlend yfirvöld hætti að drepa dýr af ótta við smithættu vegna Covid-19. Undirskriftasöfnuninni var hrundið af stað eftir að tólf gæludýr pars sem greindist með sjúkdóminn voru drepin á meðan þau dvöldu á spítala. Pham Minh Hung, 49 ára, og Nguyen Thi Chi Em, 35 ára, eru meðal þeirra sem hafa yfirgefið stórborgir Víetnam í kórónuveirufaraldrinum til að leita vinnu annars staðar. Þau lögðu af stað 8. október síðastliðinn eftir að hafa hlaðið öllum veraldlegum eigum sínum á mótorhjól. Með í för voru „börnin“ þeirra, það er að segja hundarnir þeirra. Voru þau í samfloti með þremur ættingjum, sem höfðu með þrjá hunda og einn kött. Leiðin lá frá Long An-héraði í Khanh Hung í Ca Mau-héraði, um 280 km leið. Þar býr enn annað skyldmenni og útbreiðsla Covid-19 er ekki jafn mikil. Parið birti myndir og myndskeið úr ferðinni á samfélagsmiðlum og nutu nokkurra vinsælda, ekki síst fyrir að hugsa vel um hundana sína. Þegar þau lögðu af stað voru dýrin fimmtán en þau gáfu tvo frá sér og einn drapst. Þegar komið var til Khanh Hung þurfti hópurinn að gangst undir Covid-19 próf og allir reyndust ferðalangarnir smitaðir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en á meðan voru hundarnir tólf drepnir og gæludýr ættingjanna. Það liggur ekki fyrir hvernig en svo virðist sem hræ þeirra hafi verið brennd. „Konan mín og ég grétum svo mikið að við gátum ekki sofið,“ sagði maðurinn. „Ég vildi ekki trúa því að þetta hefði gerst. Ég gat ekki gert neitt til að vernda börnin mín,“ sagði hann í samtali við BBC. Margir sem fylgdust með ferð parsins á samfélagsmiðlum voru djúpt snortnir yfir því hversu vel þau hugsuðu um dýrin sín.Pham Minh Hung Á samfélagsmiðlum létu viðbrögðin við tíðindunum ekki á sér standa og ákvörðunin um að drepa hundana var sögð „grimmileg“ og „villimannsleg“. Nguyen Hong Vu, vísindamaður við City of Hope National Medical Center í Bandaríkjunum sagði ákvörðunina fáránlega, þar sem engar ábendingar væru um að grípa þyrfti til þess að aflífa dýr ef eigendur greindust með Covid-19. Ekki sé vitað um tilvik þar sem smit hafi borist úr gæludýrum í fólk en hins vegar hafi fólk smitað gæludýrin sín. Rannsókn í Texas náði til 76 gæludýra á 39 heimilum þar sem fjölskyldumeðlimir höfðu greinst með Covid-19. Þrír kettir og einn hundur reyndust hafa smitast en sýndu lítil eða engin einkenni og náðu sér fljótt. Viðbrögð yfirvalda í Víetnam við kórónuverufaraldrinum þykja almennt hafa verið nokkuð hörð. Fjöldi fólks hefur verið handtekinn fyrir að dreifa SAR-CoV-2, vírusnum sem veldur Covid-19, og sumir fangelsaðir í allt að fimm ár. Þá vakti mikla hneykslað þegar myndskeið fór í birtingu í september síðastliðnum sem sýndi lögreglumenn brjótast inn í íbúð í Binh Duong-héraði og draga konu út á meðan ungur sonur hennar grét. Hafði konan orðið útsett fyrir smiti og hugðist lögregla láta hana undirgangast próf. BBC greindi frá. Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Gæludýr Dýraheilbrigði Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Pham Minh Hung, 49 ára, og Nguyen Thi Chi Em, 35 ára, eru meðal þeirra sem hafa yfirgefið stórborgir Víetnam í kórónuveirufaraldrinum til að leita vinnu annars staðar. Þau lögðu af stað 8. október síðastliðinn eftir að hafa hlaðið öllum veraldlegum eigum sínum á mótorhjól. Með í för voru „börnin“ þeirra, það er að segja hundarnir þeirra. Voru þau í samfloti með þremur ættingjum, sem höfðu með þrjá hunda og einn kött. Leiðin lá frá Long An-héraði í Khanh Hung í Ca Mau-héraði, um 280 km leið. Þar býr enn annað skyldmenni og útbreiðsla Covid-19 er ekki jafn mikil. Parið birti myndir og myndskeið úr ferðinni á samfélagsmiðlum og nutu nokkurra vinsælda, ekki síst fyrir að hugsa vel um hundana sína. Þegar þau lögðu af stað voru dýrin fimmtán en þau gáfu tvo frá sér og einn drapst. Þegar komið var til Khanh Hung þurfti hópurinn að gangst undir Covid-19 próf og allir reyndust ferðalangarnir smitaðir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en á meðan voru hundarnir tólf drepnir og gæludýr ættingjanna. Það liggur ekki fyrir hvernig en svo virðist sem hræ þeirra hafi verið brennd. „Konan mín og ég grétum svo mikið að við gátum ekki sofið,“ sagði maðurinn. „Ég vildi ekki trúa því að þetta hefði gerst. Ég gat ekki gert neitt til að vernda börnin mín,“ sagði hann í samtali við BBC. Margir sem fylgdust með ferð parsins á samfélagsmiðlum voru djúpt snortnir yfir því hversu vel þau hugsuðu um dýrin sín.Pham Minh Hung Á samfélagsmiðlum létu viðbrögðin við tíðindunum ekki á sér standa og ákvörðunin um að drepa hundana var sögð „grimmileg“ og „villimannsleg“. Nguyen Hong Vu, vísindamaður við City of Hope National Medical Center í Bandaríkjunum sagði ákvörðunina fáránlega, þar sem engar ábendingar væru um að grípa þyrfti til þess að aflífa dýr ef eigendur greindust með Covid-19. Ekki sé vitað um tilvik þar sem smit hafi borist úr gæludýrum í fólk en hins vegar hafi fólk smitað gæludýrin sín. Rannsókn í Texas náði til 76 gæludýra á 39 heimilum þar sem fjölskyldumeðlimir höfðu greinst með Covid-19. Þrír kettir og einn hundur reyndust hafa smitast en sýndu lítil eða engin einkenni og náðu sér fljótt. Viðbrögð yfirvalda í Víetnam við kórónuverufaraldrinum þykja almennt hafa verið nokkuð hörð. Fjöldi fólks hefur verið handtekinn fyrir að dreifa SAR-CoV-2, vírusnum sem veldur Covid-19, og sumir fangelsaðir í allt að fimm ár. Þá vakti mikla hneykslað þegar myndskeið fór í birtingu í september síðastliðnum sem sýndi lögreglumenn brjótast inn í íbúð í Binh Duong-héraði og draga konu út á meðan ungur sonur hennar grét. Hafði konan orðið útsett fyrir smiti og hugðist lögregla láta hana undirgangast próf. BBC greindi frá.
Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Gæludýr Dýraheilbrigði Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira