Bundesligan: Þægilegt hjá þýsku risunum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. október 2021 15:31 Lewandowski skoraði í dag EPA-EFE/RONALD WITTEK Bayern Munchen vann afskaplega þægilegan sigur á Hoffenheim á heimavelli í þýsku Bundesligunni í dag, lokatölur 4-0 og Lewandowski að sjálfsögðu með mark. Dortmund vann sinn leik líka nokkuð örugglega á móti Armenia Bielefeld á útivelli, 1-3. Bayern Munchen voru í efsta sæti deildarinnar fyrir daginn í dag og það átti ekkert eftir að breytast. Bæjarar með nítján stig í átta leikjum með markatöluna 29-8. Hoffenheim voru hins vegar um miðja deild með ellefu stig. Bayern byrjuðu leikinn mun betur og strax á 4. mínútu skoraði Serge Gnabry mark sem var dæmt af vegna brots. Gnabry lét þetta þó ekkert á sig fá heldur skoraði bara aftur. Í þetta sinn eftir frábært samspil liðsins á 16. mínútu. Það var Jamal Musiala sem átti sendinguna á Gnabry. Á 30. mínútu var komið að sennilega besta miðframherja heimsins í dag, Robert Lewandowski. Lewandowski fékk boltann fyrir utan teig og klíndi boltanum upp í hornið. 2-0 i hálfleik. Það voru svo þeir Eric Choupo-Mouting og Kingsley Coman sem lokuðu þessum leik með mörkum á 82. og 87. mínútu. Auðvelt hjá Bayern sem er með 22 stig á toppnum. Jude Bellingham dribbled through the whole Arminia Bielefeld defense to score a wondergoal.Incredible pic.twitter.com/KxPnujS7sI— B/R Football (@brfootball) October 23, 2021 Dortmund gerði góða ferð til Bielefeld og unni 1-3 sigur á Armenia Bielefeld. Emre Can kom gulum Dortmundarmönnum yfir á 31. mínútu úr vítaspyrnu en Mads Hummels bætti við öðru marki rétt áður en hálfleiksflautan gall. 0-2 í hálfleik. Það var svo Jude Bellingham sem skoraði hið mikilvæga þriðja mark á 72. mínútu og var það af dýrari gerðinni. Bellingham fékk boltann á vítateigslínunni, lék á þrjá leikmenn Armenia og vippaði yfir markvörðinn. Stórglæsilegt mark. Fabien Klos lagaði stöðuna með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu en lengra komust leikmenn Armenia ekki og Dortmund fagnaði sigri. Dortmund er með 21. stig í öðru sæti deildarinnar. Önnur úrslit í deildinni í dag: RB Leipzig 4-1 Greuther Furth Wolfsburg 0-2 Freiburg Þýski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Sjá meira
Bayern Munchen voru í efsta sæti deildarinnar fyrir daginn í dag og það átti ekkert eftir að breytast. Bæjarar með nítján stig í átta leikjum með markatöluna 29-8. Hoffenheim voru hins vegar um miðja deild með ellefu stig. Bayern byrjuðu leikinn mun betur og strax á 4. mínútu skoraði Serge Gnabry mark sem var dæmt af vegna brots. Gnabry lét þetta þó ekkert á sig fá heldur skoraði bara aftur. Í þetta sinn eftir frábært samspil liðsins á 16. mínútu. Það var Jamal Musiala sem átti sendinguna á Gnabry. Á 30. mínútu var komið að sennilega besta miðframherja heimsins í dag, Robert Lewandowski. Lewandowski fékk boltann fyrir utan teig og klíndi boltanum upp í hornið. 2-0 i hálfleik. Það voru svo þeir Eric Choupo-Mouting og Kingsley Coman sem lokuðu þessum leik með mörkum á 82. og 87. mínútu. Auðvelt hjá Bayern sem er með 22 stig á toppnum. Jude Bellingham dribbled through the whole Arminia Bielefeld defense to score a wondergoal.Incredible pic.twitter.com/KxPnujS7sI— B/R Football (@brfootball) October 23, 2021 Dortmund gerði góða ferð til Bielefeld og unni 1-3 sigur á Armenia Bielefeld. Emre Can kom gulum Dortmundarmönnum yfir á 31. mínútu úr vítaspyrnu en Mads Hummels bætti við öðru marki rétt áður en hálfleiksflautan gall. 0-2 í hálfleik. Það var svo Jude Bellingham sem skoraði hið mikilvæga þriðja mark á 72. mínútu og var það af dýrari gerðinni. Bellingham fékk boltann á vítateigslínunni, lék á þrjá leikmenn Armenia og vippaði yfir markvörðinn. Stórglæsilegt mark. Fabien Klos lagaði stöðuna með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu en lengra komust leikmenn Armenia ekki og Dortmund fagnaði sigri. Dortmund er með 21. stig í öðru sæti deildarinnar. Önnur úrslit í deildinni í dag: RB Leipzig 4-1 Greuther Furth Wolfsburg 0-2 Freiburg
Þýski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Sjá meira