Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2021 14:52 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins krefjast afléttinga strax. vísir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Áfram ætti að aflétta smám saman en draga þyrfti lærdóm af bakslaginu síðasta sumar þegar öllum takmörkunum var aflétt. RS-veiran sé alvarlegur faraldur hjá börnum bæði í Danmörku og í Svíþjóð. Sjá þurfi hvað gerist hér á landi. „Svo eru menn að spá því jafnvel að inflúensan geti orðið alvarlegri en áður, af því að hún gekk ekki í fyrra,“ sagði Þórólfur. Það þyrfti að hafa í huga við ákvarðanatöku um afléttingu samkomutakmarkana. Jarðhræringar og inflúensa ekki málefnalegar ástæður Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að jarðhræringar, inflúensa og RS-vírus séu ekki, og hafi aldrei verið, málefnalegar ástæður til takmörkunar á athafnafrelsi almennings. „Þátttaka í lífinu hefur alltaf verið hættuspil, en stærsta aðsteðjandi ógnin við líf og heilsu fólks er ekki farsótt, nú þegar 90% fullorðinna hafa verið bólusettir gegn kórónaveirunni. Það er ómögulegt að greina nokkurn ávinning eða ábata af áframhaldandi takmörkunum - hins vegar er miklu til kostað og mörgu fórnað,“ segir Hildur á Facebook. Styður að aflétta öllum takmörkunum Veitingamenn, listamenn og fjölmargir aðrir hafi orðið fyrir óbætanlegu tjóni af völdum takmarkana sem þjóni ekki lengur almannahagsmunum. „Atvinnurekendur um alla borg berjast í bökkum vegna heimatilbúinna skilyrða stjórnvalda, sem eiga sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndum. Það er löngu tímabært að endurheimta takmarkalaust samfélag og eðlilegt líf. Afléttingar strax.“ Áslaug Arna ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær, ásamt fleiri málum. „EKki er hægt að rökstyðja takmarkanir með hefðbundnum inflúensum og RS vírusum. Ég styð það að aflétta öllum takmörkunum,“ segir Áslaug í færslu á Instagram. Hvað ræður Landspítalinn við? Þórólfur lagði áherslu á það í viðtali við fréttastofu í gær að ekki yrði opið fram á nótt á skemmtistöðum bæjarins. „Við erum náttúrulega með einhverjar takmarkanir í gangi og ég held að þar muni mestu um lokun á börum og skemmtistöðum, að þar sé ekki opið fram á nótt. Ég held að það skipti gríðarlegu máli,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Tilfelli á hverjum degi séu enn 20-60 og af þeim leggist tvö prósent inn á spítala. „Getum við slakað á og búist við aukningu? Og getur spítalinn ráðið við það? Það er stóra spurningin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Áfram ætti að aflétta smám saman en draga þyrfti lærdóm af bakslaginu síðasta sumar þegar öllum takmörkunum var aflétt. RS-veiran sé alvarlegur faraldur hjá börnum bæði í Danmörku og í Svíþjóð. Sjá þurfi hvað gerist hér á landi. „Svo eru menn að spá því jafnvel að inflúensan geti orðið alvarlegri en áður, af því að hún gekk ekki í fyrra,“ sagði Þórólfur. Það þyrfti að hafa í huga við ákvarðanatöku um afléttingu samkomutakmarkana. Jarðhræringar og inflúensa ekki málefnalegar ástæður Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að jarðhræringar, inflúensa og RS-vírus séu ekki, og hafi aldrei verið, málefnalegar ástæður til takmörkunar á athafnafrelsi almennings. „Þátttaka í lífinu hefur alltaf verið hættuspil, en stærsta aðsteðjandi ógnin við líf og heilsu fólks er ekki farsótt, nú þegar 90% fullorðinna hafa verið bólusettir gegn kórónaveirunni. Það er ómögulegt að greina nokkurn ávinning eða ábata af áframhaldandi takmörkunum - hins vegar er miklu til kostað og mörgu fórnað,“ segir Hildur á Facebook. Styður að aflétta öllum takmörkunum Veitingamenn, listamenn og fjölmargir aðrir hafi orðið fyrir óbætanlegu tjóni af völdum takmarkana sem þjóni ekki lengur almannahagsmunum. „Atvinnurekendur um alla borg berjast í bökkum vegna heimatilbúinna skilyrða stjórnvalda, sem eiga sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndum. Það er löngu tímabært að endurheimta takmarkalaust samfélag og eðlilegt líf. Afléttingar strax.“ Áslaug Arna ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær, ásamt fleiri málum. „EKki er hægt að rökstyðja takmarkanir með hefðbundnum inflúensum og RS vírusum. Ég styð það að aflétta öllum takmörkunum,“ segir Áslaug í færslu á Instagram. Hvað ræður Landspítalinn við? Þórólfur lagði áherslu á það í viðtali við fréttastofu í gær að ekki yrði opið fram á nótt á skemmtistöðum bæjarins. „Við erum náttúrulega með einhverjar takmarkanir í gangi og ég held að þar muni mestu um lokun á börum og skemmtistöðum, að þar sé ekki opið fram á nótt. Ég held að það skipti gríðarlegu máli,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Tilfelli á hverjum degi séu enn 20-60 og af þeim leggist tvö prósent inn á spítala. „Getum við slakað á og búist við aukningu? Og getur spítalinn ráðið við það? Það er stóra spurningin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12