Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Árni Sæberg skrifar 18. október 2021 19:50 Alan Talib er í áfalli yfir ákvörðun Neytendastofu. Aðsend Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. Í byrjun mánaðar barst Morgunblaðið áskrifendum sínum klætt kápu með heilsíðuauglýsingum um handofin persnesk teppi. Krísu-útrýmingarsala var boðuð og meðal annars fullyrt að teppi sem kosti allajafna 1,1 milljón króna væri fáanlegt á 430 þúsund krónur. Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, sagði í samtali við Vísi daginn sem auglýsingin birtist að hún hefði ekki séð auglýsinguna enn en eftir lýsingar blaðamanns sagði hún að hún væri athugunarverð. „Þetta er nú alveg, myndi maður halda, eitthvað sem þyrfti að skoða,“ sagði hún. Þá sagði hún að lög og reglur séu nokkuð skýr þegar kemur að auglýsingum af þessu tagi. Nú hefur stofnunin ákveðið að sekta Cromwell Rugs ehf. um þrjár milljónir króna fyrir brot á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Ákvörðunina má lesa í heild sinni á vef Neytendastofu. „Í hreinskilni sagt er alveg úti um mig“ Alan Talib, eigandi félagsins, segir í samtali við Vísi að hann hafi verið í áfalli í allan dag eftir birtingu ákvörðunar Neytendastofu. Hann segist munu taka málið alla leið og ekki deyja ráðalaus. Aðspurður hvernig hann hafi það í byrjun samtals sagði hann þó „Í hreinskilni sagt er alveg úti um mig“ (e. „I'm kind of fucked to be honest“). „Ég veit ekki hvað mér á að finnast um þetta. Þetta er ótrúlega sjokkerandi hvernig þetta fór, að fá hæstu sekt í sögu landsins,“ segir Alan. Þá finnst honum áhugavert að Neytendastofa hafi beitt neyðarúrræðum til að koma í veg fyrir að hann auglýsti vörur sínar. „Það er ekki eins og ég sé að selja eiturlyf eða dót sem inniheldur hættuleg efni sem skaða neytendur. Þetta er sjokkerandi, þau gáfu okkur einn dag til að svara, annars væri auglýsingin ólögleg.“ Alan segist heldur ekkert skilja í því að flutningagámur félagsins sé ekki tollafgreiddur inn í landið en hann er troðfullur af teppum enda hafi þau mokselst hér á landi. Hefur aldrei lent í öðru eins Alan segist hafa selt persnesk teppi um allan heim í aldarfjórðung og getið sér góðan orðstír fyrir. „Það er ekki eins og ég sé að selja teppi á bensínstöð, ég er virðulegur athafnamaður.“ Hann segist ekki hafa lent jafnharkalega í stjórnvöldum og nú. Hann fái að sjálfsögðu spurningar yfirvalda hvar sem hann selur teppi sín en annars staðar sé honum allavega gefið færi á að svara fyrir sig. „Viðbrögðin hafa verið rosaleg, harkaleg, eins og ég sé búinn að vera að ljúga. Hvernig hef ég verið að ljúga? Setjist allavega niður með mér og leyfið mér að útskýra mál mitt. Ég get sýnt ykkur myndbönd, ég get sýnt ykkur hluti. Þau vildu ekki funda með mér,“ segir Alan. Þess má geta að sektarákvörðun Neytendastofu tók meðal annars til fullyrðinga sem birtust í auglýsingunni. Þær voru: „Upprunalegt verð er löggilt vátryggingargildi vörunnar. Hverju teppi fylgir verðmatsvottorð sem gefið er út af löglegum teppamatsmanni.“ og „COVID-19 og alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Íran hafa haft slæm áhrif á framboð okkar, heildsölu, viðskiptavini og sjóðsstreymi.“ Alan segir að hann hefði auðveldlega getað sannað fullyrðingarnar ef Neytendastofa hefði gefið honum færi á því og að annað útskýri sig sjálft. „COVID-19, þarf ég virkilega að útskýra það? Það hafa allir talað um vöruskort vegna faraldursins," segir Alan. Skilur ekki hvernig þetta er neytendavernd Alan Talib fullyrðir að hann hafi hag neytenda í brjósti þegar hann ferðast um heiminn og selur persnesk teppi. Hann veiti góða þjónustu og selji hágæða teppi á góðu verði. Því skilji hann ekki hvernig neytendavernd geti falist í því að banna honum að auglýsa vörur sínar. Þá segir hann jafnframt að starf hans sé mikilvægur liður í því að halda lífi í þrjú þúsund ára gömlum teppaiðnaði í Íran. Það geri hann með því að kynna gæðateppi fyrir heimsbyggðinni. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Í byrjun mánaðar barst Morgunblaðið áskrifendum sínum klætt kápu með heilsíðuauglýsingum um handofin persnesk teppi. Krísu-útrýmingarsala var boðuð og meðal annars fullyrt að teppi sem kosti allajafna 1,1 milljón króna væri fáanlegt á 430 þúsund krónur. Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, sagði í samtali við Vísi daginn sem auglýsingin birtist að hún hefði ekki séð auglýsinguna enn en eftir lýsingar blaðamanns sagði hún að hún væri athugunarverð. „Þetta er nú alveg, myndi maður halda, eitthvað sem þyrfti að skoða,“ sagði hún. Þá sagði hún að lög og reglur séu nokkuð skýr þegar kemur að auglýsingum af þessu tagi. Nú hefur stofnunin ákveðið að sekta Cromwell Rugs ehf. um þrjár milljónir króna fyrir brot á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Ákvörðunina má lesa í heild sinni á vef Neytendastofu. „Í hreinskilni sagt er alveg úti um mig“ Alan Talib, eigandi félagsins, segir í samtali við Vísi að hann hafi verið í áfalli í allan dag eftir birtingu ákvörðunar Neytendastofu. Hann segist munu taka málið alla leið og ekki deyja ráðalaus. Aðspurður hvernig hann hafi það í byrjun samtals sagði hann þó „Í hreinskilni sagt er alveg úti um mig“ (e. „I'm kind of fucked to be honest“). „Ég veit ekki hvað mér á að finnast um þetta. Þetta er ótrúlega sjokkerandi hvernig þetta fór, að fá hæstu sekt í sögu landsins,“ segir Alan. Þá finnst honum áhugavert að Neytendastofa hafi beitt neyðarúrræðum til að koma í veg fyrir að hann auglýsti vörur sínar. „Það er ekki eins og ég sé að selja eiturlyf eða dót sem inniheldur hættuleg efni sem skaða neytendur. Þetta er sjokkerandi, þau gáfu okkur einn dag til að svara, annars væri auglýsingin ólögleg.“ Alan segist heldur ekkert skilja í því að flutningagámur félagsins sé ekki tollafgreiddur inn í landið en hann er troðfullur af teppum enda hafi þau mokselst hér á landi. Hefur aldrei lent í öðru eins Alan segist hafa selt persnesk teppi um allan heim í aldarfjórðung og getið sér góðan orðstír fyrir. „Það er ekki eins og ég sé að selja teppi á bensínstöð, ég er virðulegur athafnamaður.“ Hann segist ekki hafa lent jafnharkalega í stjórnvöldum og nú. Hann fái að sjálfsögðu spurningar yfirvalda hvar sem hann selur teppi sín en annars staðar sé honum allavega gefið færi á að svara fyrir sig. „Viðbrögðin hafa verið rosaleg, harkaleg, eins og ég sé búinn að vera að ljúga. Hvernig hef ég verið að ljúga? Setjist allavega niður með mér og leyfið mér að útskýra mál mitt. Ég get sýnt ykkur myndbönd, ég get sýnt ykkur hluti. Þau vildu ekki funda með mér,“ segir Alan. Þess má geta að sektarákvörðun Neytendastofu tók meðal annars til fullyrðinga sem birtust í auglýsingunni. Þær voru: „Upprunalegt verð er löggilt vátryggingargildi vörunnar. Hverju teppi fylgir verðmatsvottorð sem gefið er út af löglegum teppamatsmanni.“ og „COVID-19 og alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Íran hafa haft slæm áhrif á framboð okkar, heildsölu, viðskiptavini og sjóðsstreymi.“ Alan segir að hann hefði auðveldlega getað sannað fullyrðingarnar ef Neytendastofa hefði gefið honum færi á því og að annað útskýri sig sjálft. „COVID-19, þarf ég virkilega að útskýra það? Það hafa allir talað um vöruskort vegna faraldursins," segir Alan. Skilur ekki hvernig þetta er neytendavernd Alan Talib fullyrðir að hann hafi hag neytenda í brjósti þegar hann ferðast um heiminn og selur persnesk teppi. Hann veiti góða þjónustu og selji hágæða teppi á góðu verði. Því skilji hann ekki hvernig neytendavernd geti falist í því að banna honum að auglýsa vörur sínar. Þá segir hann jafnframt að starf hans sé mikilvægur liður í því að halda lífi í þrjú þúsund ára gömlum teppaiðnaði í Íran. Það geri hann með því að kynna gæðateppi fyrir heimsbyggðinni.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira