Sport

Jón Halldór: Fengum framlag úr mörgum mismunandi áttum

Andri Már Eggertsson skrifar
Jón Halldór er þjálfari Keflavíkur.
Jón Halldór er þjálfari Keflavíkur. vísir/hulda margrét

Keflavík varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Val af velli í Subway-deild kvenna. Keflavík vann með 20 stigum 64-84. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn eftir leik. 

„Það er alltaf gaman að vinna leiki ég er í þessu til þess.“

„Ég var ánægður með hvað við fengum framlag úr mörgum mismunandi áttum. Við spiluðum fína vörn á löngum köflum en við fráköstuðum illa, Valur fékk oft nokkur tækifæri í sömu sókninni,“ sagði Jón Halldór sem var ánægður með allt nema frákastabaráttuna hjá Keflavík. 

Þrátt fyrir að Valur minnkaði leikinn í sex stig í byrjun seinni hálfleiks hafði Jón Halldór litlar áhyggjur af sínu liði.

„Ég hafði engar áhyggjur þrátt fyrir að Valur náði góðu áhlaupi í upphafi síðari hálfleiks. Valur er með gott lið, þær eru ríkjandi Íslandsmeistarar svo það er eðlilegt að þær taki áhlaup en þær náðu aðeins einu góðu áhlaupi sem hjálpaði okkur.“

Jóni Halldóri fannst tuttugu stiga sigur gefa rétta mynd af leiknum þegar á heildina er litið.

„Mér fannst tuttugu stiga sigur vera það sem þessi leikur bauð upp á. Við þetta mörgum stigum betri í kvöld,“ sagði Jón Halldór að lokum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×