Sport

Þýski handboltinn: Ómar Ingi með átta mörk í sigri

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Ómar Ingi í leik með íslenska landsliðinu
Ómar Ingi í leik með íslenska landsliðinu EPA-EFE/Petr David Josek

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, skoraði átta mörk þegar að Magdeburg vann Flensburg 33-28.

Magdeburg leiddi leikinn eftir fyrri hálfleikinn, 18-13. Magdeburg hélt svo jöfnum hlut í síðari hálfleik og lönduðu fimm marka sigri, 33-28. Ómar Ingi var með átta mörk í leiknum og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt. Michael Damgaard var markahæstur í liði Magdeburg með tíu mörk en hjá Flensburg var Lasse Svan markahæstur með fimm mörk.

Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk þegar að Lemgo gerði 21-21 jafntefli við Kiel. Lukas Zerbe skoraði fimm mörk fyrir Lemgo og Harald Reinkind skoraði átta mörk fyrir Kiel.

Í öðrum leikjum vann Stuttgart sigur á Balingen-Weilstetten 27-26 og Hamburg sigraði Minden 31-27.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×