Breyttar ábendingar um notkun magnýls gegn kransæðasjúkdóm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. október 2021 07:22 „Magnýl er ennþá notað hjá einstaklingum með staðfestan kransæðasjúkdóm, óháð aldri. Það er ótvírætt að gagnast undir slíkum kringumstæðum,“ segir Davíð. „Þetta er nokkurn veginn í takt við það sem við höfum verið að gera hérna á Íslandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi umræða kemur upp og það hefur verið að skýrast á undanförnum árum að aspirín er ekki jafn hættulítið og ávinningurinn kannski ekki jafn mikill og talið var.“ Þetta segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, um nýjar ráðleggingar bandarískrar sérfræðinganefndar um fyrirbyggjandi læknisfræði (USPSTF). Samkvæmt þeim er einstaklingum 60 ára og eldri ráðlagt frá því að taka aspirín, eða magnýl, til að fyrirbyggja hjartasjúkdóma og heilablóðfall og einstaklingum á aldrinum 40 til 59 ára ráðlagt að gera það aðeins í samráði við lækni og að því gefnu að þeir séu í verulega aukinni áhættu. Ástæða breyttra ráðlegginga er sú áhætta sem nú er vitað að fylgir notkun magnýl, það er auknar líkur á blæðingum, sérstaklega í meltingarveginum. Nefndin segir daglega notkun aspirín vissulega geta haft fyrirbyggjandi áhrif hjá sumum hvað varðar hjartaáföll og heilablóðfall en hún geti einnig haft skaðvænleg áhrif, það er að segja leitt til innvortis blæðinga. Því sé mikilvægt að þeir sem séu á aldrinum 40 til 59 ára og eigi sér ekki sögu um hjartasjúkdóma, ræði við lækninn sinn um það hvort notkun aspirín sé viðeigandi en einstaklingar 60 ára og eldri ættu ekki að taka aspirín að staðaldri til að fyrirbyggja sjúkdóma, þar sem líkurnar á blæðingu aukist með aldrinum. Mikilvægt að vega og meta ávinning og áhættu „Við erum í raun að nota magnýl í tvenns konar tilgangi; annars vegar í annars stigs forvörnum gegn kransæðasjúkdóm, þar sem við erum með einstaklinga sem hafa verið greindir með kransæðasjúkdóm eða hafa fengið kransæðastíflu, og hins vegar sem fyrsta stigs forvörn hjá þeim sem eru með áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma en hafa ekki enn greinst með sjúkdóm,“ segir Davíð. Umræddir áhættuþættir eru til dæmis háþrýstingur, blóðfituröskun, sykursýki, hár líkamsþyngdarstuðull, reykingar og ættarsaga. Að sögn Davíðs var einstaklingum með umrædda áhættuþætti gjarnan ráðlagt að taka daglega lítinn skammt af magnýl; 75 mg daglega. „Það var talið vera óhætt og að það hefði fáar aukaverkanir. Það sem hefur hins vegar breyst er að það kemur í ljós að ávinningurinn af því að nota magnýl sem fyrsta stigs forvörn er frekar lítill og blæðingarhættan af notkun magnýl, sérstaklega efst í meltingarveginum, er meiri en við héldum,“ segir hann. Þess vegna sé það þannig nú að einstaklingar á aldrinum 40 til 59 ára ættu ekki að nota magnýl sem fyrsta stigs forvörn nema þegar læknir meti það svo að viðkomandi sé í töluvert aukinni áhættu á að fá kransæðasjúkdóm. Það er metið með sérstökum áhættireiknivélum, segir Davíð, og þá miðað við að áhættan sé 10 prósent eða meiri. „Magnýl er ennþá notað hjá einstaklingum með staðfestan kransæðasjúkdóm, óháð aldri. Það er ótvírætt að gagnast undir slíkum kringumstæðum,“ útskýrir Davíð. Ákvörðun um notkun lyfsins byggi alltaf á því að meta ávinninginn annars vegar og áhættuna hins vegar. Hjá einstaklingum sem eru þegar með greindan kransæðasjúkdóm sé ávinningurinn meiri en áhættan, en hjá öðrum séu áhættan og ávinningurinn svipuð. Einstaklingsbundið mat er framtíðin Davíð segir umræddar leiðbeiningar í takt við þá þróun sem sé að eiga sér stað innan læknisfræðinnar, það er að segja að klínískar leiðbeiningar séu ekki gefnar út til stórra hópa almennt heldur sé einstaklingum ráðlagt að eiga samráð við lækni og fá mat útfrá einstaklingsbundum forsendum. „Þetta er klár þróun í læknisfræðinni; við erum að hverfa frá því að gefa út leiðbeiningar fyrir alla og reyna að horfa meira á einstaklingsbundna áhættu,“ segir hann. Þannig sé saga um kransæðasjúkdóm meðal nákominna veigamikil ábending, ekki síst ef viðkomandi greindist ungur. Þeim sem hafa verið að taka magnýl í fyrirbyggjandi tilgangi er ráðlagt að ráðfæra sig við lækni um áframhaldandi notkun í stað þess að hætta að taka lyfið. Heilbrigðismál Vísindi Lyf Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira
Þetta segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, um nýjar ráðleggingar bandarískrar sérfræðinganefndar um fyrirbyggjandi læknisfræði (USPSTF). Samkvæmt þeim er einstaklingum 60 ára og eldri ráðlagt frá því að taka aspirín, eða magnýl, til að fyrirbyggja hjartasjúkdóma og heilablóðfall og einstaklingum á aldrinum 40 til 59 ára ráðlagt að gera það aðeins í samráði við lækni og að því gefnu að þeir séu í verulega aukinni áhættu. Ástæða breyttra ráðlegginga er sú áhætta sem nú er vitað að fylgir notkun magnýl, það er auknar líkur á blæðingum, sérstaklega í meltingarveginum. Nefndin segir daglega notkun aspirín vissulega geta haft fyrirbyggjandi áhrif hjá sumum hvað varðar hjartaáföll og heilablóðfall en hún geti einnig haft skaðvænleg áhrif, það er að segja leitt til innvortis blæðinga. Því sé mikilvægt að þeir sem séu á aldrinum 40 til 59 ára og eigi sér ekki sögu um hjartasjúkdóma, ræði við lækninn sinn um það hvort notkun aspirín sé viðeigandi en einstaklingar 60 ára og eldri ættu ekki að taka aspirín að staðaldri til að fyrirbyggja sjúkdóma, þar sem líkurnar á blæðingu aukist með aldrinum. Mikilvægt að vega og meta ávinning og áhættu „Við erum í raun að nota magnýl í tvenns konar tilgangi; annars vegar í annars stigs forvörnum gegn kransæðasjúkdóm, þar sem við erum með einstaklinga sem hafa verið greindir með kransæðasjúkdóm eða hafa fengið kransæðastíflu, og hins vegar sem fyrsta stigs forvörn hjá þeim sem eru með áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma en hafa ekki enn greinst með sjúkdóm,“ segir Davíð. Umræddir áhættuþættir eru til dæmis háþrýstingur, blóðfituröskun, sykursýki, hár líkamsþyngdarstuðull, reykingar og ættarsaga. Að sögn Davíðs var einstaklingum með umrædda áhættuþætti gjarnan ráðlagt að taka daglega lítinn skammt af magnýl; 75 mg daglega. „Það var talið vera óhætt og að það hefði fáar aukaverkanir. Það sem hefur hins vegar breyst er að það kemur í ljós að ávinningurinn af því að nota magnýl sem fyrsta stigs forvörn er frekar lítill og blæðingarhættan af notkun magnýl, sérstaklega efst í meltingarveginum, er meiri en við héldum,“ segir hann. Þess vegna sé það þannig nú að einstaklingar á aldrinum 40 til 59 ára ættu ekki að nota magnýl sem fyrsta stigs forvörn nema þegar læknir meti það svo að viðkomandi sé í töluvert aukinni áhættu á að fá kransæðasjúkdóm. Það er metið með sérstökum áhættireiknivélum, segir Davíð, og þá miðað við að áhættan sé 10 prósent eða meiri. „Magnýl er ennþá notað hjá einstaklingum með staðfestan kransæðasjúkdóm, óháð aldri. Það er ótvírætt að gagnast undir slíkum kringumstæðum,“ útskýrir Davíð. Ákvörðun um notkun lyfsins byggi alltaf á því að meta ávinninginn annars vegar og áhættuna hins vegar. Hjá einstaklingum sem eru þegar með greindan kransæðasjúkdóm sé ávinningurinn meiri en áhættan, en hjá öðrum séu áhættan og ávinningurinn svipuð. Einstaklingsbundið mat er framtíðin Davíð segir umræddar leiðbeiningar í takt við þá þróun sem sé að eiga sér stað innan læknisfræðinnar, það er að segja að klínískar leiðbeiningar séu ekki gefnar út til stórra hópa almennt heldur sé einstaklingum ráðlagt að eiga samráð við lækni og fá mat útfrá einstaklingsbundum forsendum. „Þetta er klár þróun í læknisfræðinni; við erum að hverfa frá því að gefa út leiðbeiningar fyrir alla og reyna að horfa meira á einstaklingsbundna áhættu,“ segir hann. Þannig sé saga um kransæðasjúkdóm meðal nákominna veigamikil ábending, ekki síst ef viðkomandi greindist ungur. Þeim sem hafa verið að taka magnýl í fyrirbyggjandi tilgangi er ráðlagt að ráðfæra sig við lækni um áframhaldandi notkun í stað þess að hætta að taka lyfið.
Heilbrigðismál Vísindi Lyf Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira