Þórólfur gefur heilbrigðisráðherra þrjá kosti Snorri Másson skrifar 18. október 2021 12:01 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði sjálfur til allsherjarafléttingu í lok júní. Þar fór sem fór. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum hér innanlands. Valið er Svandísar Svavarsdóttur en sóttvarnalæknir telur að svigrúm sé til tilslakana. Gildandi takmarkanir renna út á miðvikudaginn, þannig að heilbrigðisráðherra hefur frest sem því nemur til að taka ákvörðun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur, ólíkt því sem jafnan hefur verið, ekki til að gera eitthvað eitt, heldur setur fram þrjá möguleika, 1. að halda óbreyttu ástandi, 2. að slaka til í skrefum eða 3. að aflétta alveg. Og hvað myndi hann gera ef hann mætti ráða? „Ég veit það ekki. Eins og ég hef sagt áður held ég að það séu forsendur núna til tilslakana og Landspítalinn hefur líka gefið það út. Ég held að við þurfum bara að horfa á hvað gæti gerst og vera tilbúin til að bregðast við því,“ segir Þórólfur Guðnason í samtali við fréttastofu. Sóttvarnaraðgerðir gegn Covid-19 en ekki öðru Eftir sem áður vill sóttvarnalæknir að takmarkanir taki mið af getu Landspítalans. Það vakti misjöfn viðbrögð þegar Þórólfur sagði í viðtali á dögunum að í ljósi RS-veiru og inflúensu kynni að vera varasamt að ráðast í miklar tilslakanir. Þar segir Þórólfur að menn séu að blanda saman ólíkum hlutum: „Ég var bara að benda á það að þessar tvær veirusýkingar, sem koma á hverju ári, gætu valdið auknu álagi á spítalana. Meira álagi en áður, sem myndi þá gera þol okkar á spítalanum fyrir Covid-19 enn minna. Ég held að við þurfum að horfa á þol spítalans og mér finnst það mjög óábyrgt ef stjórnvöld vilja ekki skoða þann möguleika og skoða þetta í þessu ljósi. Ég er ekki að tala um sóttvarnaraðgerðir gegn RS og inflúensu, ég er að tala um sóttvarnaraðgerðir gegn Covid-19 og það þol sem spítalinn hefur þegar þessar tvær veirur eru að ganga.“ Þórólfur er almennt búinn að standa sig vel. Að tala fyrir áframhaldandi sóttvörnum út af inflúensu og rs veiru er hinsvegar svolítið að teygja covid sóttvarnirnar sem við viljum öll taka þátt í. Það mun bara draga úr vilja þjóðarinnar til að taka þátt í nauðsynlegum aðgerðum.— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) October 13, 2021 Þetta tweet á enn við https://t.co/Jbw6CC5eKc pic.twitter.com/Q9zMzkgu5k— Katrín Atladóttir (@katrinat) October 13, 2021 Það var Þórólfur sem lagði það til í lok júní að aflétta öllum takmörkunum en það var skammvinn skemmtun enda fór af stað stærsta bylgja hingað til í kjölfarið. Samkomutakmarkanir tóku aftur gildi í lok júlí. „Það gafst ekki vel og við sjáum líka hvað er að gerast á Norðurlöndunum. Þar gengur nokkuð vel en það er ekki komin löng reynsla á það. Það er aukning á tilfellum í Danmörku en hvað það stendur lengi og hve alvarlegt það verður á eftir að koma í ljós,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Katrín og Svandís horfa til Norðurlandanna þar sem engar takmarkanir eru í gildi Íslensk stjórnvöld líta til þess að öll hin Norðurlöndin hafa nú aflétt öllum innanlandstakmörkunum sem ætlað var að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. október 2021 10:14 Danir bjóða öllum þriðju sprautuna Öllum Dönum mun bjóðast þriðji bóluefnisskammturinn gegn Covid-19. Þetta tilkynnti Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra í dag. 15. október 2021 16:38 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira
Gildandi takmarkanir renna út á miðvikudaginn, þannig að heilbrigðisráðherra hefur frest sem því nemur til að taka ákvörðun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur, ólíkt því sem jafnan hefur verið, ekki til að gera eitthvað eitt, heldur setur fram þrjá möguleika, 1. að halda óbreyttu ástandi, 2. að slaka til í skrefum eða 3. að aflétta alveg. Og hvað myndi hann gera ef hann mætti ráða? „Ég veit það ekki. Eins og ég hef sagt áður held ég að það séu forsendur núna til tilslakana og Landspítalinn hefur líka gefið það út. Ég held að við þurfum bara að horfa á hvað gæti gerst og vera tilbúin til að bregðast við því,“ segir Þórólfur Guðnason í samtali við fréttastofu. Sóttvarnaraðgerðir gegn Covid-19 en ekki öðru Eftir sem áður vill sóttvarnalæknir að takmarkanir taki mið af getu Landspítalans. Það vakti misjöfn viðbrögð þegar Þórólfur sagði í viðtali á dögunum að í ljósi RS-veiru og inflúensu kynni að vera varasamt að ráðast í miklar tilslakanir. Þar segir Þórólfur að menn séu að blanda saman ólíkum hlutum: „Ég var bara að benda á það að þessar tvær veirusýkingar, sem koma á hverju ári, gætu valdið auknu álagi á spítalana. Meira álagi en áður, sem myndi þá gera þol okkar á spítalanum fyrir Covid-19 enn minna. Ég held að við þurfum að horfa á þol spítalans og mér finnst það mjög óábyrgt ef stjórnvöld vilja ekki skoða þann möguleika og skoða þetta í þessu ljósi. Ég er ekki að tala um sóttvarnaraðgerðir gegn RS og inflúensu, ég er að tala um sóttvarnaraðgerðir gegn Covid-19 og það þol sem spítalinn hefur þegar þessar tvær veirur eru að ganga.“ Þórólfur er almennt búinn að standa sig vel. Að tala fyrir áframhaldandi sóttvörnum út af inflúensu og rs veiru er hinsvegar svolítið að teygja covid sóttvarnirnar sem við viljum öll taka þátt í. Það mun bara draga úr vilja þjóðarinnar til að taka þátt í nauðsynlegum aðgerðum.— Svanborg Sigmarsd (@Svanb) October 13, 2021 Þetta tweet á enn við https://t.co/Jbw6CC5eKc pic.twitter.com/Q9zMzkgu5k— Katrín Atladóttir (@katrinat) October 13, 2021 Það var Þórólfur sem lagði það til í lok júní að aflétta öllum takmörkunum en það var skammvinn skemmtun enda fór af stað stærsta bylgja hingað til í kjölfarið. Samkomutakmarkanir tóku aftur gildi í lok júlí. „Það gafst ekki vel og við sjáum líka hvað er að gerast á Norðurlöndunum. Þar gengur nokkuð vel en það er ekki komin löng reynsla á það. Það er aukning á tilfellum í Danmörku en hvað það stendur lengi og hve alvarlegt það verður á eftir að koma í ljós,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Katrín og Svandís horfa til Norðurlandanna þar sem engar takmarkanir eru í gildi Íslensk stjórnvöld líta til þess að öll hin Norðurlöndin hafa nú aflétt öllum innanlandstakmörkunum sem ætlað var að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. október 2021 10:14 Danir bjóða öllum þriðju sprautuna Öllum Dönum mun bjóðast þriðji bóluefnisskammturinn gegn Covid-19. Þetta tilkynnti Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra í dag. 15. október 2021 16:38 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira
Katrín og Svandís horfa til Norðurlandanna þar sem engar takmarkanir eru í gildi Íslensk stjórnvöld líta til þess að öll hin Norðurlöndin hafa nú aflétt öllum innanlandstakmörkunum sem ætlað var að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. október 2021 10:14
Danir bjóða öllum þriðju sprautuna Öllum Dönum mun bjóðast þriðji bóluefnisskammturinn gegn Covid-19. Þetta tilkynnti Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra í dag. 15. október 2021 16:38