Stjórnarandstaðan sameinast um frambjóðanda gegn Orban Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2021 09:04 Peter Marki-Zay leiðir stjórnarandstöðuna í þingkosningum næsta vor. Hann er með gráður í hagfræði, markaðsfræðum og verkfræði. AP/Laszlo Balogh Íhaldssamur bæjarstjóri stóð uppi sem sigurvegari í sameiginlegu forvali ungversku stjórnarandstöðunnar fyrir þingkosningar sem fara fram á næsta ári. Hann fær það hlutverk að leiða sameinaða stjórnarandstöðuna og freista þess að fella Viktor Orban, forsætisráðherra. Sex stjórnarandstöðuflokkar af öllu pólitíska litrófinu, allt frá vinstri sósíalistum til fyrrverandi hægriöfgamanna úr Jobbik-flokknum, stóðu saman að forvalinu til að velja einn frambjóðanda til þess að skáka Orban sem hefur verið við völd í meira en áratug. Fleiri en 650.000 manns greiddu atkvæði í forvlainu sem fór fram í tveimur umferðum. Peter Marki-Zay, íhaldssamur og óflokksbundinn bæjarstjóri smábæjar, stóð uppi sem sigurvegari með 57% atkvæða. Hann bar sigurorð af Klöru Dobrev, frambjóðanda vinstrisinnaða Lýðræðilega bandalagsins. Hún er varaforseti Evrópuþingsins og eiginkona Ferencs Gyurcsany, fyrrverandi forsætisráðherra. Dobrev lýsti yfir stuðningi við Marki-Zay eftir að úrslitin voru ljós. Marki-Zay er 49 ára gamall kaþólikki og sjö barna faðir. Kosningabarátta hans gekk út á að hann ætti meiri möguleika gegn Orban þar sem hann sækti að honum frá hægri, að sögn Washington Post. „Við viljum nýtt, hreinna, heiðarlegt Ungverjaland, ekki bara skipta úr Orban eða flokki hans,“ sagði Marki-Zay við sigurreifa stuðningsmenn sína í Búdapest í gær. Fjarað hefur undan lýðræði í Ungverjalandi í stjórnartíð Orban. Hann hefur tangarhald á fjölmiðlum og dómstólum í landinu. Forsætisráðherrann hefur rekið stefnu sem er sérstaklega fjandsamleg innflytjendum, hælisleitendum og hinsegin fólki. Stjórnarandstaðan vonast til þess að Viktor Orban forsætisráðherra sjái ekki til sólar í þingkosningunum á næsta ári.Vísir/EPA Velti Fidesz óvænt úr sessi í sveitabæ Stjórnarandstaðan er talin munu eiga á brattann að sækja í þingkosningunum sem fara fram í apríl. Sameinuð eygi hún þó besta möguleika sinn til að fella Orban um árabil. Orban hefur lengi notið góðs af því hversu tvístruð andstaðan gegn honum hefur verið. Skoðanakannanir nú benda til þess að lítill munur sé á fylgi Fidesz-flokks Orban og stjórnarandstöðubandalagsins. Sameiginlegt framboð hefur þegar skilað stjórnarandstöðunni árangri í sveitarstjórnarkosningum sem fóru fram árið 2019. Þá vann hún meirihluta umdæma í Búdapest og fleiri borgum. Þetta verður í fyrsta skipti sem stjórnrandstaðan býður sameiginlega fram í þingkosningum. „Við getum aðeins unnið saman. Enginn getur brotið samstöðu stjórnarandstöðunnar á bak aftur,“ sagði Marki-Zay stuðningsfólki sínu í gær. Marki-Zay vakti fyrst verulega athygli þegar hann vann bæjarstjórnarkosningar í bænum Hodmezovasarhely sem hafði verið talið óárennilegt vígi Fidesz-flokksins árið 2018, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við viljum losna við stóru strákana sem leggja allan bekkinn í einelti,“ sagði Marki-Zay þegar hann vann bæjarstjórastólinn. Fidesz-flokkurinn gefur lítið fyrir sameiningu stjórnarandstöðunnar. Í yfirlýsingu sagði flokkurinn að Marki-Zay hefði gert samkomulag við vinstrisinna til að koma stjórnarandstöðunni aftur til valda og hækka skatta. Ungverjaland Tengdar fréttir Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59 Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21 Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Sex stjórnarandstöðuflokkar af öllu pólitíska litrófinu, allt frá vinstri sósíalistum til fyrrverandi hægriöfgamanna úr Jobbik-flokknum, stóðu saman að forvalinu til að velja einn frambjóðanda til þess að skáka Orban sem hefur verið við völd í meira en áratug. Fleiri en 650.000 manns greiddu atkvæði í forvlainu sem fór fram í tveimur umferðum. Peter Marki-Zay, íhaldssamur og óflokksbundinn bæjarstjóri smábæjar, stóð uppi sem sigurvegari með 57% atkvæða. Hann bar sigurorð af Klöru Dobrev, frambjóðanda vinstrisinnaða Lýðræðilega bandalagsins. Hún er varaforseti Evrópuþingsins og eiginkona Ferencs Gyurcsany, fyrrverandi forsætisráðherra. Dobrev lýsti yfir stuðningi við Marki-Zay eftir að úrslitin voru ljós. Marki-Zay er 49 ára gamall kaþólikki og sjö barna faðir. Kosningabarátta hans gekk út á að hann ætti meiri möguleika gegn Orban þar sem hann sækti að honum frá hægri, að sögn Washington Post. „Við viljum nýtt, hreinna, heiðarlegt Ungverjaland, ekki bara skipta úr Orban eða flokki hans,“ sagði Marki-Zay við sigurreifa stuðningsmenn sína í Búdapest í gær. Fjarað hefur undan lýðræði í Ungverjalandi í stjórnartíð Orban. Hann hefur tangarhald á fjölmiðlum og dómstólum í landinu. Forsætisráðherrann hefur rekið stefnu sem er sérstaklega fjandsamleg innflytjendum, hælisleitendum og hinsegin fólki. Stjórnarandstaðan vonast til þess að Viktor Orban forsætisráðherra sjái ekki til sólar í þingkosningunum á næsta ári.Vísir/EPA Velti Fidesz óvænt úr sessi í sveitabæ Stjórnarandstaðan er talin munu eiga á brattann að sækja í þingkosningunum sem fara fram í apríl. Sameinuð eygi hún þó besta möguleika sinn til að fella Orban um árabil. Orban hefur lengi notið góðs af því hversu tvístruð andstaðan gegn honum hefur verið. Skoðanakannanir nú benda til þess að lítill munur sé á fylgi Fidesz-flokks Orban og stjórnarandstöðubandalagsins. Sameiginlegt framboð hefur þegar skilað stjórnarandstöðunni árangri í sveitarstjórnarkosningum sem fóru fram árið 2019. Þá vann hún meirihluta umdæma í Búdapest og fleiri borgum. Þetta verður í fyrsta skipti sem stjórnrandstaðan býður sameiginlega fram í þingkosningum. „Við getum aðeins unnið saman. Enginn getur brotið samstöðu stjórnarandstöðunnar á bak aftur,“ sagði Marki-Zay stuðningsfólki sínu í gær. Marki-Zay vakti fyrst verulega athygli þegar hann vann bæjarstjórnarkosningar í bænum Hodmezovasarhely sem hafði verið talið óárennilegt vígi Fidesz-flokksins árið 2018, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við viljum losna við stóru strákana sem leggja allan bekkinn í einelti,“ sagði Marki-Zay þegar hann vann bæjarstjórastólinn. Fidesz-flokkurinn gefur lítið fyrir sameiningu stjórnarandstöðunnar. Í yfirlýsingu sagði flokkurinn að Marki-Zay hefði gert samkomulag við vinstrisinna til að koma stjórnarandstöðunni aftur til valda og hækka skatta.
Ungverjaland Tengdar fréttir Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59 Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21 Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59
Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum. 11. júní 2021 16:21
Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022. 21. desember 2020 14:23
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent