Vilja fyrst gjörbreyta byggingargeiranum og svo tölvuleikjum Eiður Þór Árnason skrifar 20. október 2021 13:50 Stjórnendateymi Treble: Gunnar Pétur Hauksson, Finnur Pind, Jesper Pedersen, Guðrún Áslaug Óskarsdóttir og Ingimar Andersen. Aðsend Íslenska sprotafyrirtækið Treble Technologies sem sérhæfir sig í hugbúnaði á sviði hljóðhermunar hefur lokið 232 milljóna króna fjármögnun. Væntanleg fyrsta vara fyrirtækisins er hugbúnaðarlausn fyrir byggingargeirann sem gerir hönnuðum og eigendum bygginga færi á að móta hljóðheim og hljóðvisthönnun og taka upplýstar ákvarðanir um efnisval, form og fleira á grundvelli nákvæmrar hermunar. Stefnt er að því að koma vörunni á markað á síðari hluta næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu en helstu fjárfestar eru Börkur Arnviðarson, stofnandi ChemoMetec, félagið Omega ehf., Sigþór Sigmarsson og Trausti Kristjánsson. Sigþór, sem er verkfræðingur og fjárfestir, tekur sæti í stjórn fyrirtækisins fyrir hönd fjárfestahópsins. Hann segir Treble vera að þróa tækni sem geti gjörbylt því hvernig hljóð og hljóðvist er tekin inn í hönnun. „Þetta er afar öflugt teymi sem byggir lausnir sínar á eigin rannsóknum og eru þau einfaldlega fremst á sínu sviði í heiminum.“ Nota ofurtölvu og bylgjueðlisfræði Að sögn forsvarsmanna félagsins liggur margra ára rannsóknarvinna að baki fyrirtækinu sem Dr. Finnur Pind, framkvæmdastjóri og einn stofnanda fyrirtækisins, leiddi ásamt vísindamönnum frá Tækniháskóla Danmerkur, EPFL í Sviss og Virginia Tech í Bandaríkjunum. Finnur segir að með því að draga að borðinu leiðandi vísindamenn á sviði bylgjueðlisfræði, ofurtölva og stærðfræði hafi tekist að þróa byltingarkennda leið til að herma hljóð sem sé margfalt raunverulegri en áður hefur verið mögulegt. Vísindamenn frá þessu samstarfi sitja í dag í ráðgjafaráði Treble og eru meðeigendur í félaginu. Fram kemur í tilkynningu að Tækniþróunarsjóður hafi veitt Treble styrk til að hefja þróun árið 2020 og hefur fyrirtækið síðan vaxið upp í 12 manns og hafið samstarf með alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Hljóð hafi mikil áhrif á líðan og framleiðni Gunnar Pétur Hauksson, sem stýrir fjármögnun og viðskiptaþróun hjá Treble, segir að byggingageirinn sé einungis fyrsti markaðurinn sem Treble stefni á. ,,Hin byltingakennda tækni og aðferðafræði sem liggur að baki vörum Treble hefur notagildi víða, t.d. í tölvuleikjum, sýndarveruleika og við hönnun bifreiða. Listinn er raunar afar langur enda sé hljóð eitthvað sem umlykur okkur flest daginn út og inn og hefur feikileg áhrif á líðan okkar og framleiðni. Við erum spennt fyrir því að ryðja okkur til rúms á sviði tölvuleikja og sýndarveruleika þar sem tæknin okkar gefur færi á töluvert raunverulegri upplifun hljóðs í stafrænum heimum en mögulegt hefur verið hingað til,“ segir hann í tilkynningu. Finnur segir að þessi fjármögnun til merkis um að félagið sé á réttri leið. „Þetta fjármagn og þessir öflugu bakhjarlar gera okkur kleift að bæta við okkur rétta fólkinu og setja fullan kraft og aukna einbeitingu í að ná markmiðum okkar sem snúa að þróun og markaðssetningu fyrstu lausnarinnar.“ Hann bætir því við að mikil vitundarvakning hafi orðið á því hversu víðtæk áhrif hljóð hafi á líðan fólks í vinnu og einkalífi og að regluverk tengd hönnun bygginga taki nú mið af þeirri staðreynd. Tækni Nýsköpun Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira
Væntanleg fyrsta vara fyrirtækisins er hugbúnaðarlausn fyrir byggingargeirann sem gerir hönnuðum og eigendum bygginga færi á að móta hljóðheim og hljóðvisthönnun og taka upplýstar ákvarðanir um efnisval, form og fleira á grundvelli nákvæmrar hermunar. Stefnt er að því að koma vörunni á markað á síðari hluta næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu en helstu fjárfestar eru Börkur Arnviðarson, stofnandi ChemoMetec, félagið Omega ehf., Sigþór Sigmarsson og Trausti Kristjánsson. Sigþór, sem er verkfræðingur og fjárfestir, tekur sæti í stjórn fyrirtækisins fyrir hönd fjárfestahópsins. Hann segir Treble vera að þróa tækni sem geti gjörbylt því hvernig hljóð og hljóðvist er tekin inn í hönnun. „Þetta er afar öflugt teymi sem byggir lausnir sínar á eigin rannsóknum og eru þau einfaldlega fremst á sínu sviði í heiminum.“ Nota ofurtölvu og bylgjueðlisfræði Að sögn forsvarsmanna félagsins liggur margra ára rannsóknarvinna að baki fyrirtækinu sem Dr. Finnur Pind, framkvæmdastjóri og einn stofnanda fyrirtækisins, leiddi ásamt vísindamönnum frá Tækniháskóla Danmerkur, EPFL í Sviss og Virginia Tech í Bandaríkjunum. Finnur segir að með því að draga að borðinu leiðandi vísindamenn á sviði bylgjueðlisfræði, ofurtölva og stærðfræði hafi tekist að þróa byltingarkennda leið til að herma hljóð sem sé margfalt raunverulegri en áður hefur verið mögulegt. Vísindamenn frá þessu samstarfi sitja í dag í ráðgjafaráði Treble og eru meðeigendur í félaginu. Fram kemur í tilkynningu að Tækniþróunarsjóður hafi veitt Treble styrk til að hefja þróun árið 2020 og hefur fyrirtækið síðan vaxið upp í 12 manns og hafið samstarf með alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Hljóð hafi mikil áhrif á líðan og framleiðni Gunnar Pétur Hauksson, sem stýrir fjármögnun og viðskiptaþróun hjá Treble, segir að byggingageirinn sé einungis fyrsti markaðurinn sem Treble stefni á. ,,Hin byltingakennda tækni og aðferðafræði sem liggur að baki vörum Treble hefur notagildi víða, t.d. í tölvuleikjum, sýndarveruleika og við hönnun bifreiða. Listinn er raunar afar langur enda sé hljóð eitthvað sem umlykur okkur flest daginn út og inn og hefur feikileg áhrif á líðan okkar og framleiðni. Við erum spennt fyrir því að ryðja okkur til rúms á sviði tölvuleikja og sýndarveruleika þar sem tæknin okkar gefur færi á töluvert raunverulegri upplifun hljóðs í stafrænum heimum en mögulegt hefur verið hingað til,“ segir hann í tilkynningu. Finnur segir að þessi fjármögnun til merkis um að félagið sé á réttri leið. „Þetta fjármagn og þessir öflugu bakhjarlar gera okkur kleift að bæta við okkur rétta fólkinu og setja fullan kraft og aukna einbeitingu í að ná markmiðum okkar sem snúa að þróun og markaðssetningu fyrstu lausnarinnar.“ Hann bætir því við að mikil vitundarvakning hafi orðið á því hversu víðtæk áhrif hljóð hafi á líðan fólks í vinnu og einkalífi og að regluverk tengd hönnun bygginga taki nú mið af þeirri staðreynd.
Tækni Nýsköpun Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira