Ríkið bætist í hóp Rússlands og Kína sem hafa nýlega kynnt kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Evrópusambandið stefnir að því að ná sama markmiði tíu árum fyrr eða fyrir árið 2050. Íslensk yfirvöld hyggjast gera enn betur og stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. AP news greinir frá.
Talið er að Sádí-Arabía muni græða 150 billjónir Bandaríkjadala fyrir olíuframleiðslu á þessu ári en ríkið framleiðir um 10% af olíu heims. Krónprinsinn, Mohammed bin Salman, hét því í yfirlýsingu sinni að yfirvöld muni gróðursetja 450 milljónir trjáa á næstu árum og gera höfuðborgina Riyadh sjálfbærari. Það meðal annars liður í loftslagsáætlun ríkisins.
Nýverið varpaði gagnaleki ljós á það hvernig sumar þjóðir hafa mótmælt því að taka þátt í loftslagsaðgerðum. Í skjölunum kom meðal annars fram að ríki á borð við Sádí-Arabíu hafa beðið Sameinuðu þjóðirnar um að draga úr áherslunni á að minnka notkun jarðefnaeldsneytis.