Höfðu hendur í hári stórtæks síbrotamanns eftir árekstur og afstungu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2021 10:49 Setning Alþingis / Lögreglan Foto: Vilhelm Gunnarsson Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að stórtækur þjófur með langan brotaferil að baki skuli sitja í gæsluvarðhaldi til 4. nóvember næstkomandi. Samtals er 31 opið mál á borði lögreglu sem tengist manninum. Lögregla handsamaði manninn á stolnum bíl eftir árekstur og afstungu. Úrskurður Landsréttar var kveðinn upp á föstudaginn og birtur á þriðjudaginn. Í honum kemur fram að maðurinn sé grunaður um margítrekuð auðgunarbrot. Var hann handtekinn á stolnum bíl eftir að hann stakk af eftir umferðaróhapp þann 10. október síðastliðinn. Sama dag hafði hann pantað mat á veitingastað í Reykjavík og gengið út án þess að greiða fyrir matinn. Í úrskurðinum eru fleiri meint brot manns rakin, sum hver sem hann hefur játað að hafa framið. Er hann meðal annnars grunaður um að hafa, á tímabilinu 26. október á síðasta ári til 10. október á þessu, stolið greiðsluposa, spjaldtölvum að virði hundruð þúsunda, nokkrum iPhone-símum og dýrum rafhlaupahjólum, svo dæmi séu nefnd. Plataði starfsmenn til að leyfa sér að prófa rafhlaupahjól Er hann til dæmis sakaður um að hafa þann 13. ágúst síðastliðinn farið í ótilgreinda verslun í Reykjavík, framvísað þar ökuskírteini annars manns og blekkt starfsmenn verslunarinnar til að leyfa sér prófa rafmagnshlaupahjól af gerðinni Power Zero 10-x að söluverðmæti 219.995 kr. Hjólinu skilaði hann ekki aftur. Við skýrslutöku hjá lögreglu 13. ágúst kannaðist kærði við atvikið og taldi líklegra en ekki að hann væri sekur um háttsemina, að því er fram kemur í úrskurði Landsréttar. Framvísaði fölsuðu skjáskoti af millifærslu Þá hefur hann einnig játað sök í fjársvikamáli er hann fékk ótilgreindan einstakling til að afhenda sér hlaupahjól að verðmæti 45 þúsund krónur. Þóttust hann og samverkamaður hans hafa greitt fyrir með því að sýna falsað skjáskot af millifærslu fyrir viðskiptunum en greiðslan barst ekki inn á reikning tjónþola. Er það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn muni halda áfram brotum gangi hann laus, nauðsynlegt sé að ljúka þeim málum sem séu til meðferðar hjá ákæruvaldi og lögreglu sem fyrst. Kemur einnig fram að maðurinn eigi að baki langan sakaferil, meðal annars fyrir auðgunarbrot sem hafa ítrekunaráhrif til refsiþyngingar á þau brot sem nú eru til rannsóknar. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 4. nóvember og Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms á föstudaginn. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Úrskurður Landsréttar var kveðinn upp á föstudaginn og birtur á þriðjudaginn. Í honum kemur fram að maðurinn sé grunaður um margítrekuð auðgunarbrot. Var hann handtekinn á stolnum bíl eftir að hann stakk af eftir umferðaróhapp þann 10. október síðastliðinn. Sama dag hafði hann pantað mat á veitingastað í Reykjavík og gengið út án þess að greiða fyrir matinn. Í úrskurðinum eru fleiri meint brot manns rakin, sum hver sem hann hefur játað að hafa framið. Er hann meðal annnars grunaður um að hafa, á tímabilinu 26. október á síðasta ári til 10. október á þessu, stolið greiðsluposa, spjaldtölvum að virði hundruð þúsunda, nokkrum iPhone-símum og dýrum rafhlaupahjólum, svo dæmi séu nefnd. Plataði starfsmenn til að leyfa sér að prófa rafhlaupahjól Er hann til dæmis sakaður um að hafa þann 13. ágúst síðastliðinn farið í ótilgreinda verslun í Reykjavík, framvísað þar ökuskírteini annars manns og blekkt starfsmenn verslunarinnar til að leyfa sér prófa rafmagnshlaupahjól af gerðinni Power Zero 10-x að söluverðmæti 219.995 kr. Hjólinu skilaði hann ekki aftur. Við skýrslutöku hjá lögreglu 13. ágúst kannaðist kærði við atvikið og taldi líklegra en ekki að hann væri sekur um háttsemina, að því er fram kemur í úrskurði Landsréttar. Framvísaði fölsuðu skjáskoti af millifærslu Þá hefur hann einnig játað sök í fjársvikamáli er hann fékk ótilgreindan einstakling til að afhenda sér hlaupahjól að verðmæti 45 þúsund krónur. Þóttust hann og samverkamaður hans hafa greitt fyrir með því að sýna falsað skjáskot af millifærslu fyrir viðskiptunum en greiðslan barst ekki inn á reikning tjónþola. Er það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn muni halda áfram brotum gangi hann laus, nauðsynlegt sé að ljúka þeim málum sem séu til meðferðar hjá ákæruvaldi og lögreglu sem fyrst. Kemur einnig fram að maðurinn eigi að baki langan sakaferil, meðal annars fyrir auðgunarbrot sem hafa ítrekunaráhrif til refsiþyngingar á þau brot sem nú eru til rannsóknar. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 4. nóvember og Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms á föstudaginn.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira