Þórólfur um meintan hræðsluáróður: „Þetta er ekki eitthvað sem ég er að búa til“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2021 18:16 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gefur lítið fyrir þá gagnrýni á orð hans um að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum sé hræðsluáróður. Hann segir þau sem segja það ekki hafa kynnt sér málin nægilega vel. Þórólfur sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Áfram ætti að aflétta smám saman en draga þyrfti lærdóm af bakslaginu síðasta sumar þegar öllum takmörkunum var aflétt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sögðu sóttvarnalækni hins vegar ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. Spurði Hildur meðal annars hvort ekki væri nóg komið af þessum „tilhæfulausa hræðsluáróðri.“ Þórólfur var spurður út í þessa gagnrýni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta er ekki frá mér komið. Sóttvarnarstofnun Evrópu hefur bent á þetta og beðið þjóðir um að undirbúa sig fyrir veturinn með tilliti til Covid líka. Bæði hafa þessar stofnanir verið að benda á alvarleikann ef fólk fær þessar sýkingar á sama tíma og eins gæti verið að því að inflúensan gekk ekki í fyrra fengum við stærri inflúensufaraldur í ár sem að gæti haft áhrif á til dæmis sjúkrahúsin og heilbrigðiskerfið. Þannig að þetta er ekki frá mér komið, þetta er ekki eitthvað sem ég er að búa til,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Sagði hann að þeir sem kölluðu þetta hræðsluáróður hefðu einfaldlega ekki kynnt sér málin nægjanlega vel. „Þetta er það sem norrænir kollegar, norræn heilbrigðisyfirvöld eru að tala um. Heilbrigðisyfirvöld í Bretland og Sóttvarnastofnun Evrópu hefur lagt áherslu á þetta. Ég hef heyrt líka aðila frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni tala um þetta þannig að þeir sem eru að tala um tilhæfulausan hræðsluáróður, þeir hafa bara ekki kynnt sér málin alveg,“ sagði Þórólfur. Sagði hann að ummæli hans um RS-vírusinn og inflúensuna snerust um að heilbrigðiskerfið gæti ráðið við að sinna slíkum tilfellum, auk Covid-19 tilfella. „Ég er ekki að tala um að það þurfi að halda þessum aðferðum áfram út af inflúensu, heldur erum við að tala um að vernda heilbrigðiskerfið og hluti af því er að reyna að hafa kerfið þannig að það geti tekið á móti inflúensu og RS eins og venjulega. En þá þurfum við líka að hafa bolmagn til að geta fengist við Covid-19.“ Tvö þúsund smit tengd Bankastræti Club síðan í sumar Þórólfur lagði áherslu á það í viðtali við fréttastofu í gær að ekki yrði opið fram á nótt á skemmtistöðum bæjarins ef slakað verður á samkomutakmörkunum. Sagði hann ljóst að þær bylgjur sem mest vandræði hafi skapað hafi hafist á djamminu. Þetta sæist glögglega í raðgreiningargögnum. Um 400 undirtegundir delta-veirunnar hefðu greinst hér á landi frá því að hún kom fyrst hingað. „Þar af eru fimm afbrigði sem að hafa smitað 100 manns eða fleiri. Þar á toppnum er þessi Bankastræti Club týpa sem greindist þar og tengdist þeim stað fyrst. Það eru yfir tvö þúsund manns sem að hafa greinst með þá tegund.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Þórólfur sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Áfram ætti að aflétta smám saman en draga þyrfti lærdóm af bakslaginu síðasta sumar þegar öllum takmörkunum var aflétt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sögðu sóttvarnalækni hins vegar ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. Spurði Hildur meðal annars hvort ekki væri nóg komið af þessum „tilhæfulausa hræðsluáróðri.“ Þórólfur var spurður út í þessa gagnrýni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta er ekki frá mér komið. Sóttvarnarstofnun Evrópu hefur bent á þetta og beðið þjóðir um að undirbúa sig fyrir veturinn með tilliti til Covid líka. Bæði hafa þessar stofnanir verið að benda á alvarleikann ef fólk fær þessar sýkingar á sama tíma og eins gæti verið að því að inflúensan gekk ekki í fyrra fengum við stærri inflúensufaraldur í ár sem að gæti haft áhrif á til dæmis sjúkrahúsin og heilbrigðiskerfið. Þannig að þetta er ekki frá mér komið, þetta er ekki eitthvað sem ég er að búa til,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Sagði hann að þeir sem kölluðu þetta hræðsluáróður hefðu einfaldlega ekki kynnt sér málin nægjanlega vel. „Þetta er það sem norrænir kollegar, norræn heilbrigðisyfirvöld eru að tala um. Heilbrigðisyfirvöld í Bretland og Sóttvarnastofnun Evrópu hefur lagt áherslu á þetta. Ég hef heyrt líka aðila frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni tala um þetta þannig að þeir sem eru að tala um tilhæfulausan hræðsluáróður, þeir hafa bara ekki kynnt sér málin alveg,“ sagði Þórólfur. Sagði hann að ummæli hans um RS-vírusinn og inflúensuna snerust um að heilbrigðiskerfið gæti ráðið við að sinna slíkum tilfellum, auk Covid-19 tilfella. „Ég er ekki að tala um að það þurfi að halda þessum aðferðum áfram út af inflúensu, heldur erum við að tala um að vernda heilbrigðiskerfið og hluti af því er að reyna að hafa kerfið þannig að það geti tekið á móti inflúensu og RS eins og venjulega. En þá þurfum við líka að hafa bolmagn til að geta fengist við Covid-19.“ Tvö þúsund smit tengd Bankastræti Club síðan í sumar Þórólfur lagði áherslu á það í viðtali við fréttastofu í gær að ekki yrði opið fram á nótt á skemmtistöðum bæjarins ef slakað verður á samkomutakmörkunum. Sagði hann ljóst að þær bylgjur sem mest vandræði hafi skapað hafi hafist á djamminu. Þetta sæist glögglega í raðgreiningargögnum. Um 400 undirtegundir delta-veirunnar hefðu greinst hér á landi frá því að hún kom fyrst hingað. „Þar af eru fimm afbrigði sem að hafa smitað 100 manns eða fleiri. Þar á toppnum er þessi Bankastræti Club týpa sem greindist þar og tengdist þeim stað fyrst. Það eru yfir tvö þúsund manns sem að hafa greinst með þá tegund.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52
Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12