Dæmdur í 21 leiks bann fyrir að fela það að hann væri ekki bólusettur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 14:00 Evander Kane í leik með liðu San Jose Sharks. AP/Jeff Chiu Evander Kane spilar ekki með liði sínu á næstunni eftir að NHL-deildin dæmdi hann í mjög langt leikbann vegna sóttvarnarbrota. Kane var í gær dæmdur í 21 leiks bann fyrir að senda inn falsað bólusetningarvottorð til síns félags, San Jose Sharks, og um til NHL-deildarinnar. Hann fær ekki borgað þennan tíma sem hann tekur út bannið. The NHL has handed a 21-game unpaid suspension to Evander Kane of the San Jose Sharks after an investigation into whether he submitted a fraudulent Covid-19 vaccination card, Front Office Sports and ESPN report, citing unnamed sources https://t.co/iQESniadAY— CNN (@CNN) October 19, 2021 Evander Kane er þrítugur og hefur spilað í NHL-deildinni í meira en áratug. Hann er með 264 mörk og 242 stoðsendingar 769 leikjum í deildinni. Það er ekki skylda fyrir leikmenn í bandarísku íshokkídeildinni að láta bólusetja sig en þeir leikmenn sem eru bólusetningar losna aftur á móti við alls konar sóttvarnavesen og eru því frjálsari. Kane fékk bannið fyrir að hafa viljandi reynt að brjóta sóttvarnarreglur deildarinnar. Launin hans fara öll í öryggissjóð leikmanna en það er hluti af samkomulagi leikmannasamtakanna og NHL-deildarinnar. Evander Kane sendi frá sér afsökunarbeiðni. „Ég vil biðja liðsfélaga mína afsökunar sem og allt San Jose Sharks félagið og stuðningsmenn Sharks fyrir að brjóta sóttvarnarreglur NHL,“ sagði Kane meðal annars í yfirlýsingu sinni. Statement from Evander Kane after his 21-game suspension for a COVID protocol violation. pic.twitter.com/jSE9dWvVpu— Greg Wyshynski (@wyshynski) October 18, 2021 Þetta er í sjötta sinn sem Kane er dæmdur í bann. Hann fékk tveggja leikja bann fyrir grófan leik árið 2014, ein leik í bann fyrir að brjóta reglur liðsins þegar hann var hjá Buffalo Sabres 2018, einn leik í bann í úrslitakeppni fyrir ljótt brot 2019, þriggja leikja bann fyrir að drulla yfir dómara 2019 og loks þriggja leikja bann fyrir olnbogaskot í leik með Sharks árið 2019. Þetta eru ekki góðir dagar fyrir Kane en kona hans, Anna Kane, er að sækja um skilnað og hefur sakað hann um heimilisofbeldi. Það er þó ekki eins og fjarvera hans sé áfall fyrir San Jose Sharks liðið því Kane hefur ekki enn spilað með liðinu og tók heldur ekki þátt í æfingabúðunum fyrir tímabilið. Íshokkí Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Kane var í gær dæmdur í 21 leiks bann fyrir að senda inn falsað bólusetningarvottorð til síns félags, San Jose Sharks, og um til NHL-deildarinnar. Hann fær ekki borgað þennan tíma sem hann tekur út bannið. The NHL has handed a 21-game unpaid suspension to Evander Kane of the San Jose Sharks after an investigation into whether he submitted a fraudulent Covid-19 vaccination card, Front Office Sports and ESPN report, citing unnamed sources https://t.co/iQESniadAY— CNN (@CNN) October 19, 2021 Evander Kane er þrítugur og hefur spilað í NHL-deildinni í meira en áratug. Hann er með 264 mörk og 242 stoðsendingar 769 leikjum í deildinni. Það er ekki skylda fyrir leikmenn í bandarísku íshokkídeildinni að láta bólusetja sig en þeir leikmenn sem eru bólusetningar losna aftur á móti við alls konar sóttvarnavesen og eru því frjálsari. Kane fékk bannið fyrir að hafa viljandi reynt að brjóta sóttvarnarreglur deildarinnar. Launin hans fara öll í öryggissjóð leikmanna en það er hluti af samkomulagi leikmannasamtakanna og NHL-deildarinnar. Evander Kane sendi frá sér afsökunarbeiðni. „Ég vil biðja liðsfélaga mína afsökunar sem og allt San Jose Sharks félagið og stuðningsmenn Sharks fyrir að brjóta sóttvarnarreglur NHL,“ sagði Kane meðal annars í yfirlýsingu sinni. Statement from Evander Kane after his 21-game suspension for a COVID protocol violation. pic.twitter.com/jSE9dWvVpu— Greg Wyshynski (@wyshynski) October 18, 2021 Þetta er í sjötta sinn sem Kane er dæmdur í bann. Hann fékk tveggja leikja bann fyrir grófan leik árið 2014, ein leik í bann fyrir að brjóta reglur liðsins þegar hann var hjá Buffalo Sabres 2018, einn leik í bann í úrslitakeppni fyrir ljótt brot 2019, þriggja leikja bann fyrir að drulla yfir dómara 2019 og loks þriggja leikja bann fyrir olnbogaskot í leik með Sharks árið 2019. Þetta eru ekki góðir dagar fyrir Kane en kona hans, Anna Kane, er að sækja um skilnað og hefur sakað hann um heimilisofbeldi. Það er þó ekki eins og fjarvera hans sé áfall fyrir San Jose Sharks liðið því Kane hefur ekki enn spilað með liðinu og tók heldur ekki þátt í æfingabúðunum fyrir tímabilið.
Íshokkí Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira