Bundesligan: Þægilegt hjá þýsku risunum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. október 2021 15:31 Lewandowski skoraði í dag EPA-EFE/RONALD WITTEK Bayern Munchen vann afskaplega þægilegan sigur á Hoffenheim á heimavelli í þýsku Bundesligunni í dag, lokatölur 4-0 og Lewandowski að sjálfsögðu með mark. Dortmund vann sinn leik líka nokkuð örugglega á móti Armenia Bielefeld á útivelli, 1-3. Bayern Munchen voru í efsta sæti deildarinnar fyrir daginn í dag og það átti ekkert eftir að breytast. Bæjarar með nítján stig í átta leikjum með markatöluna 29-8. Hoffenheim voru hins vegar um miðja deild með ellefu stig. Bayern byrjuðu leikinn mun betur og strax á 4. mínútu skoraði Serge Gnabry mark sem var dæmt af vegna brots. Gnabry lét þetta þó ekkert á sig fá heldur skoraði bara aftur. Í þetta sinn eftir frábært samspil liðsins á 16. mínútu. Það var Jamal Musiala sem átti sendinguna á Gnabry. Á 30. mínútu var komið að sennilega besta miðframherja heimsins í dag, Robert Lewandowski. Lewandowski fékk boltann fyrir utan teig og klíndi boltanum upp í hornið. 2-0 i hálfleik. Það voru svo þeir Eric Choupo-Mouting og Kingsley Coman sem lokuðu þessum leik með mörkum á 82. og 87. mínútu. Auðvelt hjá Bayern sem er með 22 stig á toppnum. Jude Bellingham dribbled through the whole Arminia Bielefeld defense to score a wondergoal.Incredible pic.twitter.com/KxPnujS7sI— B/R Football (@brfootball) October 23, 2021 Dortmund gerði góða ferð til Bielefeld og unni 1-3 sigur á Armenia Bielefeld. Emre Can kom gulum Dortmundarmönnum yfir á 31. mínútu úr vítaspyrnu en Mads Hummels bætti við öðru marki rétt áður en hálfleiksflautan gall. 0-2 í hálfleik. Það var svo Jude Bellingham sem skoraði hið mikilvæga þriðja mark á 72. mínútu og var það af dýrari gerðinni. Bellingham fékk boltann á vítateigslínunni, lék á þrjá leikmenn Armenia og vippaði yfir markvörðinn. Stórglæsilegt mark. Fabien Klos lagaði stöðuna með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu en lengra komust leikmenn Armenia ekki og Dortmund fagnaði sigri. Dortmund er með 21. stig í öðru sæti deildarinnar. Önnur úrslit í deildinni í dag: RB Leipzig 4-1 Greuther Furth Wolfsburg 0-2 Freiburg Þýski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Bayern Munchen voru í efsta sæti deildarinnar fyrir daginn í dag og það átti ekkert eftir að breytast. Bæjarar með nítján stig í átta leikjum með markatöluna 29-8. Hoffenheim voru hins vegar um miðja deild með ellefu stig. Bayern byrjuðu leikinn mun betur og strax á 4. mínútu skoraði Serge Gnabry mark sem var dæmt af vegna brots. Gnabry lét þetta þó ekkert á sig fá heldur skoraði bara aftur. Í þetta sinn eftir frábært samspil liðsins á 16. mínútu. Það var Jamal Musiala sem átti sendinguna á Gnabry. Á 30. mínútu var komið að sennilega besta miðframherja heimsins í dag, Robert Lewandowski. Lewandowski fékk boltann fyrir utan teig og klíndi boltanum upp í hornið. 2-0 i hálfleik. Það voru svo þeir Eric Choupo-Mouting og Kingsley Coman sem lokuðu þessum leik með mörkum á 82. og 87. mínútu. Auðvelt hjá Bayern sem er með 22 stig á toppnum. Jude Bellingham dribbled through the whole Arminia Bielefeld defense to score a wondergoal.Incredible pic.twitter.com/KxPnujS7sI— B/R Football (@brfootball) October 23, 2021 Dortmund gerði góða ferð til Bielefeld og unni 1-3 sigur á Armenia Bielefeld. Emre Can kom gulum Dortmundarmönnum yfir á 31. mínútu úr vítaspyrnu en Mads Hummels bætti við öðru marki rétt áður en hálfleiksflautan gall. 0-2 í hálfleik. Það var svo Jude Bellingham sem skoraði hið mikilvæga þriðja mark á 72. mínútu og var það af dýrari gerðinni. Bellingham fékk boltann á vítateigslínunni, lék á þrjá leikmenn Armenia og vippaði yfir markvörðinn. Stórglæsilegt mark. Fabien Klos lagaði stöðuna með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu en lengra komust leikmenn Armenia ekki og Dortmund fagnaði sigri. Dortmund er með 21. stig í öðru sæti deildarinnar. Önnur úrslit í deildinni í dag: RB Leipzig 4-1 Greuther Furth Wolfsburg 0-2 Freiburg
Þýski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira