Enska landsliðið spilaði sex af sjö leikjum sínum á Evrópumótinu á Wembley eða alla nema leikinn í átta liða úrslitunum sem fór fram í Róm á Ítalíu. Enska liðið tapaði á endanum í vítakeppni á móti Ítalíu í úrslitaleik mótsins.
New figures have revealed the arrests of football fans at England's Euro 2020 games.
— BBC Sport (@BBCSport) October 14, 2021
Á úrslitaleik Englands og Ítalíu voru 39 handtökur, 28 voru handteknir í kringum leik Englands og Skotlands í riðlakeppninni og átján handtökur voru á undanúrslitaleik Englendinga og Dana.
Hinar sex handtökurnar tengdar leikjum á EM á Wembley voru allar á undanúrslitaleik Spánverja og Ítala.
Það kemur í ljós í næstu viku hvort enska landsliðið þurfi að spila einhverja heimaleiki á næstunni fyrir luktum dyrum vegna þess sem gerðist í kringum úrslitaleikinn í sumar.
Stuðningsmenn slógust þá við öryggisverði og lögreglu eftir að hafa reynt að brjóta sér leið inn á leikvanginn.
93 prósent fótboltaleikja á 2020-21 tímabilinu fóru fram án áhorfenda vegna kórónuveirunnar og það þýddi að handtökum í kringum þessa fótboltaleiki fækkaði úr 1089 niður í 116 á milli tímabila.
Flestar handtökur voru hjá Birmingham City eða 54 en í ensku úrvalsdeildinni voru flestar handtökur á leikjum Liverpool eða 44.