Aron Kristjánsson: Við vorum með gott forskot mest allan leikinn Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 24. október 2021 20:12 Aron Kristjánsson. VÍSIR/BÁRA Haukar unnu góðan sjö marka sigur á Gróttu í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Haukar höfðu góða forystu bróðurpart leiksins og var Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka að vonum sáttur með sigurinn. „Mér fannst við byrja leikinn af miklum krafti og ná góðu forskoti í byrjun. Mér fannst við aðeins gefa eftir í seinni hluta fyrri hálfleiks þar sem við leyfðum þeim að sækja aðeins of mikið inn á okkur, miðað við hvernig við vorum búnir að vera að spila. 7 á 6 hjálpar þeim svolítið með það og við gerðum nokkra tæknifeila sem að kostuðu okkur hraðaupphlaup í bakið. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með góða stjórn á þessu. Við vorum með gott forskot mest allan leikinn og klárum þetta vel með sjö mörkum.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komu sér mest í 6 marka forystu. Á 25. mínútu, í stöðunni 8-13 missa Haukar boltann þegar þeir voru í sókn. Við tók kafli þar sem spennustigið hjá þeim virtist hækka og misstu Haukar forskotið frá sér með klaufalegum mistökum og agaleysi. Hálfleikstölur voru því 14-16. „Við þurfum aðeins að róa okkur og halda okkur við þetta concept sem við erum með. Eins og við vorum búnir að vera að spila. Við lendum í því að taka aðeins of miklar áhættur í sendingum og förum aðeins að hika, gerum nokkra tæknifeila sem kosta okkur hraðaupphlaup. Svo finnst mér varnarlega að við fáum á okkur mörk sem mér finnst blanda af að eitthvað mátti markmaðurinn taka, eitthvað mátti vörnin gera betur. Þannig að þetta var svona samansafn af einhverjum atriðum sem gerði það af verkum að þeir komu inn. En það hentaði okkur vel, það var ágætis tempó í þessum leik. Síðan náðum við að klára þetta með 7 mörkum sem er bara gott. Grótta er mjög erfitt lið sem er búið að spila jafna leiki, næstum því alla leiki í vetur þannig að það er gott að klára þá svona örugglega.“ Næsti leikur er við HK og vill Aron bæta einbeitingu liðsins. „Það er þessi einbeiting, að við náum að halda henni út leikinn. Við gerðum það rosalega vel í Kýpur, við náðum að halda varnarleiknum alveg þrátt fyrir að liðin voru að spila langar sóknir. Í dag, Grótta fær höndina upp á sig mjög oft í leiknum en í fyrri hálfleik endaði það of oft með marki. Það er eitthvað sem við þurfum að gera betur að ná að klára þetta alveg, eftir góðan varnarleik að klára það í unnum bolta.“ Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 25-32 | Haukar sigruðu á Seltjarnarnesi Haukar unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 25-32. 24. október 2021 21:30 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
„Mér fannst við byrja leikinn af miklum krafti og ná góðu forskoti í byrjun. Mér fannst við aðeins gefa eftir í seinni hluta fyrri hálfleiks þar sem við leyfðum þeim að sækja aðeins of mikið inn á okkur, miðað við hvernig við vorum búnir að vera að spila. 7 á 6 hjálpar þeim svolítið með það og við gerðum nokkra tæknifeila sem að kostuðu okkur hraðaupphlaup í bakið. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með góða stjórn á þessu. Við vorum með gott forskot mest allan leikinn og klárum þetta vel með sjö mörkum.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komu sér mest í 6 marka forystu. Á 25. mínútu, í stöðunni 8-13 missa Haukar boltann þegar þeir voru í sókn. Við tók kafli þar sem spennustigið hjá þeim virtist hækka og misstu Haukar forskotið frá sér með klaufalegum mistökum og agaleysi. Hálfleikstölur voru því 14-16. „Við þurfum aðeins að róa okkur og halda okkur við þetta concept sem við erum með. Eins og við vorum búnir að vera að spila. Við lendum í því að taka aðeins of miklar áhættur í sendingum og förum aðeins að hika, gerum nokkra tæknifeila sem kosta okkur hraðaupphlaup. Svo finnst mér varnarlega að við fáum á okkur mörk sem mér finnst blanda af að eitthvað mátti markmaðurinn taka, eitthvað mátti vörnin gera betur. Þannig að þetta var svona samansafn af einhverjum atriðum sem gerði það af verkum að þeir komu inn. En það hentaði okkur vel, það var ágætis tempó í þessum leik. Síðan náðum við að klára þetta með 7 mörkum sem er bara gott. Grótta er mjög erfitt lið sem er búið að spila jafna leiki, næstum því alla leiki í vetur þannig að það er gott að klára þá svona örugglega.“ Næsti leikur er við HK og vill Aron bæta einbeitingu liðsins. „Það er þessi einbeiting, að við náum að halda henni út leikinn. Við gerðum það rosalega vel í Kýpur, við náðum að halda varnarleiknum alveg þrátt fyrir að liðin voru að spila langar sóknir. Í dag, Grótta fær höndina upp á sig mjög oft í leiknum en í fyrri hálfleik endaði það of oft með marki. Það er eitthvað sem við þurfum að gera betur að ná að klára þetta alveg, eftir góðan varnarleik að klára það í unnum bolta.“
Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 25-32 | Haukar sigruðu á Seltjarnarnesi Haukar unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 25-32. 24. október 2021 21:30 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Haukar 25-32 | Haukar sigruðu á Seltjarnarnesi Haukar unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 25-32. 24. október 2021 21:30
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti