Ósammála gagnrýni dómarans um skort á hlutlægni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. október 2021 18:31 Lögregla er ósammála því sem héraðsdómari hélt fram í gær um að hún hefði ekki gætt hlutlægni í rannsókn sinni í Rauðagerðismálinu. Þeir þrír sem voru grunaðir um samverknað við morðið voru allir sýknaðir. Það vakti undrun margra þegar dómurinn í Rauðagerðismálinu féll í gær og fram kom að enginn hefði veriðsakfelldur nema Angjelin Sterkaj, sem hafði játað á sig morðið. Prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands sagði til dæmis í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að ljóst væri að þremenningarnir hefðu aðstoðað Angjelin við morðið og meðal annars hjálpað honum að dylja slóð þess. Hann velti því upp hvort skerpa þyrfti á lagaákvæðum um samverknað í manndrápsmálum. Guðjón Marteinsson héraðsdómari taldi lögreglu hins vegar ekki hafa fært sönnur á að þetta fólk hafi í raun vitað að það væri þátttakendur í morði og sagði rannsóknina á þeim meðal annars hafa verið byggða á huglægu mati lögreglunnar. Þar vísaði dómarinn í skýrslu sem lögregla lagði fram í málinu, sem var samantekt á rannsókn þess. Hann sagði lögregluna ekki hafa gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu sína sem henni bar að gera og sagði það ámælisvert. Viss um hlutleysi lögreglumannanna Yfirlögregluþjónn segir að lögregla muni kafa ofan í dóminn og sjá hvað betur hefði mátt fara við rannsóknina. En gætti lögregla ekki hlutleysis við rannsóknina? „Jú, ég tel það nú vera. Að það hafi verið gætt hlutleysis og hlutlægni verið viðhöfð í hvívetna. En þetta er mat dómarans og við tökum það til skoðunar,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segist ekki vita hvað liggur til grundvallar að mati dómarans. Ekki óvenjulegt að dómari gagnrýni lögreglu En taldi Grímur þá sekt hinna þriggja nægilega vel sannaða af hálfu lögreglu? „Ég vil bara svara því þannig að ákæruvaldið telur meiri líkur en minni þegar það ákærir að það verði sakfellt. Og ég hef ekki neinar aðrar skoðanir á því heldur en það að ég met bara og virði mat ákæruvaldsins,“ segir hann. Hann segir það ekki endilega óalgengt að dómari gagnrýni störf lögreglu í dóm sínum. Næstu skref séu að skoða dóminn betur. „Og við gerum það og horfum til þess hvað við getum lært af því. Og eins og ég sagði í upphafi - við rýnum hann til gagns,“ segir Grímur. Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53 Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. 21. október 2021 10:43 Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Það vakti undrun margra þegar dómurinn í Rauðagerðismálinu féll í gær og fram kom að enginn hefði veriðsakfelldur nema Angjelin Sterkaj, sem hafði játað á sig morðið. Prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands sagði til dæmis í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að ljóst væri að þremenningarnir hefðu aðstoðað Angjelin við morðið og meðal annars hjálpað honum að dylja slóð þess. Hann velti því upp hvort skerpa þyrfti á lagaákvæðum um samverknað í manndrápsmálum. Guðjón Marteinsson héraðsdómari taldi lögreglu hins vegar ekki hafa fært sönnur á að þetta fólk hafi í raun vitað að það væri þátttakendur í morði og sagði rannsóknina á þeim meðal annars hafa verið byggða á huglægu mati lögreglunnar. Þar vísaði dómarinn í skýrslu sem lögregla lagði fram í málinu, sem var samantekt á rannsókn þess. Hann sagði lögregluna ekki hafa gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu sína sem henni bar að gera og sagði það ámælisvert. Viss um hlutleysi lögreglumannanna Yfirlögregluþjónn segir að lögregla muni kafa ofan í dóminn og sjá hvað betur hefði mátt fara við rannsóknina. En gætti lögregla ekki hlutleysis við rannsóknina? „Jú, ég tel það nú vera. Að það hafi verið gætt hlutleysis og hlutlægni verið viðhöfð í hvívetna. En þetta er mat dómarans og við tökum það til skoðunar,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segist ekki vita hvað liggur til grundvallar að mati dómarans. Ekki óvenjulegt að dómari gagnrýni lögreglu En taldi Grímur þá sekt hinna þriggja nægilega vel sannaða af hálfu lögreglu? „Ég vil bara svara því þannig að ákæruvaldið telur meiri líkur en minni þegar það ákærir að það verði sakfellt. Og ég hef ekki neinar aðrar skoðanir á því heldur en það að ég met bara og virði mat ákæruvaldsins,“ segir hann. Hann segir það ekki endilega óalgengt að dómari gagnrýni störf lögreglu í dóm sínum. Næstu skref séu að skoða dóminn betur. „Og við gerum það og horfum til þess hvað við getum lært af því. Og eins og ég sagði í upphafi - við rýnum hann til gagns,“ segir Grímur.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53 Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. 21. október 2021 10:43 Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53
Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. 21. október 2021 10:43
Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47