Segir ekki hægt að halda úti góðu skólastarfi verði sóttkvíarreglur óbreyttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2021 19:03 Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, segir sóttkvíarreglur mjög íþyngjandi fyrir nemendur skólans. Vísir/Sigurjón Skólastjóri Norðlingaskóla segir sóttvarnaaðgerðir verulega íþyngjandi fyrir nemendur grunnskóla. Margir þeirra séu þjakaðir af kvíða um að vera sendir í sóttkví, en sumir nemenda skólans hafa farið í sóttkví í allt að þrjú skipti. Verði sóttkvíarreglum ekki breytt segir hann ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari. Talsverðar raskanir hafa orðið á skólastarfi frá því að faldurinn hófst. Nýlega hafa raskanir orðið víða í skólum, til dæmis á Akureyri þegar fjöldi smita kom upp þar, í Fellaskóla, Háteigsskóla og Norðlingaskóla. Þeir krakkar sem oftast hafa farið í sóttkví í Norðlingaskóla hafa farið þrisvar sinnum. Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, segir það hafa haft veruleg áhrif. „Sóttkvíin er sjö dagar og þetta hefur veruleg áhrif. Við höfum fundið fyrir því í auknum mæli að það er vaxandi kvíði hjá krökkunum að koma í skólann. Þau sem eru búin að lenda ítrekað í skólann hræðist að koma í skólann og landa í sóttkví,“ sagði Aðalbjörg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir miklar áhyggjur uppi um þetta, bæði hjá skólanum og hjá foreldrum. „Við höfum áhyggjur af líðan þeirra og námi og þó að samstarf við heimili gangi mjög vel þá er þetta mjög íþyngjandi,“ segir Aðalbjörg. Viltu að reglum um sóttkví barna verði breytt? „Já, mér finnst mjög mikilvægt að þær verði endurskoðaðar, sóttkvíarreglur gagnvart börnum.“ Þá segir hún reglur um hópskiptingu í skólum ekki skipta miklu máli í stóru myndinni. Mikil blöndun milli hópa eigi sér stað utan skólans. „Við pössum að hafa góða yfirsýn yfir okkar hópadreifingu en hópskiptingin í skóla segir mjög lítið þegar kemur að heildarmyndinni. Nemendurnir blandast eftir skóla og blandast alls konar,“ segir Aðalbjörg. „Þeir blandast í vinahópum, þvert á það sem er að gerast hér í skólanum, inni á heimilum, í tómstundarstarfi til dæmis í félagsmiðstöðinni og í íþróttum. Þar blandast þau þvert á hópa og til dæmis bara í íþróttunum í Fylki eru krakkar úr öðrum skólum að koma saman og æfa saman. Þannig að hópskiptingar í skóla segja lítið þegar kemur að heildarmyndinni.“ Þær mættu jafnvel bara hverfa? „Við getum sagt að það þurfi að endurskoða ala vega reglurnar um sóttkví. Það er ekki hægt að leggja þetta á nemendur mikið lengur og ef þetta verður eins og manni sýnist, að við megum eiga von á að þessu fram eftir vetri, þá er ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari,“ sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Talsverðar raskanir hafa orðið á skólastarfi frá því að faldurinn hófst. Nýlega hafa raskanir orðið víða í skólum, til dæmis á Akureyri þegar fjöldi smita kom upp þar, í Fellaskóla, Háteigsskóla og Norðlingaskóla. Þeir krakkar sem oftast hafa farið í sóttkví í Norðlingaskóla hafa farið þrisvar sinnum. Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, segir það hafa haft veruleg áhrif. „Sóttkvíin er sjö dagar og þetta hefur veruleg áhrif. Við höfum fundið fyrir því í auknum mæli að það er vaxandi kvíði hjá krökkunum að koma í skólann. Þau sem eru búin að lenda ítrekað í skólann hræðist að koma í skólann og landa í sóttkví,“ sagði Aðalbjörg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir miklar áhyggjur uppi um þetta, bæði hjá skólanum og hjá foreldrum. „Við höfum áhyggjur af líðan þeirra og námi og þó að samstarf við heimili gangi mjög vel þá er þetta mjög íþyngjandi,“ segir Aðalbjörg. Viltu að reglum um sóttkví barna verði breytt? „Já, mér finnst mjög mikilvægt að þær verði endurskoðaðar, sóttkvíarreglur gagnvart börnum.“ Þá segir hún reglur um hópskiptingu í skólum ekki skipta miklu máli í stóru myndinni. Mikil blöndun milli hópa eigi sér stað utan skólans. „Við pössum að hafa góða yfirsýn yfir okkar hópadreifingu en hópskiptingin í skóla segir mjög lítið þegar kemur að heildarmyndinni. Nemendurnir blandast eftir skóla og blandast alls konar,“ segir Aðalbjörg. „Þeir blandast í vinahópum, þvert á það sem er að gerast hér í skólanum, inni á heimilum, í tómstundarstarfi til dæmis í félagsmiðstöðinni og í íþróttum. Þar blandast þau þvert á hópa og til dæmis bara í íþróttunum í Fylki eru krakkar úr öðrum skólum að koma saman og æfa saman. Þannig að hópskiptingar í skóla segja lítið þegar kemur að heildarmyndinni.“ Þær mættu jafnvel bara hverfa? „Við getum sagt að það þurfi að endurskoða ala vega reglurnar um sóttkví. Það er ekki hægt að leggja þetta á nemendur mikið lengur og ef þetta verður eins og manni sýnist, að við megum eiga von á að þessu fram eftir vetri, þá er ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari,“ sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira