Colin Powell látinn vegna Covid-19 Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2021 12:17 Colin Powell var fyrsti þeldökki utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann gegndi herþjónustu og særðist í Víetnam og varð síðar æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjanna. Vísir/EPA Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn af völdum fylgikvilla Covid-19. Hann var 84 ára gamall. Fjölskylda Powell greindi frá andláti hans á Facebook í morgun, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Hann gegndi embætti utanríkisráðherra í forsetatíð repúblikanans Georges W. Bush frá 2001 til 2005. Powell lætur eftir sig eiginkonu til sex áratuga og þrjú uppkomin börn. Áður en Powell tók sæti í ríkisstjórn var hann formaður hershöfðingaráðs Bandaríkjanna. Hann var einnig fyrsti blökkumaðurinn til þess að gegna því embætti. Naut hann mikilla vinsælda bandarísks almennings eftir fyrra Persaflóastríðið árið 1991. Hann var einnig þjóðaröryggisráðgjafi Ronalds Regan undir lok kalda stríðsins og stýrði innrás Bandaríkjahers í Panama árið 1989. Innrásin í Írak „blettur“ á ferlinum Aðdragandi seinna Íraksstríðsins setti svartan blett á feril Powell sem hann viðurkenndi sjálfur. Ríkisstjórn Bush reri að því öllum árum að ráðast inn í Írak og beitti fyrir sig röngum og gölluðum upplýsingum frá leyniþjónustunni til að rökstyðja innrás. Nýtti hún sér trúverðugleika Powell á meðal almennings til þess að berja stríðsbumbur. Powell verður þannig líklega einna helst minnst fyrir kynningu sína til stuðnings innrásar á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúar árið 2003, rétt áður en Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak í mars. Í kynningunni fullyrti Powell meðal annars að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir færanlegri efnavopnaverksmiðju og að hann gæti beitt gereyðingarvopnum gegn nágrönnum sínum og heimsbyggðinni. Enginn fótur reyndist fyrir þeim ásökunum en þær byggðu nær alfarið á fullyrðingum íraks flóttamanns sem laug því að hann hefði unnið við verksmiðjurnar. Powell sagði skilið við stjórn Bush eftir fyrra kjöratímabil hans. Í síðari tíð varð hann afhuga Repúblikanaflokknum eftir að flokkurinn færði sig lengra út á hægri jaðar bandarískra stjórnmála. Studdi hann meðal annars Barack Obama í forsetakosningunum árið 2008. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherrann í ríkisstjórn Bush, lést í júní. Hann var einn af helstu hvatamönnum innrásarinnar í Írak árið 2003. Powell er sagður hafa talað gegn innrásinni við Bush forseta en að hann hafi þurft að lúta í lægra hald fyrir Rumsfeld og Dick Cheney, varaforseta. George W. og Laura Bush sendu frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá andláti Powell þar sem þau sögðust afar hrygg yfir tíðindunum. Powell hafi verið mætur þjónn almennings sem naut mikillar virðingar heima fyrir og erlendis. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Írak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Fjölskylda Powell greindi frá andláti hans á Facebook í morgun, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Hann gegndi embætti utanríkisráðherra í forsetatíð repúblikanans Georges W. Bush frá 2001 til 2005. Powell lætur eftir sig eiginkonu til sex áratuga og þrjú uppkomin börn. Áður en Powell tók sæti í ríkisstjórn var hann formaður hershöfðingaráðs Bandaríkjanna. Hann var einnig fyrsti blökkumaðurinn til þess að gegna því embætti. Naut hann mikilla vinsælda bandarísks almennings eftir fyrra Persaflóastríðið árið 1991. Hann var einnig þjóðaröryggisráðgjafi Ronalds Regan undir lok kalda stríðsins og stýrði innrás Bandaríkjahers í Panama árið 1989. Innrásin í Írak „blettur“ á ferlinum Aðdragandi seinna Íraksstríðsins setti svartan blett á feril Powell sem hann viðurkenndi sjálfur. Ríkisstjórn Bush reri að því öllum árum að ráðast inn í Írak og beitti fyrir sig röngum og gölluðum upplýsingum frá leyniþjónustunni til að rökstyðja innrás. Nýtti hún sér trúverðugleika Powell á meðal almennings til þess að berja stríðsbumbur. Powell verður þannig líklega einna helst minnst fyrir kynningu sína til stuðnings innrásar á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í febrúar árið 2003, rétt áður en Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak í mars. Í kynningunni fullyrti Powell meðal annars að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir færanlegri efnavopnaverksmiðju og að hann gæti beitt gereyðingarvopnum gegn nágrönnum sínum og heimsbyggðinni. Enginn fótur reyndist fyrir þeim ásökunum en þær byggðu nær alfarið á fullyrðingum íraks flóttamanns sem laug því að hann hefði unnið við verksmiðjurnar. Powell sagði skilið við stjórn Bush eftir fyrra kjöratímabil hans. Í síðari tíð varð hann afhuga Repúblikanaflokknum eftir að flokkurinn færði sig lengra út á hægri jaðar bandarískra stjórnmála. Studdi hann meðal annars Barack Obama í forsetakosningunum árið 2008. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherrann í ríkisstjórn Bush, lést í júní. Hann var einn af helstu hvatamönnum innrásarinnar í Írak árið 2003. Powell er sagður hafa talað gegn innrásinni við Bush forseta en að hann hafi þurft að lúta í lægra hald fyrir Rumsfeld og Dick Cheney, varaforseta. George W. og Laura Bush sendu frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá andláti Powell þar sem þau sögðust afar hrygg yfir tíðindunum. Powell hafi verið mætur þjónn almennings sem naut mikillar virðingar heima fyrir og erlendis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Írak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira