Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. október 2021 20:32 Lenya Rún er varaþingmaður Pírata. adelina antal Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. Lenya Rún er 21 árs, fædd og uppalin hér á landi. Hún hefur alla tíð fundið fyrir rasisma á Íslandi en hefur orðið fyrir auknu aðkasti eftir að möguleiki var á því að hún yrði þingmaður. „Skilaboðin eru öðruvísi. Þau eru grófari, miklu grófari og þetta er meira um það að ég eigi ekki heima á Íslandi eða að ég eigi ekki heima á þingi frekar en að það sé verið að setja út á mig sem persónu.“ Hvað er fólk að segja? „Til dæmis að ég eigi að fara heim til mín. Að ég eigi ekki heima á Alþingi Íslendinga. Að Ísland sé fyrir Íslendinga. Að ég sé ógeðsleg út af því að ég er ekki Íslendingur.“ Alvarleg þróun sem ber að taka alvarlega Nýlega varð aðkastið svo mikið að hún ákvað að gera lögreglu viðvart. „Ég gerði það núna á dögunum. Mér fannst það það eðlilegasta og réttasta í stöðunni. Við lifum á tímum þar sem það er skotið á bíl borgarstjórans og verið að setja hakakross á augu vinkonu minnar sem er módel út af því að hún er svört. Þetta er alvarleg þróun og það ber að taka þessu alvarlega.“ Sjá einnig: Límdu hakakross á auglýsingu frá Ölgerðinni: „Maður er alveg miður sín“ Hvað gerir lögreglan? „Ég held að þau séu bara vör við ástandið. Ég veit ekki hvað er í boði akkúrat núna. Mér finnst mikilvægt að lögreglan viti af þessu, að ég sé að upplifa mikið áreiti,“ sagði Lenya. Valgerður Reynisdóttir heldur úti reikningnum Anti rasistarnir á Instagram ásamt hópi kvenna. Hópurinn býður sig fram til þess að halda fræðslu um rasisma í skólum og félagsmiðstöðum, en hægt er að hafa samband við hópinn í gegnum Instagramadelina antal Valgerður Reynisdóttir er átján ára og heldur úti instagram síðunni Anti rasistarnir ásamt hópi kvenna en tilgangurinn er að fræða fólk um rasisma á Íslandi. Þar deila þær reynslusögum þeirra sem hafa orðið fyrir rasisma. „Gott að vita að maður sé ekki einn“ „Sumar þeirra var mjög erfitt að lesa. Ég hugsaði bara vá það er ógeðslegt að maður lendi í svona, en það er gott að vita að maður sé ekki einn.“ Eru þetta fleiri sögur en þú áttir von á? „Já en á sama tíma nei. Ég bjóst við að fá mikið en þetta er svo ótrúlega mikið. Ég hugsaði: Vá hvað það er ógeðslegt sem fólk er að lenda í,“ sagði Valgerður. Tími kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins Hverju er fólk að lenda í? Hvernig sögur ertu að fá? „Við fengum sögu frá stelpu sem var að labba í skólann og þá öskraði einhver út í bláinn: „Það er svo mikið af negrum hérna“ og hún hugsaði hvort það væri verið að tala um sig. Svo var önnur saga af því þar sem nágranna fannst óþægilegt að búa fyrir neðan svarta manneskju,“ sagði Valgerður. „Fimmtán prósent af íslensku þjóðinni eru útlendingar og þessi fimmtán prósent eru ekki með málsvara neins staðar, þannig að ég held að það sé kominn tími til þess að eiga samtal um það hvað við erum orðin fjölbreytt samfélag og við þurfum að læra að aðlagast hvort öðru,“ sagði Lenya. Á morgun höldum við umfjöllun um rasisma áfram og skoðum aðkomu lögreglunnar í málum er varða hatursorðræðu. Kynþáttafordómar Píratar Tengdar fréttir Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó: „Hvet fólk til að tilkynna þau“ Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó. Upplýsingafulltrúi Strætó hvetur fólk til að tilkynna slík skilaboð. 18. október 2020 22:39 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Lenya Rún er 21 árs, fædd og uppalin hér á landi. Hún hefur alla tíð fundið fyrir rasisma á Íslandi en hefur orðið fyrir auknu aðkasti eftir að möguleiki var á því að hún yrði þingmaður. „Skilaboðin eru öðruvísi. Þau eru grófari, miklu grófari og þetta er meira um það að ég eigi ekki heima á Íslandi eða að ég eigi ekki heima á þingi frekar en að það sé verið að setja út á mig sem persónu.“ Hvað er fólk að segja? „Til dæmis að ég eigi að fara heim til mín. Að ég eigi ekki heima á Alþingi Íslendinga. Að Ísland sé fyrir Íslendinga. Að ég sé ógeðsleg út af því að ég er ekki Íslendingur.“ Alvarleg þróun sem ber að taka alvarlega Nýlega varð aðkastið svo mikið að hún ákvað að gera lögreglu viðvart. „Ég gerði það núna á dögunum. Mér fannst það það eðlilegasta og réttasta í stöðunni. Við lifum á tímum þar sem það er skotið á bíl borgarstjórans og verið að setja hakakross á augu vinkonu minnar sem er módel út af því að hún er svört. Þetta er alvarleg þróun og það ber að taka þessu alvarlega.“ Sjá einnig: Límdu hakakross á auglýsingu frá Ölgerðinni: „Maður er alveg miður sín“ Hvað gerir lögreglan? „Ég held að þau séu bara vör við ástandið. Ég veit ekki hvað er í boði akkúrat núna. Mér finnst mikilvægt að lögreglan viti af þessu, að ég sé að upplifa mikið áreiti,“ sagði Lenya. Valgerður Reynisdóttir heldur úti reikningnum Anti rasistarnir á Instagram ásamt hópi kvenna. Hópurinn býður sig fram til þess að halda fræðslu um rasisma í skólum og félagsmiðstöðum, en hægt er að hafa samband við hópinn í gegnum Instagramadelina antal Valgerður Reynisdóttir er átján ára og heldur úti instagram síðunni Anti rasistarnir ásamt hópi kvenna en tilgangurinn er að fræða fólk um rasisma á Íslandi. Þar deila þær reynslusögum þeirra sem hafa orðið fyrir rasisma. „Gott að vita að maður sé ekki einn“ „Sumar þeirra var mjög erfitt að lesa. Ég hugsaði bara vá það er ógeðslegt að maður lendi í svona, en það er gott að vita að maður sé ekki einn.“ Eru þetta fleiri sögur en þú áttir von á? „Já en á sama tíma nei. Ég bjóst við að fá mikið en þetta er svo ótrúlega mikið. Ég hugsaði: Vá hvað það er ógeðslegt sem fólk er að lenda í,“ sagði Valgerður. Tími kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins Hverju er fólk að lenda í? Hvernig sögur ertu að fá? „Við fengum sögu frá stelpu sem var að labba í skólann og þá öskraði einhver út í bláinn: „Það er svo mikið af negrum hérna“ og hún hugsaði hvort það væri verið að tala um sig. Svo var önnur saga af því þar sem nágranna fannst óþægilegt að búa fyrir neðan svarta manneskju,“ sagði Valgerður. „Fimmtán prósent af íslensku þjóðinni eru útlendingar og þessi fimmtán prósent eru ekki með málsvara neins staðar, þannig að ég held að það sé kominn tími til þess að eiga samtal um það hvað við erum orðin fjölbreytt samfélag og við þurfum að læra að aðlagast hvort öðru,“ sagði Lenya. Á morgun höldum við umfjöllun um rasisma áfram og skoðum aðkomu lögreglunnar í málum er varða hatursorðræðu.
Kynþáttafordómar Píratar Tengdar fréttir Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó: „Hvet fólk til að tilkynna þau“ Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó. Upplýsingafulltrúi Strætó hvetur fólk til að tilkynna slík skilaboð. 18. október 2020 22:39 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó: „Hvet fólk til að tilkynna þau“ Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó. Upplýsingafulltrúi Strætó hvetur fólk til að tilkynna slík skilaboð. 18. október 2020 22:39