Ástin blómstrar eftir Fyrsta blikið: „Eins og að vinna í lottóinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. október 2021 10:30 Helga Guðmundsóttir og Garðar Ólafsson eru par eftir þátttöku þeirra í Fyrsta blikinu. Er hægt að finna ástina fyrir framan alþjóð? Það má með sanni segja það en þau Helga Guðmundsdóttir og Garðar Ólafsson kynntust í þættinum Fyrsta blikið á Stöð 2 þar sem þau fóru á stefnumót fyrir framan myndavélar. Áhorfendur fylgdust með neistum kvikna og þeir héldu sannarlega áfram að blossa þar sem Helga og Garðar eru í dag par. „Við hittumst á þessi deiti og það var mjög skemmtileg og hann fór svo til Köben morguninn eftir mjög snemma. Við vorum svo að texta í einhverja daga og ákváðum svo að hittast á tónleikum sem við gátum ekki farið á því hann var í sóttkví þegar hann kom heim en svo hittumst við í hjólatúr. Hann endaði síðan á því nokkrum vikum seinna að bjóða mér í mat,“ segir Helga í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Parið byrjaði á því að fara í hjólatúr saman. „Við vönduðum okkur svolítið og vorum ekkert að fara hratt í hlutina,“ segir Garðar og bætir við: „Ég held að ég hafi verið búinn að fá mér eitt rauðvínsglas og skráð mig þá í þáttinn. Þetta var bara skyndiákvörðun og ég hugsaði síðan að maður gæti alltaf hætt við. Svo var ég valinn og það var tekið viðtal og ég varð forvitinn og ákvað að slá til.“ Alltaf að svæpa til vinstri „Þetta var töluvert meira skemmtilegt heldur en að fara á Tinder og ég var búinn að henda því út. Þetta var bara nýtt teik og skemmtilegt. Ég hafði svæpað svolítið oft til vinstri,“ segir Helga. En var þetta ást við fyrstu sýn? „Nei, kannski ekki ást við fyrstu sýn en áhugasöm við fyrstu sýn,“ segir Helga. „Mér fannst hún áhugaverð og vissi að ég myndi vilja hitta hana aftur eftir nokkrar mínútur. Svo um leið og við fórum að hittast þá gerðist þetta,“ segir Garðar. Ástin blómstrar svo sannarlega hjá Helgu og Garðari. Helga segist hafa séð strax að það væri mikið varið í þennan mann og vildi hún kynnast honum betur. „Ég bjóst aldrei við því að hitta mann í þessum þáttum og það var dóttir mín sem sagði mér að skrá mig til leiks,“ segir Helga. Héldu partí þegar þátturinn fór í loftið „Þetta er bara eins og að vinna í lottóinu og jafnvel betra,“ segir Garðar. Helga og Garðar fylgdust sannarlega með þættinum þegar hann fór í loftið og héldu áhorfsteiti til að fagna með vinum og fjölskyldu. „Það var bara æðisleg stemning. Allar mínar bestu vinkonur, dóttir mín, vinir hans og sonur Garðars, vinir hans og bróðir voru öll mætt. Fjölskyldum okkar líst rosalega vel á þetta og mamma er alltaf að segja við mig að ég megi ekki klúðra þessu,“ segir Helga. Parið fór saman í frí til Spánar á dögunum. Ekki var hægt að sýna opinberlega frá fríi þeirra á Spáni. „Við gátum ekki sett inn myndir af okkur saman út af þáttunum og fólk hélt bara að ég væri bara berrössuð á ströndinni alein,“ segir Helga. „Maður gat ekki verið að sýna frá því að við værum saman þarna úti og maður var bara úti einn í fríi. Það er gott að þetta sé búið og maður getur komið út úr skápnum með þetta allt saman,“ segir Garðar. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Ísland í dag Fyrsta blikið Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira
Áhorfendur fylgdust með neistum kvikna og þeir héldu sannarlega áfram að blossa þar sem Helga og Garðar eru í dag par. „Við hittumst á þessi deiti og það var mjög skemmtileg og hann fór svo til Köben morguninn eftir mjög snemma. Við vorum svo að texta í einhverja daga og ákváðum svo að hittast á tónleikum sem við gátum ekki farið á því hann var í sóttkví þegar hann kom heim en svo hittumst við í hjólatúr. Hann endaði síðan á því nokkrum vikum seinna að bjóða mér í mat,“ segir Helga í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Parið byrjaði á því að fara í hjólatúr saman. „Við vönduðum okkur svolítið og vorum ekkert að fara hratt í hlutina,“ segir Garðar og bætir við: „Ég held að ég hafi verið búinn að fá mér eitt rauðvínsglas og skráð mig þá í þáttinn. Þetta var bara skyndiákvörðun og ég hugsaði síðan að maður gæti alltaf hætt við. Svo var ég valinn og það var tekið viðtal og ég varð forvitinn og ákvað að slá til.“ Alltaf að svæpa til vinstri „Þetta var töluvert meira skemmtilegt heldur en að fara á Tinder og ég var búinn að henda því út. Þetta var bara nýtt teik og skemmtilegt. Ég hafði svæpað svolítið oft til vinstri,“ segir Helga. En var þetta ást við fyrstu sýn? „Nei, kannski ekki ást við fyrstu sýn en áhugasöm við fyrstu sýn,“ segir Helga. „Mér fannst hún áhugaverð og vissi að ég myndi vilja hitta hana aftur eftir nokkrar mínútur. Svo um leið og við fórum að hittast þá gerðist þetta,“ segir Garðar. Ástin blómstrar svo sannarlega hjá Helgu og Garðari. Helga segist hafa séð strax að það væri mikið varið í þennan mann og vildi hún kynnast honum betur. „Ég bjóst aldrei við því að hitta mann í þessum þáttum og það var dóttir mín sem sagði mér að skrá mig til leiks,“ segir Helga. Héldu partí þegar þátturinn fór í loftið „Þetta er bara eins og að vinna í lottóinu og jafnvel betra,“ segir Garðar. Helga og Garðar fylgdust sannarlega með þættinum þegar hann fór í loftið og héldu áhorfsteiti til að fagna með vinum og fjölskyldu. „Það var bara æðisleg stemning. Allar mínar bestu vinkonur, dóttir mín, vinir hans og sonur Garðars, vinir hans og bróðir voru öll mætt. Fjölskyldum okkar líst rosalega vel á þetta og mamma er alltaf að segja við mig að ég megi ekki klúðra þessu,“ segir Helga. Parið fór saman í frí til Spánar á dögunum. Ekki var hægt að sýna opinberlega frá fríi þeirra á Spáni. „Við gátum ekki sett inn myndir af okkur saman út af þáttunum og fólk hélt bara að ég væri bara berrössuð á ströndinni alein,“ segir Helga. „Maður gat ekki verið að sýna frá því að við værum saman þarna úti og maður var bara úti einn í fríi. Það er gott að þetta sé búið og maður getur komið út úr skápnum með þetta allt saman,“ segir Garðar. Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.
Ísland í dag Fyrsta blikið Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira