Stefanía Bjarney tilnefnd sem frumkvöðull ársins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. október 2021 13:01 Stefanía Bjarney flutti erindi á setningu Nýsköpunarviku. Mummi Lú Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, famkvæmdastjóri og meðstofnandi íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Avo, er tilnefnd til Nordic Women in Tech Awards í flokknum frumkvöðull ársins. Avo hefur verið á mikilli siglingu og meðal nýrra viðskiptavina eru Adobe og Fender. „Verðlaunin Nordic Women in Tech Awards eru viðurkenning á störfum kvenna í tæknigeiranum á Norðurlöndunum með það að markmiði að setja kvenfyrirmyndir í sviðsljósið og draga að fleiri konur inn í nýsköpun og tækni. Þær sem eru tilnefndar þykja hafa skarað fram úr og verið sterkar fyrirmyndir. Verðlaunin eru veitt í tíu flokkum og eru fimm konur tilnefndar í hverjum þeirra,“ segir um þessi verðlaun. „Ég lít fyrst og fremst á tilnefninguna sem viðurkenningu á öllu Avo teyminu. Þetta er allt saman „team-effort.“ Að vera í þessum sleggju hópi af flottustu konum Norðurlandanna í tæknigeiranum er auðvitað mikill heiður.“ Stefanía Bjarney er tilnefnd í flokknum Frumkvöðull ársins (e. Entrepreneur of the Year) og eru þau verðlaun veitt til einstaklings sem er eigandi í fyrirtæki sem sýnt hefur framúrskarandi árangur síðustu 36 mánuði og þykir vera með skýr og raunhæf markmið. Aðspurð segir Stefanía Bjarney margt hafa verið á siglingu undanfarna mánuði „Við erum í stöðugri vöruþróun og viðskiptavinum fjölgað jafnt og þétt. Með nýjustu gagnastjórnunarlausnunum okkar hafa viðskiptavinir eins og Adobe og Fender bæst í hópinn. Það sem gerir mig alltaf stoltasta er fólkið sem ég fæ að vinna með – bæði þetta ótrúlega Avo teymi, sem og forréttindin að fá að vinna náið á hverjum degi með mögnuðum viðskiptavinum okkar sem eru vörustjórar, forritarar og gagnasérfræðingar hjá framsæknustu stafrænu vörum heims.“ Netkosning hafin og Stefanía í topp tíu Á dögunum opnaði netkosning fyrir svokallað People’s Choice Awards, þar sem fólki gefst tækifæri á að kjósa sinn fulltrúa til verðlauna. Stefanía er ofarlega í kosningunni. „Þetta er auðvitað frábært tækifæri til að vekja athygli á nýsköpun á Íslandi. Hér er sannarlega af nógu að taka og spennandi að eiga möguleika á að vera fulltrúi Íslands í þessari kosningu.“ Hægt er að kjósa Stefaníu Bjarneyju hér. Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Bein útsending: Setning Nýsköpunarvikunnar 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar. 26. maí 2021 15:30 Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2020 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi ungir Íslendingar árið 2020. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 2. október 2020 15:32 „Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira
Avo hefur verið á mikilli siglingu og meðal nýrra viðskiptavina eru Adobe og Fender. „Verðlaunin Nordic Women in Tech Awards eru viðurkenning á störfum kvenna í tæknigeiranum á Norðurlöndunum með það að markmiði að setja kvenfyrirmyndir í sviðsljósið og draga að fleiri konur inn í nýsköpun og tækni. Þær sem eru tilnefndar þykja hafa skarað fram úr og verið sterkar fyrirmyndir. Verðlaunin eru veitt í tíu flokkum og eru fimm konur tilnefndar í hverjum þeirra,“ segir um þessi verðlaun. „Ég lít fyrst og fremst á tilnefninguna sem viðurkenningu á öllu Avo teyminu. Þetta er allt saman „team-effort.“ Að vera í þessum sleggju hópi af flottustu konum Norðurlandanna í tæknigeiranum er auðvitað mikill heiður.“ Stefanía Bjarney er tilnefnd í flokknum Frumkvöðull ársins (e. Entrepreneur of the Year) og eru þau verðlaun veitt til einstaklings sem er eigandi í fyrirtæki sem sýnt hefur framúrskarandi árangur síðustu 36 mánuði og þykir vera með skýr og raunhæf markmið. Aðspurð segir Stefanía Bjarney margt hafa verið á siglingu undanfarna mánuði „Við erum í stöðugri vöruþróun og viðskiptavinum fjölgað jafnt og þétt. Með nýjustu gagnastjórnunarlausnunum okkar hafa viðskiptavinir eins og Adobe og Fender bæst í hópinn. Það sem gerir mig alltaf stoltasta er fólkið sem ég fæ að vinna með – bæði þetta ótrúlega Avo teymi, sem og forréttindin að fá að vinna náið á hverjum degi með mögnuðum viðskiptavinum okkar sem eru vörustjórar, forritarar og gagnasérfræðingar hjá framsæknustu stafrænu vörum heims.“ Netkosning hafin og Stefanía í topp tíu Á dögunum opnaði netkosning fyrir svokallað People’s Choice Awards, þar sem fólki gefst tækifæri á að kjósa sinn fulltrúa til verðlauna. Stefanía er ofarlega í kosningunni. „Þetta er auðvitað frábært tækifæri til að vekja athygli á nýsköpun á Íslandi. Hér er sannarlega af nógu að taka og spennandi að eiga möguleika á að vera fulltrúi Íslands í þessari kosningu.“ Hægt er að kjósa Stefaníu Bjarneyju hér.
Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Bein útsending: Setning Nýsköpunarvikunnar 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar. 26. maí 2021 15:30 Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2020 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi ungir Íslendingar árið 2020. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 2. október 2020 15:32 „Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira
Bein útsending: Setning Nýsköpunarvikunnar 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar. 26. maí 2021 15:30
Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2020 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi ungir Íslendingar árið 2020. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 2. október 2020 15:32
„Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09