Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2021 11:34 Mikil skothríð hefur ómað í Beirút í morgun. AP/Hassan Ammar Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. Leiðtogar Hezbollah í Líbanon vilja að dómaranum verði vikið úr embætti. Skotbardagar hafa átt sér stað í borginni og hafa háværar sprengingar einnig heyrst. Reuters segir konu hafa dáið eftir að hún varð fyrir byssukúlu á heimili sínu. Hér að neðan má sjá beina útsendingu Ruptly frá skotbardaga sem átti sér stað í Beirút í morgun. AP fréttaveitan segir Hezbollah-liða hafa komið saman við mótmæli við dómsmálaráðuneyti Líbanons í morgun. Þá hafi samtök hægri sinnaðra kristinna manna boðað til gagnmótmæla en dómsmálaráðuneytið er í hverfi kristinna í Beirút. Fréttaveitan segir ekki liggja fyrir hvernig bardagar hófust en skothríðin hafi byrjað á meðan mótmælin stóðu yfir. Meira en ár er síðan gríðarstór sprenging varð í höfn Beirút. Þá sprungu hundruð tonna af amm Tarek Bitar, dómari sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni, gaf í vikunni svo út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra. Leiðtogi Hezbollah, Sayyed Hassan Nasrallah, gagnrýndi dómarann harðlega og kallaði eftir því að honum yrði vikið úr embætti. Sjá einnig: Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Khalil er ekki eini fyrrverandi ráðherrann sem handtökuskipun hefur verið gefin út fyrir. Gefin var út handtökuskipun á hendur Youssefs Finianos, fyrrverandi atvinnumálaráðherra, í september eftir að hann mætti ekki til skýrslutöku. Finianos hefur enn ekki verið handtekinn, þrátt fyrir handtökuskipunina. Sjá einnig: Ár frá sprengingunni í Beirút - Ráðamenn hunsuðu hættuna Undanfarin ári hefur Líbanon gengið í gegnum ýmsa erfiðleika. Þar má meðal annars nefna sprenginguna, gífurleg efnahagsvandræði og stjórnarkreppu. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá átökunum í morgun. #Hezbollah militants in central #Beirut. Its really street fighting now. pic.twitter.com/d3jRK2bBCi— Barzan Sadiq (@BarzanSadiq) October 14, 2021 # _ # _ _ # _ pic.twitter.com/kyvQ2Yv6W9— Larissa Aoun (@LarissaAounSky) October 14, 2021 Short thread- #Beirut #Lebanon again sniper fire, gunfights and rockets in the city #Tayoune area. Happened during a #Hizbollah #Amal protest near the palace of justice against judge Bitar handling the #beirutportexplosion Videos circulating on social media pic.twitter.com/0ZAw20EY45— Maha Yahya (@mahamyahya) October 14, 2021 Líbanon Tengdar fréttir Mikill eldur á stærstu olíubirgðastöð Líbanons Gríðarmikill eldur braust út í bensóltanki á olíubirgðastöðinni Zahrani í Líbanon í morgun. 11. október 2021 08:32 Rafmagnslaust í Líbanon Ekert rafmagn fæst í Líbanon eftir að tvö stærstu raforkuver landsins þurftu að hætta starfsemi tímabundið vegna eldsneytisskorts. Yfirvöld segja að rafmagnsleysið muni vara í nokkra daga. 9. október 2021 14:48 Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Leiðtogar Hezbollah í Líbanon vilja að dómaranum verði vikið úr embætti. Skotbardagar hafa átt sér stað í borginni og hafa háværar sprengingar einnig heyrst. Reuters segir konu hafa dáið eftir að hún varð fyrir byssukúlu á heimili sínu. Hér að neðan má sjá beina útsendingu Ruptly frá skotbardaga sem átti sér stað í Beirút í morgun. AP fréttaveitan segir Hezbollah-liða hafa komið saman við mótmæli við dómsmálaráðuneyti Líbanons í morgun. Þá hafi samtök hægri sinnaðra kristinna manna boðað til gagnmótmæla en dómsmálaráðuneytið er í hverfi kristinna í Beirút. Fréttaveitan segir ekki liggja fyrir hvernig bardagar hófust en skothríðin hafi byrjað á meðan mótmælin stóðu yfir. Meira en ár er síðan gríðarstór sprenging varð í höfn Beirút. Þá sprungu hundruð tonna af amm Tarek Bitar, dómari sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni, gaf í vikunni svo út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra. Leiðtogi Hezbollah, Sayyed Hassan Nasrallah, gagnrýndi dómarann harðlega og kallaði eftir því að honum yrði vikið úr embætti. Sjá einnig: Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Khalil er ekki eini fyrrverandi ráðherrann sem handtökuskipun hefur verið gefin út fyrir. Gefin var út handtökuskipun á hendur Youssefs Finianos, fyrrverandi atvinnumálaráðherra, í september eftir að hann mætti ekki til skýrslutöku. Finianos hefur enn ekki verið handtekinn, þrátt fyrir handtökuskipunina. Sjá einnig: Ár frá sprengingunni í Beirút - Ráðamenn hunsuðu hættuna Undanfarin ári hefur Líbanon gengið í gegnum ýmsa erfiðleika. Þar má meðal annars nefna sprenginguna, gífurleg efnahagsvandræði og stjórnarkreppu. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá átökunum í morgun. #Hezbollah militants in central #Beirut. Its really street fighting now. pic.twitter.com/d3jRK2bBCi— Barzan Sadiq (@BarzanSadiq) October 14, 2021 # _ # _ _ # _ pic.twitter.com/kyvQ2Yv6W9— Larissa Aoun (@LarissaAounSky) October 14, 2021 Short thread- #Beirut #Lebanon again sniper fire, gunfights and rockets in the city #Tayoune area. Happened during a #Hizbollah #Amal protest near the palace of justice against judge Bitar handling the #beirutportexplosion Videos circulating on social media pic.twitter.com/0ZAw20EY45— Maha Yahya (@mahamyahya) October 14, 2021
Líbanon Tengdar fréttir Mikill eldur á stærstu olíubirgðastöð Líbanons Gríðarmikill eldur braust út í bensóltanki á olíubirgðastöðinni Zahrani í Líbanon í morgun. 11. október 2021 08:32 Rafmagnslaust í Líbanon Ekert rafmagn fæst í Líbanon eftir að tvö stærstu raforkuver landsins þurftu að hætta starfsemi tímabundið vegna eldsneytisskorts. Yfirvöld segja að rafmagnsleysið muni vara í nokkra daga. 9. október 2021 14:48 Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Mikill eldur á stærstu olíubirgðastöð Líbanons Gríðarmikill eldur braust út í bensóltanki á olíubirgðastöðinni Zahrani í Líbanon í morgun. 11. október 2021 08:32
Rafmagnslaust í Líbanon Ekert rafmagn fæst í Líbanon eftir að tvö stærstu raforkuver landsins þurftu að hætta starfsemi tímabundið vegna eldsneytisskorts. Yfirvöld segja að rafmagnsleysið muni vara í nokkra daga. 9. október 2021 14:48
Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41