Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. október 2021 12:40 Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen Samsett Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air, segist þakklátur fjölskyldu sinni í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Hann hafi orðið líkamlega og andlega gjaldþrota í kjölfar falls flugfélagsins og þakkar fjölskyldu sinni fyrir að hafa komið í veg fyrir að hann legðist í langvarandi þunglyndi. Athafnamaðurinn hefur staðið fyrir uppbyggingu í Hvammsvík í Kjósarhreppi ásamt konu sinni, Grímu Björgu Thorarensen, og foreldrum sínum. Skúli hyggst selja lóðir undir heilsárshús og opna sjóböð á landinu. Skúli segir Grímu hafa staðið með sér í gegnum erfiða tíma og hvatt hann til verka í Hvammsvíkinni. Að sögn Skúla kynntust þau Gríma þegar allt lék í lyndi en þegar þunglyndið sótti að honum í kjölfar falls flugfélagsins bauð hann Grímu að fara frá sér. „Hún hefur verið ótrúlega sterk og staðið við hlið mér eins og klettur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir hennar stuðning og ást, að ekki sé talað um strákana okkar tvo sem við eigum núna saman, Jaka sem er eins og hálfs árs og mánaðargamlan bróður hans,“ segir Skúli í viðtali við Fréttablaðið. Uppbyggingu miðar áfram en hugurinn enn við flugið Skúli segir uppbygginguna í Hvammsvík ganga vel og að þau hjónin gangi í öll möguleg störf í sveitinni. Hugurinn er þó enn við flugið en það er draumurinn að gera öllum kleift að ferðast. „Við Gríma erum rétt að byrja okkar ævintýri. Hún hefur mátt þola umtalið, allt frá því við byrjuðum saman, sem auðvitað vakti athygli vegna 20 ára aldursmunar. Og vel að merkja, hún var alltof ung í huga mér í fyrstu, enda féll ég ekki fyrir henni fyrr en mörgum árum eftir fyrstu kynni, þegar hún hafði sem flugfreyja hjá WOW elt drauma sína út fyrir landsteinana og lagt stund á nám í innanhússhönnun." Tapaði átta milljörðum við fall WOW WOW hætti starfsemi sinni í þann 28. mars 2018 eftir langan aðdraganda. Um ellefu hundruð starfsmenn félagsins misstu vinnuna í kjölfar fallsins en Skúli segist hafa sokkið djúpt í andlegri líðan. Skúli tapaði þar að auki fjórum milljörðum með falli WOW og skuldaði fjóra til viðbótar. Hann er enn að greiða niður skuldirnar, meðal annars með sölu jarða, fasteigna og listaverka, að því er segir í Fréttablaðinu. WOW Air Fréttir af flugi Ástin og lífið Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Athafnamaðurinn hefur staðið fyrir uppbyggingu í Hvammsvík í Kjósarhreppi ásamt konu sinni, Grímu Björgu Thorarensen, og foreldrum sínum. Skúli hyggst selja lóðir undir heilsárshús og opna sjóböð á landinu. Skúli segir Grímu hafa staðið með sér í gegnum erfiða tíma og hvatt hann til verka í Hvammsvíkinni. Að sögn Skúla kynntust þau Gríma þegar allt lék í lyndi en þegar þunglyndið sótti að honum í kjölfar falls flugfélagsins bauð hann Grímu að fara frá sér. „Hún hefur verið ótrúlega sterk og staðið við hlið mér eins og klettur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir hennar stuðning og ást, að ekki sé talað um strákana okkar tvo sem við eigum núna saman, Jaka sem er eins og hálfs árs og mánaðargamlan bróður hans,“ segir Skúli í viðtali við Fréttablaðið. Uppbyggingu miðar áfram en hugurinn enn við flugið Skúli segir uppbygginguna í Hvammsvík ganga vel og að þau hjónin gangi í öll möguleg störf í sveitinni. Hugurinn er þó enn við flugið en það er draumurinn að gera öllum kleift að ferðast. „Við Gríma erum rétt að byrja okkar ævintýri. Hún hefur mátt þola umtalið, allt frá því við byrjuðum saman, sem auðvitað vakti athygli vegna 20 ára aldursmunar. Og vel að merkja, hún var alltof ung í huga mér í fyrstu, enda féll ég ekki fyrir henni fyrr en mörgum árum eftir fyrstu kynni, þegar hún hafði sem flugfreyja hjá WOW elt drauma sína út fyrir landsteinana og lagt stund á nám í innanhússhönnun." Tapaði átta milljörðum við fall WOW WOW hætti starfsemi sinni í þann 28. mars 2018 eftir langan aðdraganda. Um ellefu hundruð starfsmenn félagsins misstu vinnuna í kjölfar fallsins en Skúli segist hafa sokkið djúpt í andlegri líðan. Skúli tapaði þar að auki fjórum milljörðum með falli WOW og skuldaði fjóra til viðbótar. Hann er enn að greiða niður skuldirnar, meðal annars með sölu jarða, fasteigna og listaverka, að því er segir í Fréttablaðinu.
WOW Air Fréttir af flugi Ástin og lífið Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið