Nú hjálpar hún konum sem eru með extra þunnt hár eftir veikindi og einnig karlmönnum sem langar að fá hár í stað skalla.
„Sköllóttir karlmenn hafa oft verið valdir kynþokkafyllstu karlmenn landsins. Enda margir mega flottir en sumir vilja gera tilraunir með að setja á sig hártopp. Eðvarð Gíslason langar að breyta til og fá sér hártopp með glænýrri tækni,“ sagði Vala Matt í þættinum Ísland í dag í gær.
Vala ræddi við Sigríði Margréti um hennar veikindi og hármissi og einnig talaði Vala við Eðvarð, en hann hefur verið með skalla frá unga aldri.
Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.