Öll í faginu taka slysaskotið til sín Kristín Ólafsdóttir og skrifa 22. október 2021 21:01 Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Baldwin hæfði tvo þegar hann hleypti af byssunni á tökustað kvikmyndarinnar Rust í Nýju Mexíkó í gær; kvikmyndastjórann Halynu Hutchins og leikstjórann Joel Souza. Hutchins lést af áverkum sínum en Souza var fluttur á sjúkrahús - og útskrifaður þaðan í dag. Lögregla rannsakar hvort raunverulegar kúlur voru í byssunni eða hvort brotajárn hafi skotist úr vopninu. Baldwin gaf sig fram við lögreglu í kjölfar atviksins og var síðan látinn laus. Hann tjáði sig um atvikið á Twitter-reikningi sínum síðdegis og sagðist harmi sleginn vegna slyssins. Þá legði hann allt sitt af mörkum til að aðstoða lögreglu við rannsókn málsins. Heimir Sverrisson leikmyndahönnuður segir reglur um skotvopn á íslenskum tökustöðum strangar og raunveruleg vopn séu nær aldrei notuð. Hann hafi til að mynda aðeins einu sinni tekið þátt í slíku verkefni. „Það var gert undir mjög ströngu eftirliti og þar var sérþjálfaður maður í meðhöndlun vopna var með okkur og sá um að allt gengi upp. Ef verið er að handleika byssur í áflogum eða handleika önnur vopn þá eru teknar afsteypur af þeim, þær eru steyptar í mýkri efni, þannig að þær geta ekki skaðað leikara.“ Svona alvarleg atvik séu sem betur fer ákaflega sjaldgæf á heimsvísu. „Það verður örugglega margt endurskoðað í þessu þarna úti í Bandaríkjunum og víðar. Við tökum þetta öll til okkar sem vinnum í þessu fagi og hugsum aðeins hvað má betur fara,“ segir Heimir. Bandaríkin Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Fleiri fréttir Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Sjá meira
Baldwin hæfði tvo þegar hann hleypti af byssunni á tökustað kvikmyndarinnar Rust í Nýju Mexíkó í gær; kvikmyndastjórann Halynu Hutchins og leikstjórann Joel Souza. Hutchins lést af áverkum sínum en Souza var fluttur á sjúkrahús - og útskrifaður þaðan í dag. Lögregla rannsakar hvort raunverulegar kúlur voru í byssunni eða hvort brotajárn hafi skotist úr vopninu. Baldwin gaf sig fram við lögreglu í kjölfar atviksins og var síðan látinn laus. Hann tjáði sig um atvikið á Twitter-reikningi sínum síðdegis og sagðist harmi sleginn vegna slyssins. Þá legði hann allt sitt af mörkum til að aðstoða lögreglu við rannsókn málsins. Heimir Sverrisson leikmyndahönnuður segir reglur um skotvopn á íslenskum tökustöðum strangar og raunveruleg vopn séu nær aldrei notuð. Hann hafi til að mynda aðeins einu sinni tekið þátt í slíku verkefni. „Það var gert undir mjög ströngu eftirliti og þar var sérþjálfaður maður í meðhöndlun vopna var með okkur og sá um að allt gengi upp. Ef verið er að handleika byssur í áflogum eða handleika önnur vopn þá eru teknar afsteypur af þeim, þær eru steyptar í mýkri efni, þannig að þær geta ekki skaðað leikara.“ Svona alvarleg atvik séu sem betur fer ákaflega sjaldgæf á heimsvísu. „Það verður örugglega margt endurskoðað í þessu þarna úti í Bandaríkjunum og víðar. Við tökum þetta öll til okkar sem vinnum í þessu fagi og hugsum aðeins hvað má betur fara,“ segir Heimir.
Bandaríkin Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Fleiri fréttir Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Sjá meira
Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27