Eiríkur á Omega dæmdur til greiðslu 109 milljóna sektar fyrir meiriháttar skattsvik Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2021 13:16 Úr Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember á síðasta ári þegar frávísunarkrafa Eiríks var tekin fyrir. Fremri maðurinn á myndinni er lögmaður Eiríks, Jón Örn Árnason. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sjónvarpsmanninn Eirík Sigurbjörnsson, oftast kenndur við kristilegu stöðina Omega, í tíu mánaða fangelsi og greiðslu 108,9 milljóna króna sektar fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar, haldi Eiríkur almennt skilorð í tvö ár. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna skal Eíríkur sæta 360 daga fangelsi. Eiríkur var dæmdur fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 til 2017 með því að hafa sleppt því að telja fram persónulegar úttektir að upphæð samtals tæplega 79 milljónum króna. Komst hann þannig hjá því að greiða rúmlega 36 milljónir í tekjuskatt og útsvar. Í ákæru kom fram að Eiríkur hefði ekki talið fram annars vegar persónulegar úttektir að fjárhæð samtals 67,1 milljónum af greiðslukorti sem skuldfærðust af bankareikningi Gospel Channel Evrópa hjá norska bankanum DNB. Sömuleiðis var hann ákærður vegna úttekta hans af viðskiptareikningi hans hjá Global Mission Network ehf að upphæð 11,5 milljóna króna. Eiríkur neitaði sök í málinu. Tvívegis endurúthlutað Í dómnum kemur fram að Eiríkur hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi og var horft til þyngingar að fjárhæðirnar sem um ræddi hafi verið verulegar. Þó sé einnig litið til þess að langt sé um liðið frá því að brotin voru framin. Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu í janúar 2020 og það þingfest í mars sama ár. Málinu var endurúthlutað tvisvar sinnum eftir að það var rekið af dómara í janúar það og fór aðalmeðferð málsins fram 8. september síðastliðinn. Sérstaklega var óskað eftir því af hún færi fram af hausti af persónulegum ástæðum sem varða ákærða. Eiríkur var jafnframt gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjenda, alls 3,4 milljónir króna að meðtöldum virðisaukaskatti. Dómur var kveðinn upp í málinu 1. október síðastliðinn en hefur hann nú verið birtur. Dómsmál Efnahagsbrot Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eiríkur á Omega krefst þess að skattsvikamáli á hendur sér verði vísað frá Fjallað um frávísunarkröfu Eiríks Sigurbjörnssonar sem kenndur er við Omega en hann hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattaundanskot og peningaþvætti. 25. nóvember 2020 10:51 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar, haldi Eiríkur almennt skilorð í tvö ár. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna skal Eíríkur sæta 360 daga fangelsi. Eiríkur var dæmdur fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 til 2017 með því að hafa sleppt því að telja fram persónulegar úttektir að upphæð samtals tæplega 79 milljónum króna. Komst hann þannig hjá því að greiða rúmlega 36 milljónir í tekjuskatt og útsvar. Í ákæru kom fram að Eiríkur hefði ekki talið fram annars vegar persónulegar úttektir að fjárhæð samtals 67,1 milljónum af greiðslukorti sem skuldfærðust af bankareikningi Gospel Channel Evrópa hjá norska bankanum DNB. Sömuleiðis var hann ákærður vegna úttekta hans af viðskiptareikningi hans hjá Global Mission Network ehf að upphæð 11,5 milljóna króna. Eiríkur neitaði sök í málinu. Tvívegis endurúthlutað Í dómnum kemur fram að Eiríkur hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi og var horft til þyngingar að fjárhæðirnar sem um ræddi hafi verið verulegar. Þó sé einnig litið til þess að langt sé um liðið frá því að brotin voru framin. Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu í janúar 2020 og það þingfest í mars sama ár. Málinu var endurúthlutað tvisvar sinnum eftir að það var rekið af dómara í janúar það og fór aðalmeðferð málsins fram 8. september síðastliðinn. Sérstaklega var óskað eftir því af hún færi fram af hausti af persónulegum ástæðum sem varða ákærða. Eiríkur var jafnframt gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjenda, alls 3,4 milljónir króna að meðtöldum virðisaukaskatti. Dómur var kveðinn upp í málinu 1. október síðastliðinn en hefur hann nú verið birtur.
Dómsmál Efnahagsbrot Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eiríkur á Omega krefst þess að skattsvikamáli á hendur sér verði vísað frá Fjallað um frávísunarkröfu Eiríks Sigurbjörnssonar sem kenndur er við Omega en hann hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattaundanskot og peningaþvætti. 25. nóvember 2020 10:51 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Eiríkur á Omega krefst þess að skattsvikamáli á hendur sér verði vísað frá Fjallað um frávísunarkröfu Eiríks Sigurbjörnssonar sem kenndur er við Omega en hann hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattaundanskot og peningaþvætti. 25. nóvember 2020 10:51