Ný ríkisstjórn Noregs ætla að halda áfram olíuvinnslu Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2021 13:59 Jonas Gahr Støre sestur í forsætisráðherrastólinn. Verkamannaflokkur hans myndaði minnihlutastjórn með Miðflokknum. Vísir/EPA Jonas Gahr Støre kynnti nýja ríkisstjórn Verkamannaflokks hans og Miðflokksins í dag. Flokkarnir eru sammála um að halda áfram að leita að og vinna olíu og gas næstu árin. Nýja miðvinstristjórnin verður minnihlutastjórn en Vinstri sósíalistar drógu sig út úr stjórnarmyndunarviðræðrum flokkanna þriggja. Konur eru í meirihluta í ríkisstjórninni í fyrsta skipti í sögu Noregs. Af átján ráðherrum verða tíu konur, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Á meðal þeirra kvenna sem taka sæti í stjórninni er Emilie Enger Mehl sem verður dómsmálaráðherra, aðeins 28 ára gömul. Hún er með meistaragráðu í lögfræði og sat í utanríkis- og dómsmálanefnd norska þingsins á síðasta kjörtímabili. Trygve Slagsvold Vedum úr Miðflokknum verður fjármálaráðherra en hann hefur setið í fjárlaganefnd Stórþingsins undanfarin tvö kjörtímabil. Anniken Huitfeldt úr Verkamannaflokknum verður utanríkisráðherra og Hadia Tajik, atvinnu- og aðlögunarráðherra. Tveir ráðherrar eru eftirlifendur úr hryðjuverkaárásinni á Úteyju 22. júlí árið 2011. Tonje Brenna, menntamálaráðherra, og Jan Christian Vestre, viðskipta- og iðnaðarráðherra, voru bæði á ungmennamóti Verkamannaflokksins í eynni þegar hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik myrti 77 félaga þeirra. Emilie Enger Mehl, nýr dómsmálaráðherra, (t.v.) með Odd Roger Enoksen varnarmálaráðherra og Anette Trettebergstuen, menningar- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EPA Ætla ekki að leggja olíuiðnaðinn niður Loftslagsmál og framtíð olíu- og gasiðnaðarins sem hefur gert Noreg að vellauðugu landi voru á meðal stærstu mála kosningabaráttunar í haust. Verkamanna- og Miðflokkurinn boða engar stórar breytingar á iðnaðinum. „Norski olíuiðnaðurinn verður þróaður áfram en ekki tekinn í sundur,“ sögðu flokkarnir í stefnuyfirlýsingu sinni. Áfram verður haldið að gefa út ný leyfi til olíuleitar en stefnan er að ný vinnsla verði á hafsvæðum sem eru þegar lögð undir olíuborpalla. Norðmenn framleiða um fjórar milljónir tunna af olíu á hverjum degi. Um helmingur af útflutningstekjum landsins koma frá sölu á jarðefnaeldsneyti. Olíuiðnaðurinn tók tíðindunum fagnandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áform ríkisstjórnarinnar um að veita honum aðgang að nýjum olíulindum séu mikilvæg til að olíu- og gasvinnsla haldi áfram að skapa tekjur. Umhverfisverndarsamtök eru ekki eins hrifin. „Við fáum nýja ríkisstjórn en með ábyrgðalausu stefnumálin um jarðefnaeldsneyti og fyrri stjórnir. Stefnuskrá ríkisstjórnarinnar þýðir að það er haldið fulla ferð áfram með olíuleit,“ segir Frode Pleym, forsvarsmaður Grænfriðunga í Noregi. Noregur Þingkosningar í Noregi Bensín og olía Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Nýja miðvinstristjórnin verður minnihlutastjórn en Vinstri sósíalistar drógu sig út úr stjórnarmyndunarviðræðrum flokkanna þriggja. Konur eru í meirihluta í ríkisstjórninni í fyrsta skipti í sögu Noregs. Af átján ráðherrum verða tíu konur, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Á meðal þeirra kvenna sem taka sæti í stjórninni er Emilie Enger Mehl sem verður dómsmálaráðherra, aðeins 28 ára gömul. Hún er með meistaragráðu í lögfræði og sat í utanríkis- og dómsmálanefnd norska þingsins á síðasta kjörtímabili. Trygve Slagsvold Vedum úr Miðflokknum verður fjármálaráðherra en hann hefur setið í fjárlaganefnd Stórþingsins undanfarin tvö kjörtímabil. Anniken Huitfeldt úr Verkamannaflokknum verður utanríkisráðherra og Hadia Tajik, atvinnu- og aðlögunarráðherra. Tveir ráðherrar eru eftirlifendur úr hryðjuverkaárásinni á Úteyju 22. júlí árið 2011. Tonje Brenna, menntamálaráðherra, og Jan Christian Vestre, viðskipta- og iðnaðarráðherra, voru bæði á ungmennamóti Verkamannaflokksins í eynni þegar hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik myrti 77 félaga þeirra. Emilie Enger Mehl, nýr dómsmálaráðherra, (t.v.) með Odd Roger Enoksen varnarmálaráðherra og Anette Trettebergstuen, menningar- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EPA Ætla ekki að leggja olíuiðnaðinn niður Loftslagsmál og framtíð olíu- og gasiðnaðarins sem hefur gert Noreg að vellauðugu landi voru á meðal stærstu mála kosningabaráttunar í haust. Verkamanna- og Miðflokkurinn boða engar stórar breytingar á iðnaðinum. „Norski olíuiðnaðurinn verður þróaður áfram en ekki tekinn í sundur,“ sögðu flokkarnir í stefnuyfirlýsingu sinni. Áfram verður haldið að gefa út ný leyfi til olíuleitar en stefnan er að ný vinnsla verði á hafsvæðum sem eru þegar lögð undir olíuborpalla. Norðmenn framleiða um fjórar milljónir tunna af olíu á hverjum degi. Um helmingur af útflutningstekjum landsins koma frá sölu á jarðefnaeldsneyti. Olíuiðnaðurinn tók tíðindunum fagnandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áform ríkisstjórnarinnar um að veita honum aðgang að nýjum olíulindum séu mikilvæg til að olíu- og gasvinnsla haldi áfram að skapa tekjur. Umhverfisverndarsamtök eru ekki eins hrifin. „Við fáum nýja ríkisstjórn en með ábyrgðalausu stefnumálin um jarðefnaeldsneyti og fyrri stjórnir. Stefnuskrá ríkisstjórnarinnar þýðir að það er haldið fulla ferð áfram með olíuleit,“ segir Frode Pleym, forsvarsmaður Grænfriðunga í Noregi.
Noregur Þingkosningar í Noregi Bensín og olía Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent