Hoppaði upp á gamlan liðsfélaga í stríðni en fékk rauða spjaldið að launum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 10:30 Luiz Felipe hoppar upp á axlir Joaquin Correa eftir að lokaflautið gall. Hann hefði betur sleppt því. Getty/Matteo Ciambelli Leikurinn er ekki búinn fyrr en það er flautað af en þá er samt ennþá tími til að fá rauða spjaldið. Því kynntist Lazio maðurinn Luiz Felipe á eigin skinni í Seríu A deildinni í fótbolta um helgina. Brasilíski miðvörðurinn fékk þá rauða spjaldið eftir lokaflautið í sigurleik Lazio á móti Internazionale. Það var engin ástæða til að skapa vandræði enda hans lið nýbúinn að landa flottum sigri en stundum taka menn upp á ótrúlegustu hlutum eins og sást í þessu tilfelli. Lazio s Luiz Felipe jumped on his friend and former team-mate Joaquin Correa after Lazio beat Inter 3-1 yesterday.It started a brawl, Felipe was shown a red card, and left the field in tears. pic.twitter.com/XvXKXgnhhr— B/R Football (@brfootball) October 17, 2021 Fyrir aðeins nokkrum mánuðum voru þeir Luiz Felipe og Joaquín Correa liðsfélagar hjá Lazio og að auki góðir vinir. Í ágúst fór Correa á láni til Inter. Það gekk vel hjá Correa og félögum í byrjun því þeir komust 1-0 yfir. Lazio tryggði sér hins vegar sigurinn með þremur mörkum frá þeim Ciro Immobile, Felipe Anderson og Sergej Milinkovic-Savic. Eftir að leiknum lauk þá ætlaði Luiz Felipe greinilega að stríða aðeins gamla liðsfélaganum með því að hoppa upp á axlir hans eins og að þær væru enn samherjar. Correa tók þessu illa og dómarinn enn verr því hann sýndi Luiz Felipe rauða spjaldið. Luiz Felipe reyndi að útskýra hegðun sína eftir leikinn. Joaquin Correa left Lazio to join Inter Milan on loan in the summer.Inter lost 3-1 to Lazio on Saturday and this is how his former teammate Luiz Felipe celebrated.It got him sent off pic.twitter.com/yxYi8q2vzF— ESPN FC (@ESPNFC) October 17, 2021 „Í lok leiksins þá hoppaði ég upp á axlir Tucu því hann er einn af bestu vinunum sem fótboltinn hefur gefið mér. Fjölskyldur okkar eru vinir og við höfum alltaf verið mjög nánir. Ég vildi faðma hann og grínast með úrslitin eins og vinskapur okkar leyfði. Ég varð bara of æstur,“ skrifaði Luiz Felipe á Instagram. „Eftir á að hyggja var þetta hvorki besti tíminn né rétti staðurinn til slíks. Ég vil biðja alla afsökunar sem ég móðgaði með þessu háttalagi mínu en ég ætlaði aldrei að sína neinum vanvirðingu, ekki honum, ekki öðrum leikmönnum, ekki Internazionale og ekki þeirra ástríðufullu stuðningsmönnum. Þetta var saklaust grín hjá manni sem þykir mjög vænt um Tucu,“ skrifaði Luiz Felipe. Ítalski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Sjá meira
Brasilíski miðvörðurinn fékk þá rauða spjaldið eftir lokaflautið í sigurleik Lazio á móti Internazionale. Það var engin ástæða til að skapa vandræði enda hans lið nýbúinn að landa flottum sigri en stundum taka menn upp á ótrúlegustu hlutum eins og sást í þessu tilfelli. Lazio s Luiz Felipe jumped on his friend and former team-mate Joaquin Correa after Lazio beat Inter 3-1 yesterday.It started a brawl, Felipe was shown a red card, and left the field in tears. pic.twitter.com/XvXKXgnhhr— B/R Football (@brfootball) October 17, 2021 Fyrir aðeins nokkrum mánuðum voru þeir Luiz Felipe og Joaquín Correa liðsfélagar hjá Lazio og að auki góðir vinir. Í ágúst fór Correa á láni til Inter. Það gekk vel hjá Correa og félögum í byrjun því þeir komust 1-0 yfir. Lazio tryggði sér hins vegar sigurinn með þremur mörkum frá þeim Ciro Immobile, Felipe Anderson og Sergej Milinkovic-Savic. Eftir að leiknum lauk þá ætlaði Luiz Felipe greinilega að stríða aðeins gamla liðsfélaganum með því að hoppa upp á axlir hans eins og að þær væru enn samherjar. Correa tók þessu illa og dómarinn enn verr því hann sýndi Luiz Felipe rauða spjaldið. Luiz Felipe reyndi að útskýra hegðun sína eftir leikinn. Joaquin Correa left Lazio to join Inter Milan on loan in the summer.Inter lost 3-1 to Lazio on Saturday and this is how his former teammate Luiz Felipe celebrated.It got him sent off pic.twitter.com/yxYi8q2vzF— ESPN FC (@ESPNFC) October 17, 2021 „Í lok leiksins þá hoppaði ég upp á axlir Tucu því hann er einn af bestu vinunum sem fótboltinn hefur gefið mér. Fjölskyldur okkar eru vinir og við höfum alltaf verið mjög nánir. Ég vildi faðma hann og grínast með úrslitin eins og vinskapur okkar leyfði. Ég varð bara of æstur,“ skrifaði Luiz Felipe á Instagram. „Eftir á að hyggja var þetta hvorki besti tíminn né rétti staðurinn til slíks. Ég vil biðja alla afsökunar sem ég móðgaði með þessu háttalagi mínu en ég ætlaði aldrei að sína neinum vanvirðingu, ekki honum, ekki öðrum leikmönnum, ekki Internazionale og ekki þeirra ástríðufullu stuðningsmönnum. Þetta var saklaust grín hjá manni sem þykir mjög vænt um Tucu,“ skrifaði Luiz Felipe.
Ítalski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Sjá meira