Glæpabaróninn Otoniel verður framseldur til Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2021 23:11 Otoniel er leiðtogi Clan del Golfo, eða Flóagengisins. Það er talið telja um 1.800 meðlimi, sem hafa meðal annars verið handteknir í Argentínu, Brasilíu, Hondúras, Perú og á Spáni. Gengið ræður yfir fjölda smyglleiða frá Kólumbíu til Bandaríkjanna. AP Eiturlyfjabaróninn Dario Antonio Úsuga, kallaður Otoniel, verður framseldur til Bandaríkjanna. Otoniel var handsamaður á laugardag í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og hersins í Kólumbíu. Otoniel er leiðtogi stærsta glæpagengis Kólumbíu og hefur um árabil verið á lista bandaríska eiturlyfjaeftirlitsins yfir eftirlýsta glæpamenn. Bandarísk yfirvöld höfðu sett 5 milljónir bandaríkjadala til höfuðs glæpabaróninum en Otoniel hefur meðal annars verið sakaður um að flytja 73 rúmmetra af kókaíni til Bandaríkjanna á árunum 2003 til 2014. Varnarmálaráðherra Kólumbíu, Diego Molano, sagði í samtali við dagblaðið El Tiempo að næsta skref væri að koma til móts við framsalskröfu Bandaríkjamanna. Otoniel hefur verið fluttur á herstöð í höfuðborginni Bogotá og mun dvelja þar þar til hann verður framseldur. Forsetinn Iván Duque fagnaði handtöku Otoniel í sérstöku sjónvarpsávarpi. „Þetta er stærsta högg sem fíkniefnasmygl í landinu hefur orðið fyrir á þessari öld,“ sagði hann. „Það er aðeins samanburðarhæft við fall Pablo Escobar á tíunda áratug síðustu aldar.“ Otoniel var handsamaður á felustað sínum í Antioquia-héraði í norðvesturhluta Kólumbíu, nálægt landamærunum að Panama. 500 hermenn tóku þátt og 22 þyrlur voru notaðar í aðgerðinni. Einn lögreglumaður lést. Glæpabaróninn hafði farið huldu höfði um langt skeið og flutt sig á milli staða á strjálbýlum svæðum landsins til að forðast handtöku. Þá notaði hann ekki síma, heldur reiddi sig á aðstoðarmenn sem fluttu skrifleg skilaboð til þeirra sem hann þurfti að hafa samband við. Að sögn yfirvalda tókst að hafa uppi á Otoniel með notkun gervihnatta. Þau fengu aðstoð bæði frá bandarískum og breskum stofnunum. Duque sagði um að ræða umfangsmestu aðgerðir sem herinn hefði ráðist í í frumskógum landsins. Kólumbía Bandaríkin Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Handsömuðu einn alræmdasta glæpaforingja Kólumbíu Lögregla og her í Kólumbíu handsamaði í dag einn alræmdasta glæpaforingja landsins, Dairo Antonio Usuga, sem er einnig þekktur sem Otoniel, eftir fimm ára þrotlausa leit. 23. október 2021 23:52 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Otoniel er leiðtogi stærsta glæpagengis Kólumbíu og hefur um árabil verið á lista bandaríska eiturlyfjaeftirlitsins yfir eftirlýsta glæpamenn. Bandarísk yfirvöld höfðu sett 5 milljónir bandaríkjadala til höfuðs glæpabaróninum en Otoniel hefur meðal annars verið sakaður um að flytja 73 rúmmetra af kókaíni til Bandaríkjanna á árunum 2003 til 2014. Varnarmálaráðherra Kólumbíu, Diego Molano, sagði í samtali við dagblaðið El Tiempo að næsta skref væri að koma til móts við framsalskröfu Bandaríkjamanna. Otoniel hefur verið fluttur á herstöð í höfuðborginni Bogotá og mun dvelja þar þar til hann verður framseldur. Forsetinn Iván Duque fagnaði handtöku Otoniel í sérstöku sjónvarpsávarpi. „Þetta er stærsta högg sem fíkniefnasmygl í landinu hefur orðið fyrir á þessari öld,“ sagði hann. „Það er aðeins samanburðarhæft við fall Pablo Escobar á tíunda áratug síðustu aldar.“ Otoniel var handsamaður á felustað sínum í Antioquia-héraði í norðvesturhluta Kólumbíu, nálægt landamærunum að Panama. 500 hermenn tóku þátt og 22 þyrlur voru notaðar í aðgerðinni. Einn lögreglumaður lést. Glæpabaróninn hafði farið huldu höfði um langt skeið og flutt sig á milli staða á strjálbýlum svæðum landsins til að forðast handtöku. Þá notaði hann ekki síma, heldur reiddi sig á aðstoðarmenn sem fluttu skrifleg skilaboð til þeirra sem hann þurfti að hafa samband við. Að sögn yfirvalda tókst að hafa uppi á Otoniel með notkun gervihnatta. Þau fengu aðstoð bæði frá bandarískum og breskum stofnunum. Duque sagði um að ræða umfangsmestu aðgerðir sem herinn hefði ráðist í í frumskógum landsins.
Kólumbía Bandaríkin Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Handsömuðu einn alræmdasta glæpaforingja Kólumbíu Lögregla og her í Kólumbíu handsamaði í dag einn alræmdasta glæpaforingja landsins, Dairo Antonio Usuga, sem er einnig þekktur sem Otoniel, eftir fimm ára þrotlausa leit. 23. október 2021 23:52 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Handsömuðu einn alræmdasta glæpaforingja Kólumbíu Lögregla og her í Kólumbíu handsamaði í dag einn alræmdasta glæpaforingja landsins, Dairo Antonio Usuga, sem er einnig þekktur sem Otoniel, eftir fimm ára þrotlausa leit. 23. október 2021 23:52